Mongólíutjaldið þolir allt sem íslenska veðrið býður upp á Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2019 07:00 Hjónin Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og Erwin van der Werve eru alsæl með tjaldið góða. Vísir/Tryggvi Páll Í hlíðum Vaðlaheiðar í grennd við Akureyri stendur tjald sem kom alla leið frá Mongólíu. Þar bjóða hjón ferðamönnum upp á gistingu sem þau segja vera eins og að vera kominn aftur í móðurkvið. Hjónin Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og Erwin van der Werve hafa, ásamt börnum sínum tveimur, sjálf búið í Mongólíutjaldi í Eyjafjarðarsveit undanfarin ár. „Það er bara yndislegt. Mér finnst það og mér líður enn mjög vel, sex árum seinna,“ segir Þóra Sólveig í samtali við Vísi þegar fréttamaður leit í heimsókn fyrir helgi. Það blundaði alltaf í þeim að leyfa öðrum að njóta þess að dvelja í svona tjaldi.Eftir nokkra tilraunastarfsemi pöntuðu þau sér tjöld frá Mongólíu og hófu að selja gistingu undir nafni Iceland Yurt í hlíðum Vaðlaheiðar. Og það gengur ágætlega að sögn Þóru Sólveigar, erlendir og innlendir ferðamenn sækja í gistinguna. „Fólk sækir í þetta og finnst þetta í spennandi. Það er bara að vera í náttúrunni, í svona mikilli nærveru við náttúruna. Ná að slaka á. Þetta er eiginlega eins og móðurkviður, móðurlíf að vera þarna inni, umvafinn og öruggur í skjóli en fá að heyra samt í veðrum og vindum.“ „Og fuglunum á sumrin,“ skýtur Erwin inn í.„Heyra þegar hrafnin flýgur yfir, heyra vængjaþytinn. Það er mjög notalegt,“ segir Þóra Sólveig.Tjaldið þolir vel veður og vind.Vísir/Tryggvi PállHin hringlaga tjöld eiga sér árþúsunda sögu í mið-Asíu en fara létt með það að þola íslenskar veðuraðstæður. „Við vorum ekki viss um hvernig þetta myndi pluma sig hérna upp á fjalli en það hefur staðið allt af sér. Formið er svo snjallt,“ segir Þóra Sólveig.Nú erum við á norðurhjara veraldar, það er snjór og frekar kalt úti akkúrat núna. Gengur þetta alveg á veturna?„Já, mjög vel. Það er svolítið hátíðlegt að gista svona og vera með viðarofn, kveikja eld, horfa í eldinn og slaka á og finna ylinn færast um rýmið.“ Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður í Abú Dabí Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira
Í hlíðum Vaðlaheiðar í grennd við Akureyri stendur tjald sem kom alla leið frá Mongólíu. Þar bjóða hjón ferðamönnum upp á gistingu sem þau segja vera eins og að vera kominn aftur í móðurkvið. Hjónin Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og Erwin van der Werve hafa, ásamt börnum sínum tveimur, sjálf búið í Mongólíutjaldi í Eyjafjarðarsveit undanfarin ár. „Það er bara yndislegt. Mér finnst það og mér líður enn mjög vel, sex árum seinna,“ segir Þóra Sólveig í samtali við Vísi þegar fréttamaður leit í heimsókn fyrir helgi. Það blundaði alltaf í þeim að leyfa öðrum að njóta þess að dvelja í svona tjaldi.Eftir nokkra tilraunastarfsemi pöntuðu þau sér tjöld frá Mongólíu og hófu að selja gistingu undir nafni Iceland Yurt í hlíðum Vaðlaheiðar. Og það gengur ágætlega að sögn Þóru Sólveigar, erlendir og innlendir ferðamenn sækja í gistinguna. „Fólk sækir í þetta og finnst þetta í spennandi. Það er bara að vera í náttúrunni, í svona mikilli nærveru við náttúruna. Ná að slaka á. Þetta er eiginlega eins og móðurkviður, móðurlíf að vera þarna inni, umvafinn og öruggur í skjóli en fá að heyra samt í veðrum og vindum.“ „Og fuglunum á sumrin,“ skýtur Erwin inn í.„Heyra þegar hrafnin flýgur yfir, heyra vængjaþytinn. Það er mjög notalegt,“ segir Þóra Sólveig.Tjaldið þolir vel veður og vind.Vísir/Tryggvi PállHin hringlaga tjöld eiga sér árþúsunda sögu í mið-Asíu en fara létt með það að þola íslenskar veðuraðstæður. „Við vorum ekki viss um hvernig þetta myndi pluma sig hérna upp á fjalli en það hefur staðið allt af sér. Formið er svo snjallt,“ segir Þóra Sólveig.Nú erum við á norðurhjara veraldar, það er snjór og frekar kalt úti akkúrat núna. Gengur þetta alveg á veturna?„Já, mjög vel. Það er svolítið hátíðlegt að gista svona og vera með viðarofn, kveikja eld, horfa í eldinn og slaka á og finna ylinn færast um rýmið.“
Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður í Abú Dabí Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira