Geðlæknir starfandi við fangelsin í fyrsta sinn í langan tíma Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. desember 2019 13:44 Fangar hafa framvegis aðgengi að geðlækni þegar á þarf að halda ólíkt því sem verið hefur hingað til. Ráðist á í sérstakt átak til að stórefla geðheilbrigðisþjónustu við fanga. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins mun framvegis sinna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öllum fangelsum landsins. Stofnað hefur verið sérhæft geðheilsuteymi fanga sem sinnir verkefnum sem tengjast föngum. Sérstakt samkomulag þessa efnis var undirritað í fangelsinu á Hólmsheiði í morgun. „Þetta er ársverkefni sem við erum að setja af stað. Sem er undirbúningur að því hvernig við sjáum þetta til lengri framtíðar. Það er fjármagnað. Við erum með fimmtíu og fimm milljónir á þessu ári og síðan sjötíu á næsta ári. Vegna þess að ég vil að það liggi algjörlega fyrir að verkefnið sé fjármagnað til fulls,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún vonast til að þjónustan eigi eftir að festa sig í sessi. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir mikið ánægjuefni að stórefla eigi þessa þjónustu við fanga. „Þetta er auðvitað magnaður dagur. Við erum búin að bíða eftir þessu í marga áratugi. Berjast fyrir því að fá geðheilbrigðisþjónustu fyrir þennan veika skjólstæðingahóp,“ segir Páll. Hann segir fanga koma til með að finna mikla breytingu. „Fangar hafa núna aðgengi að geðlækni þegar það hentar og þegar það er nauðsynlegt. Það hefur ekki verið geðlæknir starfandi við fangelsi landsins í mörg ár. Bara það eitt og sér skiptir miklu máli en að það sé heilt teymi í kringum það og aðgengi fanganna að þessu teymi þegar það þarf, skiptir miklu máli,“ segir Páll. Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Fangar hafa framvegis aðgengi að geðlækni þegar á þarf að halda ólíkt því sem verið hefur hingað til. Ráðist á í sérstakt átak til að stórefla geðheilbrigðisþjónustu við fanga. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins mun framvegis sinna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öllum fangelsum landsins. Stofnað hefur verið sérhæft geðheilsuteymi fanga sem sinnir verkefnum sem tengjast föngum. Sérstakt samkomulag þessa efnis var undirritað í fangelsinu á Hólmsheiði í morgun. „Þetta er ársverkefni sem við erum að setja af stað. Sem er undirbúningur að því hvernig við sjáum þetta til lengri framtíðar. Það er fjármagnað. Við erum með fimmtíu og fimm milljónir á þessu ári og síðan sjötíu á næsta ári. Vegna þess að ég vil að það liggi algjörlega fyrir að verkefnið sé fjármagnað til fulls,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún vonast til að þjónustan eigi eftir að festa sig í sessi. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir mikið ánægjuefni að stórefla eigi þessa þjónustu við fanga. „Þetta er auðvitað magnaður dagur. Við erum búin að bíða eftir þessu í marga áratugi. Berjast fyrir því að fá geðheilbrigðisþjónustu fyrir þennan veika skjólstæðingahóp,“ segir Páll. Hann segir fanga koma til með að finna mikla breytingu. „Fangar hafa núna aðgengi að geðlækni þegar það hentar og þegar það er nauðsynlegt. Það hefur ekki verið geðlæknir starfandi við fangelsi landsins í mörg ár. Bara það eitt og sér skiptir miklu máli en að það sé heilt teymi í kringum það og aðgengi fanganna að þessu teymi þegar það þarf, skiptir miklu máli,“ segir Páll.
Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira