Hafi áður fengið grænt ljós fyrir klósettmerkingunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. nóvember 2019 12:38 Dóra Björt Guðjónsdóttir vonar að hægt verði að fá úr því skorið hvernig túlka beri reglugerð sem Vinnueftirlitið ber fyrir sig. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar, þykir miður að Vinnueftirlitið hafi komst að þeirri niðurstöðu að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar þurfi að vera kynjamerkt. Borgin hafi vandað til verka við ákvörðun sína og meðal annars fengið heimild frá Vinnueftirlitinu fyrir breytingunni á sínum tíma. Hún segir fyrirmæli eftirlitsins því óskýr og vonar að hægt verði að fá úr þessu skorið, enda sé viðkvæmt að vera gerð afturreka með mannréttindamál sem þetta. Reglugerðin sem Vinnueftirlitið vísaði til í athugasemd sinni er frá árinu 1995 og því komin til ára sinna að sögn Dóru, ekki síst í ljósi nýrra laga um kynrænt sjálfræði. Dóra bendir á að í umræddri reglugerð sé ekki kveðið sérstaklega á um merkingar á salernum, aðeins að salerni fyrir kynin séu aðgreind þegar vinnustaðir ná ákveðinni stærð. Sjá einnig: Borginni gert að kynjamerkja klósett„Þessi salerni sem um ræðir eru öll einstaklingssalerni,“ segir Dóra og bætir við að eftir umleitan mannréttindaráðsins hafi borist svar frá Vinnueftirlitinu þess efnis „að svo lengi sem við uppfyllum lágmarksfjölda salerna, fyrir hvort kyn, sem snýst frekar um fjölda salernanna frekar en merkingarnar, þá sé í lagi að ráðast í þessar breytingar,“ segir Dóra. Því næst hafi starfsmaður Vinnueftirlitins verið fenginn á fund ráðsins til þess að það væri „yfir allan vafa hafinn að það megi ráðast í þessa breytingu.“ Þessi starfsmaður Vinnueftirlitsins hafi verið mjög skýr í sínum svörum að sögn Dóru, sem segir ráðið hafa þráspurt hann til að hafa þessi mál á hreinu: Að Reykjavíkurborg væri heimilt að hafa salernin ókyngreind - í ljósi þess að vinnustaðurinn uppfyllti kröfur um fjölda salerna, sem öll voru einstaklingssalerni sem fyrr segir.Vinnueftirlitið gerði athugasemdir við kynjamerkingar borgarinnar eftir athugun á skrifstofum Reykavíkurborgar í Borgartúni.Vísir/DaníelVont að fá mannréttindavernd í bakið „Við vildum tryggja að þetta væri algjörlega á hreinu því það er mjög viðkvæmt mál að vera gerð afturreka með aukna mannréttindavernd fyrir þá hópa sem um ræðir,“ segir Dóra og vísar þar til kynsegin fólks - fólk sem skilgreinir sig fyrir utan hið hefðbundna kynjatvíhyggjukerfi. Þessi hópur verði fyrir ýmis konar aðkasti og hindrunum í samfélaginu og segir Dóra að það hafi ekki síst verið þess vegna sem mannréttindaráðið hafi vandað sig við afgreiðslu málsins. „Okkur er mjög í mun um að auka aðgengi allra að þjónustu borgarinnar, að húsnæði borgarinnar og að Reykjavíkurborg sem vinnustað.“ Reykjavíkurborg sé mannréttindaborg og setji þessi mál því á oddinn. Dóra segir að staðan sem upp er komin eftir nýjustu tilmæli Vinnueftirlitsins sé því flókin. Borgin hafi nú bæði fengið staðfestingu á því salernin þurfi ekki að vera kynjamerkt - en einnig kröfu um að þau verði kynjamerkt. „Það er því ekki alveg skýrt hvorum fyrirmælunum við eigum að fylgja.“ Í því ljósi hafi borgin sent andmælabréf fyrir nokkrum vikum, þar sem reifuð voru sjónarmið Reykjavíkurborgar og aðdragandi þess að kynjamerkingarnar voru fjarlægðar. „Við viljum gjarnan að þau [hjá Vinnueftirlitinu] fari betur yfir þetta til þess að fá úr þessu skorið. Það er viðkvæmt fyrir ákveðna hópa að við séum gerð afturreka með aukna mannréttindavernd,“ segir Dóra.Dóra ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Borgarstjórn Hinsegin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Borginni gert að kynjamerkja klósett Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni verði kynjamerkt. 20. nóvember 2019 08:24 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar, þykir miður að Vinnueftirlitið hafi komst að þeirri niðurstöðu að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar þurfi að vera kynjamerkt. Borgin hafi vandað til verka við ákvörðun sína og meðal annars fengið heimild frá Vinnueftirlitinu fyrir breytingunni á sínum tíma. Hún segir fyrirmæli eftirlitsins því óskýr og vonar að hægt verði að fá úr þessu skorið, enda sé viðkvæmt að vera gerð afturreka með mannréttindamál sem þetta. Reglugerðin sem Vinnueftirlitið vísaði til í athugasemd sinni er frá árinu 1995 og því komin til ára sinna að sögn Dóru, ekki síst í ljósi nýrra laga um kynrænt sjálfræði. Dóra bendir á að í umræddri reglugerð sé ekki kveðið sérstaklega á um merkingar á salernum, aðeins að salerni fyrir kynin séu aðgreind þegar vinnustaðir ná ákveðinni stærð. Sjá einnig: Borginni gert að kynjamerkja klósett„Þessi salerni sem um ræðir eru öll einstaklingssalerni,“ segir Dóra og bætir við að eftir umleitan mannréttindaráðsins hafi borist svar frá Vinnueftirlitinu þess efnis „að svo lengi sem við uppfyllum lágmarksfjölda salerna, fyrir hvort kyn, sem snýst frekar um fjölda salernanna frekar en merkingarnar, þá sé í lagi að ráðast í þessar breytingar,“ segir Dóra. Því næst hafi starfsmaður Vinnueftirlitins verið fenginn á fund ráðsins til þess að það væri „yfir allan vafa hafinn að það megi ráðast í þessa breytingu.“ Þessi starfsmaður Vinnueftirlitsins hafi verið mjög skýr í sínum svörum að sögn Dóru, sem segir ráðið hafa þráspurt hann til að hafa þessi mál á hreinu: Að Reykjavíkurborg væri heimilt að hafa salernin ókyngreind - í ljósi þess að vinnustaðurinn uppfyllti kröfur um fjölda salerna, sem öll voru einstaklingssalerni sem fyrr segir.Vinnueftirlitið gerði athugasemdir við kynjamerkingar borgarinnar eftir athugun á skrifstofum Reykavíkurborgar í Borgartúni.Vísir/DaníelVont að fá mannréttindavernd í bakið „Við vildum tryggja að þetta væri algjörlega á hreinu því það er mjög viðkvæmt mál að vera gerð afturreka með aukna mannréttindavernd fyrir þá hópa sem um ræðir,“ segir Dóra og vísar þar til kynsegin fólks - fólk sem skilgreinir sig fyrir utan hið hefðbundna kynjatvíhyggjukerfi. Þessi hópur verði fyrir ýmis konar aðkasti og hindrunum í samfélaginu og segir Dóra að það hafi ekki síst verið þess vegna sem mannréttindaráðið hafi vandað sig við afgreiðslu málsins. „Okkur er mjög í mun um að auka aðgengi allra að þjónustu borgarinnar, að húsnæði borgarinnar og að Reykjavíkurborg sem vinnustað.“ Reykjavíkurborg sé mannréttindaborg og setji þessi mál því á oddinn. Dóra segir að staðan sem upp er komin eftir nýjustu tilmæli Vinnueftirlitsins sé því flókin. Borgin hafi nú bæði fengið staðfestingu á því salernin þurfi ekki að vera kynjamerkt - en einnig kröfu um að þau verði kynjamerkt. „Það er því ekki alveg skýrt hvorum fyrirmælunum við eigum að fylgja.“ Í því ljósi hafi borgin sent andmælabréf fyrir nokkrum vikum, þar sem reifuð voru sjónarmið Reykjavíkurborgar og aðdragandi þess að kynjamerkingarnar voru fjarlægðar. „Við viljum gjarnan að þau [hjá Vinnueftirlitinu] fari betur yfir þetta til þess að fá úr þessu skorið. Það er viðkvæmt fyrir ákveðna hópa að við séum gerð afturreka með aukna mannréttindavernd,“ segir Dóra.Dóra ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag.
Borgarstjórn Hinsegin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Borginni gert að kynjamerkja klósett Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni verði kynjamerkt. 20. nóvember 2019 08:24 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Borginni gert að kynjamerkja klósett Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni verði kynjamerkt. 20. nóvember 2019 08:24