Björgólfur Thor á von á 30 milljarða arðgreiðslu Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. desember 2019 14:15 Björgólfur Thor Björgólfsson í Davos í upphafi árs 2018. Getty/Bloomberg Fjarskiptafélagið WOM í Síle undirbýr sig nú til að greiða Novator, fjárfestingarfélagi Björgólfs Thors Björgólfssonar, um 250 milljóna bandaríkjadala arð. Það gerir um 30 milljarða króna. Arðgreiðslan verður fjármögnuð með útgáfu skuldabréfs sem unnið er að því að selja en markmiðið er að sækja um 55 milljarða króna með útgáfunni. Fjárfestar fengu kynningu á skuldabréfaútgáfunni í nóvember. Í umfjöllun Viðskiptablaðsins er vísað til lánshæfismats Moody's á útgáfunni þar sem tíundaðar eru margvíslegar staðreyndir um fjarskiptafyrirtækið. WOM hafi sexfaldað markaðshlutdeild sína frá árinu 2015, þegar Novator keypti fyrirtækið, og eru viðskiptavinir þess nú 6,5 milljónir talsins. Alls hefur Novator lagt WOM til um 400 milljónir dala, næstum 50 milljarða króna, frá kaupunum árið 2015. Tekjur WOM á síðasta rekstrarári voru um 80 milljarðar króna og rekstrarhagnaðurinn um 20 milljarðar.Sjá einnig: Tilbúinn að auka fjárfestinguna um 28 milljarðaWOM hyggst sækja alls 650 milljón dala fjármögnun, þar af munu 350 milljónir dala fara í að endurfjármagna fjarskiptafélagið og 250 milljónir til að greiða Novator arð. Fjárfestingar Novators hafa verið fyrirferðamiklar í fjölmiðlum í ár. Þannig hefur verið greint frá kaupum fyrirtækisins í breska tölvuleikjafyrirtækinu Lockwood Publishing, tæknifyrirtækinu Rebag sem rekur verslanir þar sem hægt er að kaupa og selja notaðar lúxushandtöskur, og bandaríska fjártæknifyrirtækinu Stripe.Í eignasafni Novators eru nú á annan tug fyrirtækja; má þar nefna deliveroo, Zwift og Klang. Novator á einnig í fjarskiptafyrirtækjunum Play í Póllandi og Nova á Íslandi. Novator er með um 3 milljarða dala af eignum í stýringu, sem nemur um 360 milljörðum króna. Chile Upplýsingatækni Tengdar fréttir Tilbúinn að auka fjárfestinguna um 28 milljarða Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir er reiðubúinn að fjárfesta í Síle fyrir 220 milljónir Bandaríkjadala til viðbótar, jafnvirði tæplega 28 milljarða króna. 28. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fjarskiptafélagið WOM í Síle undirbýr sig nú til að greiða Novator, fjárfestingarfélagi Björgólfs Thors Björgólfssonar, um 250 milljóna bandaríkjadala arð. Það gerir um 30 milljarða króna. Arðgreiðslan verður fjármögnuð með útgáfu skuldabréfs sem unnið er að því að selja en markmiðið er að sækja um 55 milljarða króna með útgáfunni. Fjárfestar fengu kynningu á skuldabréfaútgáfunni í nóvember. Í umfjöllun Viðskiptablaðsins er vísað til lánshæfismats Moody's á útgáfunni þar sem tíundaðar eru margvíslegar staðreyndir um fjarskiptafyrirtækið. WOM hafi sexfaldað markaðshlutdeild sína frá árinu 2015, þegar Novator keypti fyrirtækið, og eru viðskiptavinir þess nú 6,5 milljónir talsins. Alls hefur Novator lagt WOM til um 400 milljónir dala, næstum 50 milljarða króna, frá kaupunum árið 2015. Tekjur WOM á síðasta rekstrarári voru um 80 milljarðar króna og rekstrarhagnaðurinn um 20 milljarðar.Sjá einnig: Tilbúinn að auka fjárfestinguna um 28 milljarðaWOM hyggst sækja alls 650 milljón dala fjármögnun, þar af munu 350 milljónir dala fara í að endurfjármagna fjarskiptafélagið og 250 milljónir til að greiða Novator arð. Fjárfestingar Novators hafa verið fyrirferðamiklar í fjölmiðlum í ár. Þannig hefur verið greint frá kaupum fyrirtækisins í breska tölvuleikjafyrirtækinu Lockwood Publishing, tæknifyrirtækinu Rebag sem rekur verslanir þar sem hægt er að kaupa og selja notaðar lúxushandtöskur, og bandaríska fjártæknifyrirtækinu Stripe.Í eignasafni Novators eru nú á annan tug fyrirtækja; má þar nefna deliveroo, Zwift og Klang. Novator á einnig í fjarskiptafyrirtækjunum Play í Póllandi og Nova á Íslandi. Novator er með um 3 milljarða dala af eignum í stýringu, sem nemur um 360 milljörðum króna.
Chile Upplýsingatækni Tengdar fréttir Tilbúinn að auka fjárfestinguna um 28 milljarða Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir er reiðubúinn að fjárfesta í Síle fyrir 220 milljónir Bandaríkjadala til viðbótar, jafnvirði tæplega 28 milljarða króna. 28. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Tilbúinn að auka fjárfestinguna um 28 milljarða Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir er reiðubúinn að fjárfesta í Síle fyrir 220 milljónir Bandaríkjadala til viðbótar, jafnvirði tæplega 28 milljarða króna. 28. nóvember 2018 07:30