Undarlegt að nöfn verði undanskilin íslenskri stafsetningu Erla Björg Gunnarsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 30. nóvember 2019 12:57 Auður Björg Jónsdóttir, nefndarmaður í mannanafnanefnd, tekur ekki vel í nýjar tillögur dómsmálaráðherra. Fréttablaðið/Anton Nefndarmaður í mannanafnanefnd segist ekki skilja tilganginn með því að leggja niður mannanafnanefnd þegar áherslur stjórnvalda eru að viðhalda og rækta íslenska tungu. Það skjóti skökku við að nöfn megi vera undanskilin íslenskri stafsetningu en ekki önnur orð í tungumálinu. Áform dómsmálaráðherra um nýja mannanafnafrumvarpið voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær en þar kemur meðal annars fram að lagt verði til að afnema mannanafnanefnd.Upptaka ættarnafna leyfð Með nýjum lögum yrði upptaka ættarnafna leyfð og ekki krafist þess að nöfn hafi eignarfallsendingu eða að þau hafi unnið sér hefð í íslensku máli. Einnig yrðu reglur um að nafn megi ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi afnumdar. Auður Björg Jónsdóttir, hæstaréttarlögmaður er einn þriggja nefndarmanna í mannanafnanefnd. Hún segist ekki búin að ræða málið við aðra nefndarmenn. „Mín persónulega skoðun er sú að íslensk nöfn eigi að vera í samræmi við íslenskar málvenjur og í samræmi við íslenska stafsetningu, og við erum með reglur um hvernig við stafsetjum allt í íslenskri tungu og af hverju ættu mannanöfn að vera þar undanskilin?“ Auður tekur dæmi um stafi sem eru ekki séríslenskir, hvort Svanhvít mætti þá vera skrifað með tvöföldu V-i og Sesar með C-i í stað þess að nota íslenska stafi.Komi til móts við vilja fólksins Í áformum um frumvarpið kemur fram að með því að hafa reglur um skráningu nafna víðtækari sé verið að koma til móts við þau viðhorf sem ríkjandi eru í samfélaginu um mannanöfn. „Það sé vilji fólksins en er þetta í alvöru vilji fólksins því þar sem ég kem niður þar er fólk yfirleitt hlynnt mannanafnanefnd svo það kannski heyrist mest í þeim fáu sem eru óánægðir.“ Auður segir meirihluta nafna fara í gegnum nefndina og hún sé meira að segja sveigjanlegri en nefnd um hestanöfn.Segir þörf á ríkri íslenskukunnáttu Þjóðskrá Íslands mun, samkvæmt frumvarpinu, taka ákvörðun um heimild til skráningar nýrra nafna í stað mannanafnanefndar. „Í nefndinni eru tveir íslenskufræðingar, virkilega færir, og ég get bara fullyrt að þegar koma upp erfið mál sem snúa að íslenskunni þá er það aðeins á valdi þeirra og manna með þeirra sambærilegu menntun að leysa úr þeim. Almennur starfsmaður hjá Þjóðskrá hefur ekki íslenskukunnáttu þar um,“ segir Auður Björg. Hún bendir á að mikið sé lagt upp úr því hjá stjórnvöldum að standa vörð um íslenska tungu og því skjóti þetta skökku við. „Mér finnst þetta allavega ekki vera skref í rétta átt ef við hugsum það út frá þessu sjónarmiði að standa vörð um íslenska tungu, þá getum við ekki bæði sleppt og haldið,“ segir Auður Björg Jónsdóttir, nefndarmaður í mannanafnanefnd. Alþingi Mannanöfn Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Sjá meira
Nefndarmaður í mannanafnanefnd segist ekki skilja tilganginn með því að leggja niður mannanafnanefnd þegar áherslur stjórnvalda eru að viðhalda og rækta íslenska tungu. Það skjóti skökku við að nöfn megi vera undanskilin íslenskri stafsetningu en ekki önnur orð í tungumálinu. Áform dómsmálaráðherra um nýja mannanafnafrumvarpið voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær en þar kemur meðal annars fram að lagt verði til að afnema mannanafnanefnd.Upptaka ættarnafna leyfð Með nýjum lögum yrði upptaka ættarnafna leyfð og ekki krafist þess að nöfn hafi eignarfallsendingu eða að þau hafi unnið sér hefð í íslensku máli. Einnig yrðu reglur um að nafn megi ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi afnumdar. Auður Björg Jónsdóttir, hæstaréttarlögmaður er einn þriggja nefndarmanna í mannanafnanefnd. Hún segist ekki búin að ræða málið við aðra nefndarmenn. „Mín persónulega skoðun er sú að íslensk nöfn eigi að vera í samræmi við íslenskar málvenjur og í samræmi við íslenska stafsetningu, og við erum með reglur um hvernig við stafsetjum allt í íslenskri tungu og af hverju ættu mannanöfn að vera þar undanskilin?“ Auður tekur dæmi um stafi sem eru ekki séríslenskir, hvort Svanhvít mætti þá vera skrifað með tvöföldu V-i og Sesar með C-i í stað þess að nota íslenska stafi.Komi til móts við vilja fólksins Í áformum um frumvarpið kemur fram að með því að hafa reglur um skráningu nafna víðtækari sé verið að koma til móts við þau viðhorf sem ríkjandi eru í samfélaginu um mannanöfn. „Það sé vilji fólksins en er þetta í alvöru vilji fólksins því þar sem ég kem niður þar er fólk yfirleitt hlynnt mannanafnanefnd svo það kannski heyrist mest í þeim fáu sem eru óánægðir.“ Auður segir meirihluta nafna fara í gegnum nefndina og hún sé meira að segja sveigjanlegri en nefnd um hestanöfn.Segir þörf á ríkri íslenskukunnáttu Þjóðskrá Íslands mun, samkvæmt frumvarpinu, taka ákvörðun um heimild til skráningar nýrra nafna í stað mannanafnanefndar. „Í nefndinni eru tveir íslenskufræðingar, virkilega færir, og ég get bara fullyrt að þegar koma upp erfið mál sem snúa að íslenskunni þá er það aðeins á valdi þeirra og manna með þeirra sambærilegu menntun að leysa úr þeim. Almennur starfsmaður hjá Þjóðskrá hefur ekki íslenskukunnáttu þar um,“ segir Auður Björg. Hún bendir á að mikið sé lagt upp úr því hjá stjórnvöldum að standa vörð um íslenska tungu og því skjóti þetta skökku við. „Mér finnst þetta allavega ekki vera skref í rétta átt ef við hugsum það út frá þessu sjónarmiði að standa vörð um íslenska tungu, þá getum við ekki bæði sleppt og haldið,“ segir Auður Björg Jónsdóttir, nefndarmaður í mannanafnanefnd.
Alþingi Mannanöfn Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Sjá meira