Verið að kaupa ríkislögreglustjóra frá embættinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. desember 2019 19:30 Óskað hefur verið eftir því að starfslokasamningur Haraldar Johannessen verði tekinn fyrir í fjárlaganefnd Alþingis. Ríkislögreglustjóri fær greiddar 47 milljónir króna eftir starflok. „Mér finnst fullkomnlega eðlilegt að fjárveitingarvaldið skoði þetta. Þetta eru það háar upphæðir. En ég held að það sé líka bara mikilvægt að tala einfaldlega íslensku hér. Mér sýnist menn bara vera að kaupa ríkislögreglustjóra frá embættinu og við þurfum að skoða þetta," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar og nefndarmaður í fjárlaganefnd, sem hefur óskað eftir því að málið verði tekið upp í nefndinni. Hann gerir ráð fyrir að málið verði tekið fyrir á nefndarfundi á morgun eða á föstudag. Ríkislögreglustjóri lætur af störfum um áramót. Við taka þriggja mánaða ráðgjafastörf fyrir dómsmálaráðuneytið og þá verður hann á fullum launum samkvæmt starfslokasamningi í átján mánuði. Þá á hann þriggja mánaða orlof og síðan biðlaun í sex mánuði. Mánaðarlaunin nema um 1.750 þúsund krónum og heildargreiðslur eru því um 47 milljónir króna. „Þetta er meira en það sem lögregluskóli ríkisins kostar, þetta er svipuð upphæð og við lögðum til að skattrannsóknarstjóri fengi vegna rannsóknar Samherjamálsins," segir Ágúst. Samkvæmt svörum frá fjármálaráðuneytinu er ekki haldið sérstaklega utan um starfslokasamninga sem gerðir eru við opinbera starfsmenn. Umboðsmaður Alþingis hefur gert athugasemd við skort á reglum um starfslokasamninga og samkvæmt lögum um opinbera starfsmenn ber ráðherra að setja reglur þar um. Þær hafa ekki verið settar en í svörum frá fjármálaráðuenyti segir að þær séu nánast tilbúnar og verði kynntar fljótlega. Formaður VR segir óboðlegt að aðrar reglur gildi um obinbera starfsmenn en annað vinnandi fólk. „Af hverju eiga einhverjar sérreglur í samfélaginu að gilda um einhverja forréttindahópa? Svo ég tali nú ekki um pólitíska forréttindahópa," segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Þessu verði mótmælt á Austurvelli um helgina. „Við ætlum að taka þátt í samstöðufundi gegn spillingu á laugardaginn næstkomandi. Og þetta verður væntanlega eitt af þeim málum sem ég reikna með að margir mínir félagaar munu hafa á oddinum þegar þeir rölta niður í bæ," segir Ragnar Þór. Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Óskað hefur verið eftir því að starfslokasamningur Haraldar Johannessen verði tekinn fyrir í fjárlaganefnd Alþingis. Ríkislögreglustjóri fær greiddar 47 milljónir króna eftir starflok. „Mér finnst fullkomnlega eðlilegt að fjárveitingarvaldið skoði þetta. Þetta eru það háar upphæðir. En ég held að það sé líka bara mikilvægt að tala einfaldlega íslensku hér. Mér sýnist menn bara vera að kaupa ríkislögreglustjóra frá embættinu og við þurfum að skoða þetta," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar og nefndarmaður í fjárlaganefnd, sem hefur óskað eftir því að málið verði tekið upp í nefndinni. Hann gerir ráð fyrir að málið verði tekið fyrir á nefndarfundi á morgun eða á föstudag. Ríkislögreglustjóri lætur af störfum um áramót. Við taka þriggja mánaða ráðgjafastörf fyrir dómsmálaráðuneytið og þá verður hann á fullum launum samkvæmt starfslokasamningi í átján mánuði. Þá á hann þriggja mánaða orlof og síðan biðlaun í sex mánuði. Mánaðarlaunin nema um 1.750 þúsund krónum og heildargreiðslur eru því um 47 milljónir króna. „Þetta er meira en það sem lögregluskóli ríkisins kostar, þetta er svipuð upphæð og við lögðum til að skattrannsóknarstjóri fengi vegna rannsóknar Samherjamálsins," segir Ágúst. Samkvæmt svörum frá fjármálaráðuneytinu er ekki haldið sérstaklega utan um starfslokasamninga sem gerðir eru við opinbera starfsmenn. Umboðsmaður Alþingis hefur gert athugasemd við skort á reglum um starfslokasamninga og samkvæmt lögum um opinbera starfsmenn ber ráðherra að setja reglur þar um. Þær hafa ekki verið settar en í svörum frá fjármálaráðuenyti segir að þær séu nánast tilbúnar og verði kynntar fljótlega. Formaður VR segir óboðlegt að aðrar reglur gildi um obinbera starfsmenn en annað vinnandi fólk. „Af hverju eiga einhverjar sérreglur í samfélaginu að gilda um einhverja forréttindahópa? Svo ég tali nú ekki um pólitíska forréttindahópa," segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Þessu verði mótmælt á Austurvelli um helgina. „Við ætlum að taka þátt í samstöðufundi gegn spillingu á laugardaginn næstkomandi. Og þetta verður væntanlega eitt af þeim málum sem ég reikna með að margir mínir félagaar munu hafa á oddinum þegar þeir rölta niður í bæ," segir Ragnar Þór.
Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira