Nemendur hlaupa mílu á hverjum degi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. desember 2019 08:00 Alþjóðaheilbrigðisstofnun birti nýlega niðurstöður rannsóknar sem unnin var úr gögnum um 1,6 milljón barna víða um heim. Niðurstaðan er skýr: Mikill meirihluti barna á aldrinum 11-17 ára hreyfir sig ekki nóg og stefnir þannig heilsu sinni hættu. Mælt er með klukkustundar hreyfingu daglega fyrir börn á þessum aldri en samkvæmt rannsókninni ná 85% stúlkna og 78% drengja ekki því markmiði. Dagleg hreyfing er sérstaklega mikilvæg á mótunarárum, fyrir utan líkamlegan styrk og þol þá hefur hreyfing jákvæð áhrif á þroska barna, félagsfærni og þeim líður hreinlega betur andlega. Ferskir og hressir krakkar Það vita krakkarnir í Skarðshlíðarskóla sem hlaupa eina mílu á hverjum einasta skóladegi og hafa gert í heilt ár. „Við ákváðum að taka upp míluna sem er að skoskri fyrirmynd sem heitir Daily mile. Krakkarnir fara út að ganga, hlaupa eða skokka á hverjum degi, eina mílu sem er 1,6 kílómetri,“ segir Ingibjörg Magnúsdóttir, skólastjóri Skarðshlíðarskóla. Ingibjörg Magnúsdóttir er skólastjóri Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði, sem fór í nýtt húsnæði fyrir rúmu ári síðan. Skólinn opnaði í nýju húsnæði í Hafnarfirði fyrir rúmu ári og síðan þá hefur verið hlaupið. Fjórum sinnum í viku fara nemendur með umsjónarkennara míluna en einu sinni í viku fer allur skólinn saman. Gerð var ánægjukönnun síðasta vor og hún kom aldeilis vel út. „Við teljum að þetta skili miklum árangri, krakkarnir koma ferskir og hressir tilbaka. Kennararnir eru duglegir að fara míluna áður en nemendurnir fara í próf og þá eru allir mjög hressir þegar þeir setjast niður. Krakkarnir fá tækifæri til að eyða auka orku og það er gott fyrir alla að fá auka hreyfingu, sem veitir ekki af í dag að allir fái aukahreyfingu,“ segir Ingibjörg. Krakkarnir í Skarðshlíðarskóla voru eldhressir þegar fréttamaður spjallaði við þá að loknu hlaupi dagsins „Þetta er dásamlegt,“ segir Guðrún Elva Sverrisdóttir, kennari sem var að klára míluna í snjókomu og hálku en kennararnir hlaupa að sjálfsögðu með. „Það er æðislegt að fara út og hreyfa sig, fá smá loft í lungun.“ Guðrún Elva segist sjá mikinn mun á börnunum. „Og ég sé að hreyfifærnin hefur batnað hjá mörgum. Sumir gátu varla gengið fyrst en eru nú farnir að hlaupa.“ Við ræddum líka við nokkra krakka sem sögðu míluna vera skemmtilega, þau verði aldrei þreytt á því. Nema stundum kannski, en þau fari samt. „Það er gott að hreyfa sig, maður hleypur hraðar og það er bara hollt fyrir mann,“ segja þessir hressu krakkar í viðtalinu sem má sjá hér að ofan. Krakkarnir hlaupa ákveðna leið að steini nokkrum sem er 800 metra löng, og svo tilbaka. Samtals 1,6 kílómetri eða ein míla Börn og uppeldi Hafnarfjörður Heilsa Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Spöruðu tugi milljóna í veikindakostnað með því að hugleiða Eftir að starfsfólki Borgarholtsskóla gafst kostur á að læra innhverfa íhugun og stunda hana markvisst hefur kostnaður vegna langtímaveikinda lækkað um tugi milljóna. Hugleiðsla og slökun eru nú orðin hluti af menningu skólans. 24. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnun birti nýlega niðurstöður rannsóknar sem unnin var úr gögnum um 1,6 milljón barna víða um heim. Niðurstaðan er skýr: Mikill meirihluti barna á aldrinum 11-17 ára hreyfir sig ekki nóg og stefnir þannig heilsu sinni hættu. Mælt er með klukkustundar hreyfingu daglega fyrir börn á þessum aldri en samkvæmt rannsókninni ná 85% stúlkna og 78% drengja ekki því markmiði. Dagleg hreyfing er sérstaklega mikilvæg á mótunarárum, fyrir utan líkamlegan styrk og þol þá hefur hreyfing jákvæð áhrif á þroska barna, félagsfærni og þeim líður hreinlega betur andlega. Ferskir og hressir krakkar Það vita krakkarnir í Skarðshlíðarskóla sem hlaupa eina mílu á hverjum einasta skóladegi og hafa gert í heilt ár. „Við ákváðum að taka upp míluna sem er að skoskri fyrirmynd sem heitir Daily mile. Krakkarnir fara út að ganga, hlaupa eða skokka á hverjum degi, eina mílu sem er 1,6 kílómetri,“ segir Ingibjörg Magnúsdóttir, skólastjóri Skarðshlíðarskóla. Ingibjörg Magnúsdóttir er skólastjóri Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði, sem fór í nýtt húsnæði fyrir rúmu ári síðan. Skólinn opnaði í nýju húsnæði í Hafnarfirði fyrir rúmu ári og síðan þá hefur verið hlaupið. Fjórum sinnum í viku fara nemendur með umsjónarkennara míluna en einu sinni í viku fer allur skólinn saman. Gerð var ánægjukönnun síðasta vor og hún kom aldeilis vel út. „Við teljum að þetta skili miklum árangri, krakkarnir koma ferskir og hressir tilbaka. Kennararnir eru duglegir að fara míluna áður en nemendurnir fara í próf og þá eru allir mjög hressir þegar þeir setjast niður. Krakkarnir fá tækifæri til að eyða auka orku og það er gott fyrir alla að fá auka hreyfingu, sem veitir ekki af í dag að allir fái aukahreyfingu,“ segir Ingibjörg. Krakkarnir í Skarðshlíðarskóla voru eldhressir þegar fréttamaður spjallaði við þá að loknu hlaupi dagsins „Þetta er dásamlegt,“ segir Guðrún Elva Sverrisdóttir, kennari sem var að klára míluna í snjókomu og hálku en kennararnir hlaupa að sjálfsögðu með. „Það er æðislegt að fara út og hreyfa sig, fá smá loft í lungun.“ Guðrún Elva segist sjá mikinn mun á börnunum. „Og ég sé að hreyfifærnin hefur batnað hjá mörgum. Sumir gátu varla gengið fyrst en eru nú farnir að hlaupa.“ Við ræddum líka við nokkra krakka sem sögðu míluna vera skemmtilega, þau verði aldrei þreytt á því. Nema stundum kannski, en þau fari samt. „Það er gott að hreyfa sig, maður hleypur hraðar og það er bara hollt fyrir mann,“ segja þessir hressu krakkar í viðtalinu sem má sjá hér að ofan. Krakkarnir hlaupa ákveðna leið að steini nokkrum sem er 800 metra löng, og svo tilbaka. Samtals 1,6 kílómetri eða ein míla
Börn og uppeldi Hafnarfjörður Heilsa Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Spöruðu tugi milljóna í veikindakostnað með því að hugleiða Eftir að starfsfólki Borgarholtsskóla gafst kostur á að læra innhverfa íhugun og stunda hana markvisst hefur kostnaður vegna langtímaveikinda lækkað um tugi milljóna. Hugleiðsla og slökun eru nú orðin hluti af menningu skólans. 24. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Spöruðu tugi milljóna í veikindakostnað með því að hugleiða Eftir að starfsfólki Borgarholtsskóla gafst kostur á að læra innhverfa íhugun og stunda hana markvisst hefur kostnaður vegna langtímaveikinda lækkað um tugi milljóna. Hugleiðsla og slökun eru nú orðin hluti af menningu skólans. 24. nóvember 2019 20:00