Vilja einfalda ferli hjónaskilnaðar fyrir þolendur ofbeldis Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. nóvember 2019 06:00 Jón Steindór segir sáttameðferð við skilnað getta oft verið tilgangslausa nauðung. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Átta þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um hraðari málsmeðferð hjónaskilnaða og bætta réttarstöðu þolenda heimilisofbeldis. Í vikunni gaf Þjóðskrá út tölur yfir hjónavígslur og skilnaði á árinu. Vígslurnar voru alls 3.150 og skilnaðir 1.099, eða um 35 prósent. Ofbeldi í samböndum er algeng ástæða fyrir skilnaði. Í rannsókn frá árinu 2008 kom í ljós að 20 prósent kvenna sögðust hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka eða fyrrverandi maka á lífsleiðinni. Jón Steindór Valdimarsson, fyrsti flutningsmaður tillögunnar, segir að núverandi hjúskaparlöggjöf sé tafsöm og ekki til þess fallin að hjálpa þolendum. Í tillögunni eru nefnd nokkur atriði sem þyrfti að kanna og breyta. Þá vanti einnig mannafla til að mál af þessu tagi geti gengið hraðar fyrir sig í kerfinu. Jón Steindór hefur áður lagt fram frumvarp um bætt réttindi fyrir þolendur við hjónaskilnað. „Nú virkar kerfið þannig að sá sem beitir ofbeldinu þarf að játa það, jafnvel þó að hann hafi hlotið dóm,“ segir hann og telur að ferlið sjálft geti verið kúgunartæki. „Þegar um er að ræða ofbeldissambönd, líkamleg eða andleg, þá hættir ofbeldið ekki þegar þolandi reynir að losna undan því með skilnaði. Gerendur halda tökunum á þolanda með því að tefja og nýta alla möguleika til þess.“ Skilyrði um sáttaumleitanir eru nú í lögum en Jón Steindór telur að báðir aðilar verði að vera sammála um að reyna þær leiðir. Nauðung sé fyrir þolendur að taka þátt í þessu og oft tilgangslaust. Sáttameðferð og sáttavottorð eru annaðhvort gefin út af trúfélögum eða sýslumönnum. Árið 2011 undirritaði Ísland Istanbúlsamning Evrópuráðsins um forvarnir gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi og var hann fullgiltur á síðasta ári. Í honum er bann lagt við skyldubundinni málsmeðferð, svo sem sáttameðferðum. Í þingsályktunartillögu þingmannanna átta er einnig lagt til að gjafsóknarskilyrði verði rýmkuð. Samkvæmt Jóni Steindóri er það vegna þess að fólk sem stendur í skilnaði sé í millibilsástandi og oft ekki aflögufært. Sérstaklega á þetta við um þolendur heimilisofbeldis, sem séu í mörgum tilvikum konur sem eiga engan annan kost en að flýja í Kvennaathvarfið. „Grunnhugsunin er sú að fólk gangi í hjónaband af fúsum og frjálsum vilja og ef fólk vill slíta hjúskap á að leggja sem fæsta steina í þá götu,“ segir hann og segist jafnframt eiga von á breiðum stuðningi í þinginu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölskyldumál Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira
Átta þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um hraðari málsmeðferð hjónaskilnaða og bætta réttarstöðu þolenda heimilisofbeldis. Í vikunni gaf Þjóðskrá út tölur yfir hjónavígslur og skilnaði á árinu. Vígslurnar voru alls 3.150 og skilnaðir 1.099, eða um 35 prósent. Ofbeldi í samböndum er algeng ástæða fyrir skilnaði. Í rannsókn frá árinu 2008 kom í ljós að 20 prósent kvenna sögðust hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka eða fyrrverandi maka á lífsleiðinni. Jón Steindór Valdimarsson, fyrsti flutningsmaður tillögunnar, segir að núverandi hjúskaparlöggjöf sé tafsöm og ekki til þess fallin að hjálpa þolendum. Í tillögunni eru nefnd nokkur atriði sem þyrfti að kanna og breyta. Þá vanti einnig mannafla til að mál af þessu tagi geti gengið hraðar fyrir sig í kerfinu. Jón Steindór hefur áður lagt fram frumvarp um bætt réttindi fyrir þolendur við hjónaskilnað. „Nú virkar kerfið þannig að sá sem beitir ofbeldinu þarf að játa það, jafnvel þó að hann hafi hlotið dóm,“ segir hann og telur að ferlið sjálft geti verið kúgunartæki. „Þegar um er að ræða ofbeldissambönd, líkamleg eða andleg, þá hættir ofbeldið ekki þegar þolandi reynir að losna undan því með skilnaði. Gerendur halda tökunum á þolanda með því að tefja og nýta alla möguleika til þess.“ Skilyrði um sáttaumleitanir eru nú í lögum en Jón Steindór telur að báðir aðilar verði að vera sammála um að reyna þær leiðir. Nauðung sé fyrir þolendur að taka þátt í þessu og oft tilgangslaust. Sáttameðferð og sáttavottorð eru annaðhvort gefin út af trúfélögum eða sýslumönnum. Árið 2011 undirritaði Ísland Istanbúlsamning Evrópuráðsins um forvarnir gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi og var hann fullgiltur á síðasta ári. Í honum er bann lagt við skyldubundinni málsmeðferð, svo sem sáttameðferðum. Í þingsályktunartillögu þingmannanna átta er einnig lagt til að gjafsóknarskilyrði verði rýmkuð. Samkvæmt Jóni Steindóri er það vegna þess að fólk sem stendur í skilnaði sé í millibilsástandi og oft ekki aflögufært. Sérstaklega á þetta við um þolendur heimilisofbeldis, sem séu í mörgum tilvikum konur sem eiga engan annan kost en að flýja í Kvennaathvarfið. „Grunnhugsunin er sú að fólk gangi í hjónaband af fúsum og frjálsum vilja og ef fólk vill slíta hjúskap á að leggja sem fæsta steina í þá götu,“ segir hann og segist jafnframt eiga von á breiðum stuðningi í þinginu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölskyldumál Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira