Undirbúa sig fyrir umfangsmestu verkfallsaðgerðir landsins í áratugi Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2019 17:43 Mögulega munu aðrir opinberir starfsmenn einnig taka þátt, allt frá dómurum til sorphirðumanna og forsvarsmenn lögreglunnar hafa lýst yfir stuðningi við aðgerðirnar. EPA/SEBASTIEN NOGIER Yfirvöld Frakklands undirbúa sig nú fyrir verkfallsaðgerðir sem hefjast á morgun og talið er að geti verið þau stærstu í landinu í rúma tvo áratugi. Frakkar eru öllu vanir þegar kemur að verkfallsaðgerðum og mótmælum en talið er líklegt að aðgerðirnar muni lama samfélagið í Frakklandi en þær gætu staðið yfir fram að jólum. Starfsmenn lestarkerfis Frakklands ætla í verkfall og hefur það áhrif á nánast allar samgöngur Frakklands. Búið er að hætta við fjölda lestaferða og hægja á öðrum. Aðgerðirnar munu sömuleiðis hafa veruleg áhrif á alþjóðaflug og er þegar búið að fella fimmtung flugferða niður. Kennarar ætla einnig að taka þátt í verkfallsaðgerðunum og sömuleiðis margir starfsmenn póstsins. Mögulega munu aðrir opinberir starfsmenn einnig taka þátt, allt frá dómurum til sorphirðumanna og forsvarsmenn lögreglunnar hafa lýst yfir stuðningi við aðgerðirnar.Samkvæmt France24 áttu síðustu sambærilegu verkfallsaðgerðir sér stað árið 1995. Þær ollu miklum usla og stóðu yfir í þrjár vikur.Aðgerðirnar snúa að miklu leyti að umfangsmiklum breytingum sem Emmanuel Macron, forseti Frakklands, vill gera á eftirlaunakerfi landsins. Meðal þess sem hann vill gera er að einfalda kerfið og sameina 42 mismunandi sjóði. Það myndi þó hafa mikil áhrif á opinbera starfsmenn sem njóta sérstakra fríðinda. Aðgerðir Macron myndu sömuleiðis þýða að fólk færi seinna á eftirlaun og fengi minna úr eftirlaunasjóðum. Þá tækju eftirlaun mið af starfsferli og aðilar sem væru ef til vill atvinnulausir um tíma, fengju lægri eftirlaun en aðrir sem hafi verið í fullri vinnu allan ferilinn, samkvæmt frétt France24. Þær kæmu þó sérstaklega niður á kjörum starfsmanna lestarkerfis Frakklands sem hafa notið sérstakra fríðinda í gegnum tíðina. Þeir eru æviráðnir, vinnuvika þeirra er styttri en gengur og gerist og laun þeirra hækka reglulega samkvæmt samningum. Þá geta þeir sest í helgan stein þegar þeir eru 52 ára gamlir. Það er áratug fyrr en aðrir Frakkar. Þar að auki miða eftirlaun þeirra einungis við síðustu sex mánuði þeirra í starfi og fjölskyldur þeirra fá mikla afslætti á fargjöldum. Þetta vill ríkisstjórn Frakklands fella niður. Kannanir benda þó til að meirihluti frönsku þjóðarinnar styðji verkfallsaðgerðirnar og óttast margir að aðgerðir ríkisins gegn starfsmönnum lestarkerfisins yrðu þær fyrstu af mörgum. Frakkland Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Yfirvöld Frakklands undirbúa sig nú fyrir verkfallsaðgerðir sem hefjast á morgun og talið er að geti verið þau stærstu í landinu í rúma tvo áratugi. Frakkar eru öllu vanir þegar kemur að verkfallsaðgerðum og mótmælum en talið er líklegt að aðgerðirnar muni lama samfélagið í Frakklandi en þær gætu staðið yfir fram að jólum. Starfsmenn lestarkerfis Frakklands ætla í verkfall og hefur það áhrif á nánast allar samgöngur Frakklands. Búið er að hætta við fjölda lestaferða og hægja á öðrum. Aðgerðirnar munu sömuleiðis hafa veruleg áhrif á alþjóðaflug og er þegar búið að fella fimmtung flugferða niður. Kennarar ætla einnig að taka þátt í verkfallsaðgerðunum og sömuleiðis margir starfsmenn póstsins. Mögulega munu aðrir opinberir starfsmenn einnig taka þátt, allt frá dómurum til sorphirðumanna og forsvarsmenn lögreglunnar hafa lýst yfir stuðningi við aðgerðirnar.Samkvæmt France24 áttu síðustu sambærilegu verkfallsaðgerðir sér stað árið 1995. Þær ollu miklum usla og stóðu yfir í þrjár vikur.Aðgerðirnar snúa að miklu leyti að umfangsmiklum breytingum sem Emmanuel Macron, forseti Frakklands, vill gera á eftirlaunakerfi landsins. Meðal þess sem hann vill gera er að einfalda kerfið og sameina 42 mismunandi sjóði. Það myndi þó hafa mikil áhrif á opinbera starfsmenn sem njóta sérstakra fríðinda. Aðgerðir Macron myndu sömuleiðis þýða að fólk færi seinna á eftirlaun og fengi minna úr eftirlaunasjóðum. Þá tækju eftirlaun mið af starfsferli og aðilar sem væru ef til vill atvinnulausir um tíma, fengju lægri eftirlaun en aðrir sem hafi verið í fullri vinnu allan ferilinn, samkvæmt frétt France24. Þær kæmu þó sérstaklega niður á kjörum starfsmanna lestarkerfis Frakklands sem hafa notið sérstakra fríðinda í gegnum tíðina. Þeir eru æviráðnir, vinnuvika þeirra er styttri en gengur og gerist og laun þeirra hækka reglulega samkvæmt samningum. Þá geta þeir sest í helgan stein þegar þeir eru 52 ára gamlir. Það er áratug fyrr en aðrir Frakkar. Þar að auki miða eftirlaun þeirra einungis við síðustu sex mánuði þeirra í starfi og fjölskyldur þeirra fá mikla afslætti á fargjöldum. Þetta vill ríkisstjórn Frakklands fella niður. Kannanir benda þó til að meirihluti frönsku þjóðarinnar styðji verkfallsaðgerðirnar og óttast margir að aðgerðir ríkisins gegn starfsmönnum lestarkerfisins yrðu þær fyrstu af mörgum.
Frakkland Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira