Staðfesti farbann vegna gruns um aðild að skipulögðu fólkssmygli í umfangsmiklu máli Eiður Þór Árnason skrifar 21. nóvember 2019 16:45 Landsréttur kvað upp dóm sinn fyrr í mánuðinum. Fréttablaðið/ernir Landsréttur staðfesti þann 11. nóvember úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá 7. nóvember síðastliðnum þar sem erlendur maður var skikkaður í áframhaldandi farbann í ljósi stöðu sinnar sem sakbornings í umfangsmiklu máli undir rannsókn lögreglu. Lögregla rannsakar aðild mannsins að skipulögðu smygli á fólki til landsins. Fram kom í máli lögreglu fyrir dómi að rannsóknin á umræddu máli sé verulega umfangsmikil og flækjustig þess eigi sér fáa líka. Í málinu eru fimmtán aðilar sagðir hafa stöðu sakbornings og telur lögregla að maðurinn sé lykil sakborningur í málinu. RÚV greindi fyrst frá málinu. Telur hann hafa stundað skipulögð brot Lögregla segist hafa rökstuddan grun um að maðurinn hafi stundað umfangsmikil og skipulögð brot yfir landamæri og að hann eigi sér samverka- og hlutdeildarmenn. Hann er meðal annars grunaður um brot á lögum um útlendinga. Þau brot sem lögregla rannsaki kunni að varða allt að 12 ára fangelsi. Honum er gert að hafa gefið lögreglu upp rangt nafn og fæðingardag í tólf vikur og að hafa verið ósamvinnuþýður við rannsókn málsins. Rannsókn málsins er sögð langt komin en sé ekki lokið. Lögregla segir grun leika á því að allmargir erlendir ríkisborgarar hafi „hagnýtt sér kerfið um alþjóðlega vernd,“ eins og það er orðað í dómnum. Einstaklingarnir eru sakaðir um að hafa komið til landsins og haldið á lögreglustöð án sinna skilríkja og farsíma í því skyni að sækja um alþjóðlega vernd og í einhverjum tilvikum gefið upp röng nöfn og mismunandi fæðingardaga. Sumir hafi þannig fengið stöðu hér á landi með því að villa á sér heimildir í því skyni að útvega sér vinnu hér á landi og starfa undir fölskum forsendum. Lögregla segist nú rannsaka aðild umrædds manns að öllum þeim kennitölum sem fengnar hafi verið með slíkum hætti og skipulögðu smygli á fólki hingað til lands. „Þá sé ljóst að umfang tekna sóknaraðila hér á landi skipti tugum milljóna á u.þ.b. tveimur árum og virðist ekki vera í neinu samræmi við stöðu hans sem hælisleitanda hér á landi eða uppgefnar tekjur,“ kemur jafnframt fram í máli lögreglu.Sagður hafa haft tækifæri til að flýja land Í máli verjanda mannsins kom fram að vegna mistaka lögreglu hafi gleymst að framlengja farbannið tvisvar og í fimm daga í janúar á þessu ári, 33 í júlí og ágúst og að lokum einn dag í október hafi maðurinn ekki sætt farbanni af neinu tagi. Hann hafi því haft fjölmörg tækifæri til þess að koma sér úr landi og undan hugsanlegri málsókn en ekki látið af því. Í stað þess er hann sagður hafa reynt að þrýsta á lögreglustjóra um að hraða rannsókn málsins, enda hafi það verið honum þungbært og valdið álitshnekki meðal vina og samlanda hans hér á landi. Maðurinn er sagður hafa flúið heimaland sitt vegna ofsókna sem hann hafi sætt vegna kynhneigðar sinnar og fengið dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða og hafi engin áform um að yfirgefa landið. Einnig kom fram í máli verjanda að maðurinn hafi fasta búsetu hér á landi ásamt sambýlismanni sínum, leggi stund á íslensku og hafi sótt um íslenskan ríkisborgararétt. Með hliðsjón af því væri ekki talinn grundvöllur fyrir því að hefta ferðafrelsi hans líkt og lögregla hafi gert. Gert að tilkynna sig Með staðfestingu Landsréttar er manninum gert skylt að halda sig á Íslandi fram til 18. desember 2019 og tilkynna sig vikulega á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík, á mánudögum milli klukkan 09:00 og 16:00. Dómsmál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Landsréttur staðfesti þann 11. nóvember úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá 7. nóvember síðastliðnum þar sem erlendur maður var skikkaður í áframhaldandi farbann í ljósi stöðu sinnar sem sakbornings í umfangsmiklu máli undir rannsókn lögreglu. Lögregla rannsakar aðild mannsins að skipulögðu smygli á fólki til landsins. Fram kom í máli lögreglu fyrir dómi að rannsóknin á umræddu máli sé verulega umfangsmikil og flækjustig þess eigi sér fáa líka. Í málinu eru fimmtán aðilar sagðir hafa stöðu sakbornings og telur lögregla að maðurinn sé lykil sakborningur í málinu. RÚV greindi fyrst frá málinu. Telur hann hafa stundað skipulögð brot Lögregla segist hafa rökstuddan grun um að maðurinn hafi stundað umfangsmikil og skipulögð brot yfir landamæri og að hann eigi sér samverka- og hlutdeildarmenn. Hann er meðal annars grunaður um brot á lögum um útlendinga. Þau brot sem lögregla rannsaki kunni að varða allt að 12 ára fangelsi. Honum er gert að hafa gefið lögreglu upp rangt nafn og fæðingardag í tólf vikur og að hafa verið ósamvinnuþýður við rannsókn málsins. Rannsókn málsins er sögð langt komin en sé ekki lokið. Lögregla segir grun leika á því að allmargir erlendir ríkisborgarar hafi „hagnýtt sér kerfið um alþjóðlega vernd,“ eins og það er orðað í dómnum. Einstaklingarnir eru sakaðir um að hafa komið til landsins og haldið á lögreglustöð án sinna skilríkja og farsíma í því skyni að sækja um alþjóðlega vernd og í einhverjum tilvikum gefið upp röng nöfn og mismunandi fæðingardaga. Sumir hafi þannig fengið stöðu hér á landi með því að villa á sér heimildir í því skyni að útvega sér vinnu hér á landi og starfa undir fölskum forsendum. Lögregla segist nú rannsaka aðild umrædds manns að öllum þeim kennitölum sem fengnar hafi verið með slíkum hætti og skipulögðu smygli á fólki hingað til lands. „Þá sé ljóst að umfang tekna sóknaraðila hér á landi skipti tugum milljóna á u.þ.b. tveimur árum og virðist ekki vera í neinu samræmi við stöðu hans sem hælisleitanda hér á landi eða uppgefnar tekjur,“ kemur jafnframt fram í máli lögreglu.Sagður hafa haft tækifæri til að flýja land Í máli verjanda mannsins kom fram að vegna mistaka lögreglu hafi gleymst að framlengja farbannið tvisvar og í fimm daga í janúar á þessu ári, 33 í júlí og ágúst og að lokum einn dag í október hafi maðurinn ekki sætt farbanni af neinu tagi. Hann hafi því haft fjölmörg tækifæri til þess að koma sér úr landi og undan hugsanlegri málsókn en ekki látið af því. Í stað þess er hann sagður hafa reynt að þrýsta á lögreglustjóra um að hraða rannsókn málsins, enda hafi það verið honum þungbært og valdið álitshnekki meðal vina og samlanda hans hér á landi. Maðurinn er sagður hafa flúið heimaland sitt vegna ofsókna sem hann hafi sætt vegna kynhneigðar sinnar og fengið dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða og hafi engin áform um að yfirgefa landið. Einnig kom fram í máli verjanda að maðurinn hafi fasta búsetu hér á landi ásamt sambýlismanni sínum, leggi stund á íslensku og hafi sótt um íslenskan ríkisborgararétt. Með hliðsjón af því væri ekki talinn grundvöllur fyrir því að hefta ferðafrelsi hans líkt og lögregla hafi gert. Gert að tilkynna sig Með staðfestingu Landsréttar er manninum gert skylt að halda sig á Íslandi fram til 18. desember 2019 og tilkynna sig vikulega á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík, á mánudögum milli klukkan 09:00 og 16:00.
Dómsmál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira