Tveggja þrepa hreinsistöð byggð á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. desember 2019 15:00 Í dag fer öll fráveita meira og minna óhreinsuð frá íbúum og fyrirtækjum á Selfossi beint út í Ölfusá. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Nú hyllir undir að fráveitumál á Selfossi komist í gott lag því ætlunin er að byggja tveggja þrepa hreinsistöð en í dag fer skólpið frá íbúum óhreinsað út í Ölfusá. “Bráðnauðsynleg framkvæmd“ segir bæjarfulltrúi. Fráveitumál á Selfossi hafa verið í miklum ólestri í gegnum árin því öll fráveita frá bæjarfélaginu fer meira og minna óhreinsuð út í Ölfusá, sem er jú vatnsmesta á landsins en ástandið er langt frá því að vera í lagi. Búið er að senda inn frummatsskýrslu um umhverfismat vegna nýju hreinsistöðvarinnar til Skipulagsstofnunar. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg er formaður Eigna og veitunefndar, sem hefur m.a. með fráveitumál að gera. „Varðandi hreinsistöðina þá ætlum við að fara í tveggja þrepa hreinsun og að auki bæta ljósi á hana þannig að við komum til með að geta nánast drukkið vatnið, sem kemur úr þessari hreinsistöð. Þetta er svokallað Ultra Violet ljós, sem kemur til að drepa saurgerla“. Tómas Ellert segir að bygging hreinsistöðvar á bökkum Ölfusár sé mjög nauðsynleg framkvæmd. „Hún er bráðnauðsynleg og það er líka afar aðkallandi að ríkið komi á móts við sveitarfélögin í svona risa framkvæmdum því að mér finnst það skjóta skökku við að ríkið sé að hafa tekjur af fráveitum. Þá finnst mér að þeir ættu í minnsta lagið að fella niður virðisaukaskattinn af fráveituframkvæmdum sveitarfélaga“. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg og formaður Eigna og veitunefndar sveitarfélagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað kostar hreinsistöð fyrir Sveitarfélagið Árborg? „Hreinsistöðin mun kosta þetta á bilinu einn og hálfur til tveir milljarðar króna. Vonandi náum við að klára hönnunina á stöðinni á næsta ári og getum þá hafið framkvæmdir 2021“, segir Tómas Ellert. Árborg Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Nú hyllir undir að fráveitumál á Selfossi komist í gott lag því ætlunin er að byggja tveggja þrepa hreinsistöð en í dag fer skólpið frá íbúum óhreinsað út í Ölfusá. “Bráðnauðsynleg framkvæmd“ segir bæjarfulltrúi. Fráveitumál á Selfossi hafa verið í miklum ólestri í gegnum árin því öll fráveita frá bæjarfélaginu fer meira og minna óhreinsuð út í Ölfusá, sem er jú vatnsmesta á landsins en ástandið er langt frá því að vera í lagi. Búið er að senda inn frummatsskýrslu um umhverfismat vegna nýju hreinsistöðvarinnar til Skipulagsstofnunar. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg er formaður Eigna og veitunefndar, sem hefur m.a. með fráveitumál að gera. „Varðandi hreinsistöðina þá ætlum við að fara í tveggja þrepa hreinsun og að auki bæta ljósi á hana þannig að við komum til með að geta nánast drukkið vatnið, sem kemur úr þessari hreinsistöð. Þetta er svokallað Ultra Violet ljós, sem kemur til að drepa saurgerla“. Tómas Ellert segir að bygging hreinsistöðvar á bökkum Ölfusár sé mjög nauðsynleg framkvæmd. „Hún er bráðnauðsynleg og það er líka afar aðkallandi að ríkið komi á móts við sveitarfélögin í svona risa framkvæmdum því að mér finnst það skjóta skökku við að ríkið sé að hafa tekjur af fráveitum. Þá finnst mér að þeir ættu í minnsta lagið að fella niður virðisaukaskattinn af fráveituframkvæmdum sveitarfélaga“. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg og formaður Eigna og veitunefndar sveitarfélagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað kostar hreinsistöð fyrir Sveitarfélagið Árborg? „Hreinsistöðin mun kosta þetta á bilinu einn og hálfur til tveir milljarðar króna. Vonandi náum við að klára hönnunina á stöðinni á næsta ári og getum þá hafið framkvæmdir 2021“, segir Tómas Ellert.
Árborg Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira