Frumvarp um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmáli samþykkt á Alþingi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. desember 2019 16:21 Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála var samþykkt á Alþingi í dag með 41 atkvæði gegn níu. Þrír þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna en níu voru fjarverandi og einn með skráða fjarvist. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarþingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Þá voru Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson, einnig þingmenn Sjálfstæðisflokksins, meðal þeirra sem voru fjarverandi auk þeirra Katrínar Jakobsdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem eru stödd á Bretlandseyjum í tengslum við 70 ára afmæli Atlantshafsbandalagsins. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var jafnframt einn þeirra þriggja sem sátu hjá. Frumvarpið hefur verið nokkuð umdeilt en með því er ríkinu veitt heimild til að greiða þeim bætur sem sýknaðir voru í Hæstarétti í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála og eftirlifandi mökum og börnum þeirra sýknuðu sem látnir eru, ef við á. Nokkrir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu, þeirra á meðal Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem sat hjá við atkvæðagreiðsluna. „Eins og ég hef nefnt hérna áður þá mun ég sitja hjá við atkvæðagreiðsluna vegna tengsla minna, persónulegra tengsla, við aðila sem kemur málinu við. Þó hefur það verið í því hlutverki að mæla fyrir því að málið verði samþykkt. Ég verð að segja það að umræðunnar upp á síðkastið hafa dregið mjög úr mikilli sannfæringu minni gagnvart málinu að ég hugsa að ég myndi sitja hjá, jafnvel ef ekki væri fyrir fyrrnefnd tengsl,“ sagði Helgi Hrafn. Sigríður Á Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins rifjaði einnig upp að þetta væri í þriðja sinn sem Guðmundar- og Geirfinnsmálið ratar í þingsal. „Ég greiði atkvæði með því frumvarpi vegna þess að ég tel nauðsynlegt að þessu máli ljúki með einhverjum hætti formlega í ljósi sýknu dóms Hæstaréttar á dögunum. Ég tel hins vegar málið meingallað, bæði efnislega og formlega allt of snemma fram komið hér á þinginu í ljósi þess farvegs sem málið er nú komið í,“ sagði Sigríður. Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 18:37 Vonar að frumvarp um bætur til sakborninga leiði til sátta Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að verði frumvarp hennar um sanngirnisbætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum að lögum sé til marks um skýran vilja Alþingis til að stjórnvöld sýni yfirbót vegna þeirrar meðferðar sem umrætt fólk sætti. 8. október 2019 20:28 „Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ „Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 20:30 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála var samþykkt á Alþingi í dag með 41 atkvæði gegn níu. Þrír þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna en níu voru fjarverandi og einn með skráða fjarvist. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarþingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Þá voru Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson, einnig þingmenn Sjálfstæðisflokksins, meðal þeirra sem voru fjarverandi auk þeirra Katrínar Jakobsdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem eru stödd á Bretlandseyjum í tengslum við 70 ára afmæli Atlantshafsbandalagsins. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var jafnframt einn þeirra þriggja sem sátu hjá. Frumvarpið hefur verið nokkuð umdeilt en með því er ríkinu veitt heimild til að greiða þeim bætur sem sýknaðir voru í Hæstarétti í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála og eftirlifandi mökum og börnum þeirra sýknuðu sem látnir eru, ef við á. Nokkrir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu, þeirra á meðal Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem sat hjá við atkvæðagreiðsluna. „Eins og ég hef nefnt hérna áður þá mun ég sitja hjá við atkvæðagreiðsluna vegna tengsla minna, persónulegra tengsla, við aðila sem kemur málinu við. Þó hefur það verið í því hlutverki að mæla fyrir því að málið verði samþykkt. Ég verð að segja það að umræðunnar upp á síðkastið hafa dregið mjög úr mikilli sannfæringu minni gagnvart málinu að ég hugsa að ég myndi sitja hjá, jafnvel ef ekki væri fyrir fyrrnefnd tengsl,“ sagði Helgi Hrafn. Sigríður Á Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins rifjaði einnig upp að þetta væri í þriðja sinn sem Guðmundar- og Geirfinnsmálið ratar í þingsal. „Ég greiði atkvæði með því frumvarpi vegna þess að ég tel nauðsynlegt að þessu máli ljúki með einhverjum hætti formlega í ljósi sýknu dóms Hæstaréttar á dögunum. Ég tel hins vegar málið meingallað, bæði efnislega og formlega allt of snemma fram komið hér á þinginu í ljósi þess farvegs sem málið er nú komið í,“ sagði Sigríður.
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 18:37 Vonar að frumvarp um bætur til sakborninga leiði til sátta Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að verði frumvarp hennar um sanngirnisbætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum að lögum sé til marks um skýran vilja Alþingis til að stjórnvöld sýni yfirbót vegna þeirrar meðferðar sem umrætt fólk sætti. 8. október 2019 20:28 „Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ „Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 20:30 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
„Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 18:37
Vonar að frumvarp um bætur til sakborninga leiði til sátta Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að verði frumvarp hennar um sanngirnisbætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum að lögum sé til marks um skýran vilja Alþingis til að stjórnvöld sýni yfirbót vegna þeirrar meðferðar sem umrætt fólk sætti. 8. október 2019 20:28
„Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ „Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 20:30