Þingmenn segja starfslokasamning við ríkislögreglustjóra furðulegan Heimir Már Pétursson skrifar 4. desember 2019 18:35 Þingmennirnir Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu og Helgi Hrafn Gunnarsson Pírötum undruðust bæði starfslokasamninginn við Harald Jóhannesson ríkislögreglustjóra og þau störf sem hann ætti að taka að sér fyrir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Ekki síst í ljósi þess að átta af níu lögreglustjórum og Landssamband lögreglumanna hafi lýst vantrausti á ríkislögreglustjórann. Þá hefði umboðsmaður Alþingis sent fyrirspurn til ráðuneytisins um hvers vegna hann hefði ekki verið áminntur í starfi vegna bréfs sem hann skrifaði á bréfsefni embættisins til blaðamanns til að kvarta undan umfjöllun. Helga Vala sagði löngu hafa verið tímabært að Haraldur viki og að því leyti væri starfslokasamningurinn góður. „En nú hefur hæstvirtur dómsmálaráðherra gert fordæmalaust samkomulag við umræddan embættismann. Samkomulag sem hefur vakið furðu, undrun og jafnvel regin hneykslan um samfélagið,“ sagði Helga Vala. Hún spurði ráðherra hvort eðlilegt væri að Haraldur leiddi stefnumótunarvinnu um löggæslumál í ráðuneytinu og hvort meðalhófs og jafnræðis hafi verið gætt við ákvörðun um greiðslur til hans. Dómsmálaráðherra sagði að Haraldur myndi ekki leiða stefnumótunarvinnu, heldur vinna sérstök verkefni þar sem reynsla hans nýttist henni, meðal annars á sviði alþjóða lögreglumála. „Heldur leiði ég þá vinnu sem fer fram í ráðuneytinu um lögreglumál nú sem áður,“ sagði Áslaug Arna. „Og ég tel já að meðalhófs og jafnræðis hafi verið gætt. Það er auðvitað umdeilanlegt að gera starfslokasamning. Það er auðvitað ekki bæði hægt að hafa ströng lög um opinbera starfsmenn og enga heimild um starfslokasamninga. Helgi Hrafn tók undir gagnrýni Helgu Völu. Hann sagði eðlilegt að greiða ríkislögreglustjóra laun út skipunartíma hans ef honum hefði verið sagt upp störfum. „Ef ríkislögreglustjóri sjálfur sagði upp finnst mér skrýtið að hann fái tveggja ára laun. Ofan á það sérverkefni í lögreglumálum í mánuði í viðbót sem mér finnst ekki hafa verið skilgreind mjög vel,“ sagði Helgi Hrafn. Áslaug Arna áréttaði að það hefði skort á samvinnu og samstarf innan lögreglunnar og þar gæti lögregluráð sem stofnað verði um áramót. „Ríkislögreglustjóri sagði ekki upp, sagði ekki stöðu sinni lausri. Heldur kom hann að máli við mig um möguleg starfslok og mögulegan starfslokasamning,“ sagði dómsmálaráðherra. Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Óþolandi að pólitísk forréttindastétt lúti öðrum lögmálum Óboðlegt er að aðrar leikreglur gildi um embættismenn hjá ríkinu en annað vinnandi fólk að sögn formanns VR. Hann fordæmir háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. 4. desember 2019 11:43 Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15 Haraldur fær minnst 31,5 milljón til ársins 2022 Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri, verður á óskertum launum og starfskjörum sem hann hefur haft til 30. júní 2021. Í kjölfar þess verður hann á biðlaunum til loka sama árs. 3. desember 2019 18:23 Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49 Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira
Þingmennirnir Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu og Helgi Hrafn Gunnarsson Pírötum undruðust bæði starfslokasamninginn við Harald Jóhannesson ríkislögreglustjóra og þau störf sem hann ætti að taka að sér fyrir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Ekki síst í ljósi þess að átta af níu lögreglustjórum og Landssamband lögreglumanna hafi lýst vantrausti á ríkislögreglustjórann. Þá hefði umboðsmaður Alþingis sent fyrirspurn til ráðuneytisins um hvers vegna hann hefði ekki verið áminntur í starfi vegna bréfs sem hann skrifaði á bréfsefni embættisins til blaðamanns til að kvarta undan umfjöllun. Helga Vala sagði löngu hafa verið tímabært að Haraldur viki og að því leyti væri starfslokasamningurinn góður. „En nú hefur hæstvirtur dómsmálaráðherra gert fordæmalaust samkomulag við umræddan embættismann. Samkomulag sem hefur vakið furðu, undrun og jafnvel regin hneykslan um samfélagið,“ sagði Helga Vala. Hún spurði ráðherra hvort eðlilegt væri að Haraldur leiddi stefnumótunarvinnu um löggæslumál í ráðuneytinu og hvort meðalhófs og jafnræðis hafi verið gætt við ákvörðun um greiðslur til hans. Dómsmálaráðherra sagði að Haraldur myndi ekki leiða stefnumótunarvinnu, heldur vinna sérstök verkefni þar sem reynsla hans nýttist henni, meðal annars á sviði alþjóða lögreglumála. „Heldur leiði ég þá vinnu sem fer fram í ráðuneytinu um lögreglumál nú sem áður,“ sagði Áslaug Arna. „Og ég tel já að meðalhófs og jafnræðis hafi verið gætt. Það er auðvitað umdeilanlegt að gera starfslokasamning. Það er auðvitað ekki bæði hægt að hafa ströng lög um opinbera starfsmenn og enga heimild um starfslokasamninga. Helgi Hrafn tók undir gagnrýni Helgu Völu. Hann sagði eðlilegt að greiða ríkislögreglustjóra laun út skipunartíma hans ef honum hefði verið sagt upp störfum. „Ef ríkislögreglustjóri sjálfur sagði upp finnst mér skrýtið að hann fái tveggja ára laun. Ofan á það sérverkefni í lögreglumálum í mánuði í viðbót sem mér finnst ekki hafa verið skilgreind mjög vel,“ sagði Helgi Hrafn. Áslaug Arna áréttaði að það hefði skort á samvinnu og samstarf innan lögreglunnar og þar gæti lögregluráð sem stofnað verði um áramót. „Ríkislögreglustjóri sagði ekki upp, sagði ekki stöðu sinni lausri. Heldur kom hann að máli við mig um möguleg starfslok og mögulegan starfslokasamning,“ sagði dómsmálaráðherra.
Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Óþolandi að pólitísk forréttindastétt lúti öðrum lögmálum Óboðlegt er að aðrar leikreglur gildi um embættismenn hjá ríkinu en annað vinnandi fólk að sögn formanns VR. Hann fordæmir háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. 4. desember 2019 11:43 Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15 Haraldur fær minnst 31,5 milljón til ársins 2022 Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri, verður á óskertum launum og starfskjörum sem hann hefur haft til 30. júní 2021. Í kjölfar þess verður hann á biðlaunum til loka sama árs. 3. desember 2019 18:23 Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49 Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira
Óþolandi að pólitísk forréttindastétt lúti öðrum lögmálum Óboðlegt er að aðrar leikreglur gildi um embættismenn hjá ríkinu en annað vinnandi fólk að sögn formanns VR. Hann fordæmir háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. 4. desember 2019 11:43
Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15
Haraldur fær minnst 31,5 milljón til ársins 2022 Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri, verður á óskertum launum og starfskjörum sem hann hefur haft til 30. júní 2021. Í kjölfar þess verður hann á biðlaunum til loka sama árs. 3. desember 2019 18:23
Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49
Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59