Saklaus uns sekt er sönnuð Páll Steingrímsson skrifar 5. desember 2019 10:30 Fyrirsögnin á þessari grein er ein af meginreglum réttarríkisins. Blessunarlega er hún virt af dómstólum enda er Ísland réttarríki, rétt eins og önnur vestræn lýðræðisríki. Dómstóll götunnar virðir hins vegar ekki meginreglur réttarríkisins enda nærist hann á ásökunum, óháð staðreyndum máls, í því skyni að kveða upp dóma hratt og vel. Þannig fær fólk líka útrás fyrir gremju sína, pirring og óánægju. Umfjöllun Ríkisútvarpsins í þættinum Kveik hinn 12. nóvember síðastliðinn vakti hörð viðbrögð hjá þjóðinni enda var þátturinn matreiddur til að ná því markmiði. Framsetningin var hönnuð til að valda sem mestri hneykslan. Það var líka dapurlegt að sjá sömu persónur stíga á „popúlistavagninn“ eftir sýningu þáttarins og höfðu haft sig mest frammi í svokölluðu Seðlabankamáli á sínum tíma. Aðferðafræði Ríkisútvarpsins var líka sú sama og þá. Sett var fram önnur hlið málsins líkt og um staðreyndir væri að ræða en engu skeytt um sjónarmið Samherja og starfsfólks fyrirtækisins. Þá reyndu fréttamenn Ríkisútvarpsins að leiða forstjóra Samherja í gildru með því að fá hann í viðtal undir þeim formerkjum að ræða þróunarmál. Sem betur fer lét hann ekki blekkjast. Eftirmál þáttarins eru einnig býsna athyglisverð. Eftir sýningu þáttarins drógu fjölmiðlar fram nákvæmlega sömu álitsgjafana til að lýsa skoðun sinni og í Seðlabankamálinu. Þetta fólk á harma að efna eftir niðurlæginguna sem það upplifði í Seðlabankamálinu. Það mál gufaði upp eftir að Hæstiréttur Íslands felldi úr gildi stjórnvaldssekt sem Seðlabankinn lagði á Samherja. Árin á undan hafði Seðlabankinn margsinnis verið gerður afturreka. Meðal annars af embætti sérstaks saksóknara sem felldi tvívegis niður rannsókn á málinu. Í síðar skiptið hinn 4. september 2015 með þeim rökum að Samherji hefði „gætt þess af kostgæfni að senda heim erlendan gjaldeyri sem var endurgjald félagsins vegna sölu á vöru og þjónustu og uppfylla þannig skilaskyldureglur hvað þann erlenda gjaldeyri varðaði,“ eins og segir orðrétt í bréfi sérstaks saksóknara til Seðlabankans sem fjölmiðlar hafa fjallað um. Á endanum stóð ekki steinn yfir steini í þeim ásökunum sem Kastljós teiknaði upp fyrir landsmenn hinn 27. mars 2012. Hinir miklu „rannsóknarblaðamenn“ Ríkisútvarpsins Fréttamenn Ríkisútvarpsins hafa verið iðnir við það síðustu ár að upplýsa landsmenn um lögbrot sem engum var kunnugt um fyrir. Þau minnisstæðustu eru vopnaflug Atlanta til Sádi-Arabíu, mansal á kínverskum veitingastað og svo gjaldeyrisbrot Samherja. Þetta hafa fréttamenn Ríkisútvarpsins gert á sama tíma og yfirmenn þeirra hafa verið uppteknir við að semja við glæpamenn utan réttarsala um bætur. Það er hins vegar alveg ljóst að Ríkisútvarpið stundar nornaveiðar enda var Helgi Seljan búinn að lýsa því yfir að hann ætlaði að „taka Þorstein Má niður“. Honum mistókst það í Seðlabankamálinu svo hann reynir það nú í annað sinn. Svo virðist sem Kveiksþátturinn sé tilraun Helga Seljan til að fá uppreist æru eftir niðurlæginguna sem hann upplifði þegar í ljós kom að þær ásakanir sem hann teiknaði upp í Kastljósi í svokölluðu Seðlabankamáli reyndust allar tilhæfulausar. Það er mikilvægt að kveða ekki upp dóma yfir stjórnendum Samherja vegna starfseminnar í Namibíu fyrr en báðar hliðar málsins hafa komið fram. Í því sambandi er ágætt að hafa hugfast að í íslensku samfélagi virðist gefið út skotleyfi á þá sem notið hafa velgengni í lífinu. Eins og æruvernd þeirra sé lakari en annarra. Þannig virðast ótrúlega margir gefa sér að ásakanir Ríkisútvarpsins og Stundarinnar á hendur stjórnendum Samherja séu sannar án þess að hafa fengið að heyra þeirra hlið á málinu. Umfjöllun Ríkisútvarpsins var öll því marki brennd að skotið var fyrst og það harkalega. Þess var ekki gætt að fjalla um báðar hliðar málsins enda hafnaði Ríkisútvarpið þrívegis boði Samherja um afhendingu gagna á sérstökum upplýsingafundum. Eins og Samherji hefur bent á í yfirlýsingu er það líklega án fordæma í vestrænum fjölmiðlaheimi að fjölmiðill hafni upplýsingum, frá þeim sem er til umfjöllunar, í aðdraganda þáttar þar sem setja á fram meiðandi staðhæfingar um viðkomandi. Þetta sýnir svart á hvítu að fréttamönnum Ríkisútvarpsins er ekki treystandi til að fjalla á hlutlausan hátt um málefni Samherja enda löngu orðið ljóst að þeir hafa eingöngu áhuga á því að valda fyrirtækinu sem mestum skaða. Stundin þarf að upplýsa um hluthafa sína Ég þekki æðstu stjórnendur Samherja ekki af neinu nema góðu og það var ekkert í umfjöllun Kveiks sem fékk mig til að efast um heilindi þeirra. Þvert á móti styrktist tiltrú mín á þeim ef eitthvað er því Seðlabankamálið er mér enn í fersku minni. Ég hef starfað erlendis í næstum 15 ár og sumt af því sem kom fram í þessum þætti eru eðlilegir hlutir þegar kemur að greiðslum milli landa. Fréttamenn Ríkisútvarpsins hefðu getað kynnt sér hvað felst í tvísköttunarsamningum og hvaða þýðingu tvíflöggun fiskiskipa hefur. Þá var býsna einkennilegt að sjá suma mæta strax eftir sýningu þáttarins til að verja uppljóstrarann. Það virðist vera algjört tabú að ræða persónu hans og bakgrunn og hefur ekki nema brot af því komið fram opinberlega og bíður líklega betri tíma. Þá virðist heldur ekki mega ræða samstarf Ríkisútvarpsins og Stundarinnar og þá staðreynd að einn umsjónarmanna Kveiks er bróðir annars ritstjóra Stundarinnar. Það er erfitt fyrir þessa fjölmiðla að leggja hlutlægt mat á efnistök hvors annars eða vera í faglegu samstarfi þegar þau sem ritstýra efninu eru systkini. Hvað Stundina áhrærir er margt ósagt um eignarhald þess miðils. Ritstjórar Stundarinnar neita að svara spurningum um hluthafahópinn en á meðal hluthafanna eru aðilar sem tengjast Namibíu. Ef ritstjórar Stundarinnar eru heiðarlegir þá hljóta þeir að upplýsa um þessi tengsl. Höfundur er skipstjóri og starfar hjá Samherja hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Samherjaskjölin Sjávarútvegur Páll Steingrímsson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Árni Sæberg Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrirsögnin á þessari grein er ein af meginreglum réttarríkisins. Blessunarlega er hún virt af dómstólum enda er Ísland réttarríki, rétt eins og önnur vestræn lýðræðisríki. Dómstóll götunnar virðir hins vegar ekki meginreglur réttarríkisins enda nærist hann á ásökunum, óháð staðreyndum máls, í því skyni að kveða upp dóma hratt og vel. Þannig fær fólk líka útrás fyrir gremju sína, pirring og óánægju. Umfjöllun Ríkisútvarpsins í þættinum Kveik hinn 12. nóvember síðastliðinn vakti hörð viðbrögð hjá þjóðinni enda var þátturinn matreiddur til að ná því markmiði. Framsetningin var hönnuð til að valda sem mestri hneykslan. Það var líka dapurlegt að sjá sömu persónur stíga á „popúlistavagninn“ eftir sýningu þáttarins og höfðu haft sig mest frammi í svokölluðu Seðlabankamáli á sínum tíma. Aðferðafræði Ríkisútvarpsins var líka sú sama og þá. Sett var fram önnur hlið málsins líkt og um staðreyndir væri að ræða en engu skeytt um sjónarmið Samherja og starfsfólks fyrirtækisins. Þá reyndu fréttamenn Ríkisútvarpsins að leiða forstjóra Samherja í gildru með því að fá hann í viðtal undir þeim formerkjum að ræða þróunarmál. Sem betur fer lét hann ekki blekkjast. Eftirmál þáttarins eru einnig býsna athyglisverð. Eftir sýningu þáttarins drógu fjölmiðlar fram nákvæmlega sömu álitsgjafana til að lýsa skoðun sinni og í Seðlabankamálinu. Þetta fólk á harma að efna eftir niðurlæginguna sem það upplifði í Seðlabankamálinu. Það mál gufaði upp eftir að Hæstiréttur Íslands felldi úr gildi stjórnvaldssekt sem Seðlabankinn lagði á Samherja. Árin á undan hafði Seðlabankinn margsinnis verið gerður afturreka. Meðal annars af embætti sérstaks saksóknara sem felldi tvívegis niður rannsókn á málinu. Í síðar skiptið hinn 4. september 2015 með þeim rökum að Samherji hefði „gætt þess af kostgæfni að senda heim erlendan gjaldeyri sem var endurgjald félagsins vegna sölu á vöru og þjónustu og uppfylla þannig skilaskyldureglur hvað þann erlenda gjaldeyri varðaði,“ eins og segir orðrétt í bréfi sérstaks saksóknara til Seðlabankans sem fjölmiðlar hafa fjallað um. Á endanum stóð ekki steinn yfir steini í þeim ásökunum sem Kastljós teiknaði upp fyrir landsmenn hinn 27. mars 2012. Hinir miklu „rannsóknarblaðamenn“ Ríkisútvarpsins Fréttamenn Ríkisútvarpsins hafa verið iðnir við það síðustu ár að upplýsa landsmenn um lögbrot sem engum var kunnugt um fyrir. Þau minnisstæðustu eru vopnaflug Atlanta til Sádi-Arabíu, mansal á kínverskum veitingastað og svo gjaldeyrisbrot Samherja. Þetta hafa fréttamenn Ríkisútvarpsins gert á sama tíma og yfirmenn þeirra hafa verið uppteknir við að semja við glæpamenn utan réttarsala um bætur. Það er hins vegar alveg ljóst að Ríkisútvarpið stundar nornaveiðar enda var Helgi Seljan búinn að lýsa því yfir að hann ætlaði að „taka Þorstein Má niður“. Honum mistókst það í Seðlabankamálinu svo hann reynir það nú í annað sinn. Svo virðist sem Kveiksþátturinn sé tilraun Helga Seljan til að fá uppreist æru eftir niðurlæginguna sem hann upplifði þegar í ljós kom að þær ásakanir sem hann teiknaði upp í Kastljósi í svokölluðu Seðlabankamáli reyndust allar tilhæfulausar. Það er mikilvægt að kveða ekki upp dóma yfir stjórnendum Samherja vegna starfseminnar í Namibíu fyrr en báðar hliðar málsins hafa komið fram. Í því sambandi er ágætt að hafa hugfast að í íslensku samfélagi virðist gefið út skotleyfi á þá sem notið hafa velgengni í lífinu. Eins og æruvernd þeirra sé lakari en annarra. Þannig virðast ótrúlega margir gefa sér að ásakanir Ríkisútvarpsins og Stundarinnar á hendur stjórnendum Samherja séu sannar án þess að hafa fengið að heyra þeirra hlið á málinu. Umfjöllun Ríkisútvarpsins var öll því marki brennd að skotið var fyrst og það harkalega. Þess var ekki gætt að fjalla um báðar hliðar málsins enda hafnaði Ríkisútvarpið þrívegis boði Samherja um afhendingu gagna á sérstökum upplýsingafundum. Eins og Samherji hefur bent á í yfirlýsingu er það líklega án fordæma í vestrænum fjölmiðlaheimi að fjölmiðill hafni upplýsingum, frá þeim sem er til umfjöllunar, í aðdraganda þáttar þar sem setja á fram meiðandi staðhæfingar um viðkomandi. Þetta sýnir svart á hvítu að fréttamönnum Ríkisútvarpsins er ekki treystandi til að fjalla á hlutlausan hátt um málefni Samherja enda löngu orðið ljóst að þeir hafa eingöngu áhuga á því að valda fyrirtækinu sem mestum skaða. Stundin þarf að upplýsa um hluthafa sína Ég þekki æðstu stjórnendur Samherja ekki af neinu nema góðu og það var ekkert í umfjöllun Kveiks sem fékk mig til að efast um heilindi þeirra. Þvert á móti styrktist tiltrú mín á þeim ef eitthvað er því Seðlabankamálið er mér enn í fersku minni. Ég hef starfað erlendis í næstum 15 ár og sumt af því sem kom fram í þessum þætti eru eðlilegir hlutir þegar kemur að greiðslum milli landa. Fréttamenn Ríkisútvarpsins hefðu getað kynnt sér hvað felst í tvísköttunarsamningum og hvaða þýðingu tvíflöggun fiskiskipa hefur. Þá var býsna einkennilegt að sjá suma mæta strax eftir sýningu þáttarins til að verja uppljóstrarann. Það virðist vera algjört tabú að ræða persónu hans og bakgrunn og hefur ekki nema brot af því komið fram opinberlega og bíður líklega betri tíma. Þá virðist heldur ekki mega ræða samstarf Ríkisútvarpsins og Stundarinnar og þá staðreynd að einn umsjónarmanna Kveiks er bróðir annars ritstjóra Stundarinnar. Það er erfitt fyrir þessa fjölmiðla að leggja hlutlægt mat á efnistök hvors annars eða vera í faglegu samstarfi þegar þau sem ritstýra efninu eru systkini. Hvað Stundina áhrærir er margt ósagt um eignarhald þess miðils. Ritstjórar Stundarinnar neita að svara spurningum um hluthafahópinn en á meðal hluthafanna eru aðilar sem tengjast Namibíu. Ef ritstjórar Stundarinnar eru heiðarlegir þá hljóta þeir að upplýsa um þessi tengsl. Höfundur er skipstjóri og starfar hjá Samherja hf.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun