Nemendur hlaupa mílu á hverjum degi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. desember 2019 08:00 Alþjóðaheilbrigðisstofnun birti nýlega niðurstöður rannsóknar sem unnin var úr gögnum um 1,6 milljón barna víða um heim. Niðurstaðan er skýr: Mikill meirihluti barna á aldrinum 11-17 ára hreyfir sig ekki nóg og stefnir þannig heilsu sinni hættu. Mælt er með klukkustundar hreyfingu daglega fyrir börn á þessum aldri en samkvæmt rannsókninni ná 85% stúlkna og 78% drengja ekki því markmiði. Dagleg hreyfing er sérstaklega mikilvæg á mótunarárum, fyrir utan líkamlegan styrk og þol þá hefur hreyfing jákvæð áhrif á þroska barna, félagsfærni og þeim líður hreinlega betur andlega. Ferskir og hressir krakkar Það vita krakkarnir í Skarðshlíðarskóla sem hlaupa eina mílu á hverjum einasta skóladegi og hafa gert í heilt ár. „Við ákváðum að taka upp míluna sem er að skoskri fyrirmynd sem heitir Daily mile. Krakkarnir fara út að ganga, hlaupa eða skokka á hverjum degi, eina mílu sem er 1,6 kílómetri,“ segir Ingibjörg Magnúsdóttir, skólastjóri Skarðshlíðarskóla. Ingibjörg Magnúsdóttir er skólastjóri Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði, sem fór í nýtt húsnæði fyrir rúmu ári síðan. Skólinn opnaði í nýju húsnæði í Hafnarfirði fyrir rúmu ári og síðan þá hefur verið hlaupið. Fjórum sinnum í viku fara nemendur með umsjónarkennara míluna en einu sinni í viku fer allur skólinn saman. Gerð var ánægjukönnun síðasta vor og hún kom aldeilis vel út. „Við teljum að þetta skili miklum árangri, krakkarnir koma ferskir og hressir tilbaka. Kennararnir eru duglegir að fara míluna áður en nemendurnir fara í próf og þá eru allir mjög hressir þegar þeir setjast niður. Krakkarnir fá tækifæri til að eyða auka orku og það er gott fyrir alla að fá auka hreyfingu, sem veitir ekki af í dag að allir fái aukahreyfingu,“ segir Ingibjörg. Krakkarnir í Skarðshlíðarskóla voru eldhressir þegar fréttamaður spjallaði við þá að loknu hlaupi dagsins „Þetta er dásamlegt,“ segir Guðrún Elva Sverrisdóttir, kennari sem var að klára míluna í snjókomu og hálku en kennararnir hlaupa að sjálfsögðu með. „Það er æðislegt að fara út og hreyfa sig, fá smá loft í lungun.“ Guðrún Elva segist sjá mikinn mun á börnunum. „Og ég sé að hreyfifærnin hefur batnað hjá mörgum. Sumir gátu varla gengið fyrst en eru nú farnir að hlaupa.“ Við ræddum líka við nokkra krakka sem sögðu míluna vera skemmtilega, þau verði aldrei þreytt á því. Nema stundum kannski, en þau fari samt. „Það er gott að hreyfa sig, maður hleypur hraðar og það er bara hollt fyrir mann,“ segja þessir hressu krakkar í viðtalinu sem má sjá hér að ofan. Krakkarnir hlaupa ákveðna leið að steini nokkrum sem er 800 metra löng, og svo tilbaka. Samtals 1,6 kílómetri eða ein míla Börn og uppeldi Hafnarfjörður Heilsa Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Spöruðu tugi milljóna í veikindakostnað með því að hugleiða Eftir að starfsfólki Borgarholtsskóla gafst kostur á að læra innhverfa íhugun og stunda hana markvisst hefur kostnaður vegna langtímaveikinda lækkað um tugi milljóna. Hugleiðsla og slökun eru nú orðin hluti af menningu skólans. 24. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnun birti nýlega niðurstöður rannsóknar sem unnin var úr gögnum um 1,6 milljón barna víða um heim. Niðurstaðan er skýr: Mikill meirihluti barna á aldrinum 11-17 ára hreyfir sig ekki nóg og stefnir þannig heilsu sinni hættu. Mælt er með klukkustundar hreyfingu daglega fyrir börn á þessum aldri en samkvæmt rannsókninni ná 85% stúlkna og 78% drengja ekki því markmiði. Dagleg hreyfing er sérstaklega mikilvæg á mótunarárum, fyrir utan líkamlegan styrk og þol þá hefur hreyfing jákvæð áhrif á þroska barna, félagsfærni og þeim líður hreinlega betur andlega. Ferskir og hressir krakkar Það vita krakkarnir í Skarðshlíðarskóla sem hlaupa eina mílu á hverjum einasta skóladegi og hafa gert í heilt ár. „Við ákváðum að taka upp míluna sem er að skoskri fyrirmynd sem heitir Daily mile. Krakkarnir fara út að ganga, hlaupa eða skokka á hverjum degi, eina mílu sem er 1,6 kílómetri,“ segir Ingibjörg Magnúsdóttir, skólastjóri Skarðshlíðarskóla. Ingibjörg Magnúsdóttir er skólastjóri Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði, sem fór í nýtt húsnæði fyrir rúmu ári síðan. Skólinn opnaði í nýju húsnæði í Hafnarfirði fyrir rúmu ári og síðan þá hefur verið hlaupið. Fjórum sinnum í viku fara nemendur með umsjónarkennara míluna en einu sinni í viku fer allur skólinn saman. Gerð var ánægjukönnun síðasta vor og hún kom aldeilis vel út. „Við teljum að þetta skili miklum árangri, krakkarnir koma ferskir og hressir tilbaka. Kennararnir eru duglegir að fara míluna áður en nemendurnir fara í próf og þá eru allir mjög hressir þegar þeir setjast niður. Krakkarnir fá tækifæri til að eyða auka orku og það er gott fyrir alla að fá auka hreyfingu, sem veitir ekki af í dag að allir fái aukahreyfingu,“ segir Ingibjörg. Krakkarnir í Skarðshlíðarskóla voru eldhressir þegar fréttamaður spjallaði við þá að loknu hlaupi dagsins „Þetta er dásamlegt,“ segir Guðrún Elva Sverrisdóttir, kennari sem var að klára míluna í snjókomu og hálku en kennararnir hlaupa að sjálfsögðu með. „Það er æðislegt að fara út og hreyfa sig, fá smá loft í lungun.“ Guðrún Elva segist sjá mikinn mun á börnunum. „Og ég sé að hreyfifærnin hefur batnað hjá mörgum. Sumir gátu varla gengið fyrst en eru nú farnir að hlaupa.“ Við ræddum líka við nokkra krakka sem sögðu míluna vera skemmtilega, þau verði aldrei þreytt á því. Nema stundum kannski, en þau fari samt. „Það er gott að hreyfa sig, maður hleypur hraðar og það er bara hollt fyrir mann,“ segja þessir hressu krakkar í viðtalinu sem má sjá hér að ofan. Krakkarnir hlaupa ákveðna leið að steini nokkrum sem er 800 metra löng, og svo tilbaka. Samtals 1,6 kílómetri eða ein míla
Börn og uppeldi Hafnarfjörður Heilsa Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Spöruðu tugi milljóna í veikindakostnað með því að hugleiða Eftir að starfsfólki Borgarholtsskóla gafst kostur á að læra innhverfa íhugun og stunda hana markvisst hefur kostnaður vegna langtímaveikinda lækkað um tugi milljóna. Hugleiðsla og slökun eru nú orðin hluti af menningu skólans. 24. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira
Spöruðu tugi milljóna í veikindakostnað með því að hugleiða Eftir að starfsfólki Borgarholtsskóla gafst kostur á að læra innhverfa íhugun og stunda hana markvisst hefur kostnaður vegna langtímaveikinda lækkað um tugi milljóna. Hugleiðsla og slökun eru nú orðin hluti af menningu skólans. 24. nóvember 2019 20:00