Íslenskur veðmálaspilari sektaður um átta milljónir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. nóvember 2019 13:24 Yfirskattanefnd komst að niðurstöðu sinni nú í nóvember. Getty Images/Dina Rudick Yfirskattanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenskur veðmálaspilari og Kópavogsbúi þurfi að greiða íslenska ríkinu 5,1 milljón króna og 3,1 milljón króna til bæjarsjóðs Kópavogs fyrir skattsvik. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Skattrannsóknarstjóri hafði málið til rannsóknar en maðurinn var grunaður um að hafa vantalið tekjuskatt árið 2014, 2015 og 2016. Um var að ræða rúmar fjórar milljónir króna fyrsta árið, yfir sjö milljónir króna það næsta og tæplega tvær milljónir síðasta árið. Samanlagt 13,5 milljónir króna. Var það niðurstaða skattrannsóknarstjóra að karlmaðurinn hefði vantalið tekjur vegna veðmála á erlendum veðmálasíðum og ekki gert grein fyrir erlendum bankareikningi á innsendum skattframtölum.Sagðist telja tekjurnar skattfrjálsar Maðurinn bar fyrir sig að hafa talið að tekjur hans af veðmálum væru gjaldfrjálsar. Hann viðurkenndi að hafa verið með erlendan bankareikning sem hefði verið notaður í tengslum við veðmál á netinu. Hann sagðist ekki geta afhent yfirlit yfir reikninginn þar sem hann væri búinn „slaufa“ þessu öllu. Hann játaði að hafa verið með erlent greiðslukort sem hefði verið tengt umræddum bankareikningi og að tekjurnar sem hefðu komið inn á bankareikninginn hefðu verið ávinningur af fjárhættuspilum. Í skýrslu skattrannsóknarstjóra kemur fram að maðurinn fékk 4,6 milljónir króna frá erlendu fyrirtæki inn á bankareikning sinn árið 2014 og 2015. Þá hefði hann tekið tæplega níu milljónir króna út með erlendu greiðslukorti á Íslandi á árunum 2014-2016. Að undangengnum útreikningi um skiptingu greiðslu tekjuskatts til ríkisins og útsvars til sveitarfélags varð niðurstaðan að veðmálaspilarinn skildi greiða íslenska ríkinu 5,1 milljón króna og Kópavogsbæ 3,1 milljón króna. Fjárhættuspil Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Yfirskattanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenskur veðmálaspilari og Kópavogsbúi þurfi að greiða íslenska ríkinu 5,1 milljón króna og 3,1 milljón króna til bæjarsjóðs Kópavogs fyrir skattsvik. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Skattrannsóknarstjóri hafði málið til rannsóknar en maðurinn var grunaður um að hafa vantalið tekjuskatt árið 2014, 2015 og 2016. Um var að ræða rúmar fjórar milljónir króna fyrsta árið, yfir sjö milljónir króna það næsta og tæplega tvær milljónir síðasta árið. Samanlagt 13,5 milljónir króna. Var það niðurstaða skattrannsóknarstjóra að karlmaðurinn hefði vantalið tekjur vegna veðmála á erlendum veðmálasíðum og ekki gert grein fyrir erlendum bankareikningi á innsendum skattframtölum.Sagðist telja tekjurnar skattfrjálsar Maðurinn bar fyrir sig að hafa talið að tekjur hans af veðmálum væru gjaldfrjálsar. Hann viðurkenndi að hafa verið með erlendan bankareikning sem hefði verið notaður í tengslum við veðmál á netinu. Hann sagðist ekki geta afhent yfirlit yfir reikninginn þar sem hann væri búinn „slaufa“ þessu öllu. Hann játaði að hafa verið með erlent greiðslukort sem hefði verið tengt umræddum bankareikningi og að tekjurnar sem hefðu komið inn á bankareikninginn hefðu verið ávinningur af fjárhættuspilum. Í skýrslu skattrannsóknarstjóra kemur fram að maðurinn fékk 4,6 milljónir króna frá erlendu fyrirtæki inn á bankareikning sinn árið 2014 og 2015. Þá hefði hann tekið tæplega níu milljónir króna út með erlendu greiðslukorti á Íslandi á árunum 2014-2016. Að undangengnum útreikningi um skiptingu greiðslu tekjuskatts til ríkisins og útsvars til sveitarfélags varð niðurstaðan að veðmálaspilarinn skildi greiða íslenska ríkinu 5,1 milljón króna og Kópavogsbæ 3,1 milljón króna.
Fjárhættuspil Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira