RÚV þarf ekki að segja almenningi frá umsækjendum um starf útvarpsstjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2019 16:15 RÚV mun ekki upplýsa um hverjir sóttu um stöðu útvarpsstjóra. Vísir/Vilhelm Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur synjað beiðni blaðamanns Vísis um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í starf útvarpsstjóra hjá Ríkisútvarpinu. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í dag og er hægt að lesa hér. Magnús Geir Þórðarson hefur látið af störfum sem útvarpsstjóri en hann tekur við sem Þjóðleikhússtjóri um áramótin. Staðan var auglýst þann 15. nóvember og rann umsóknarfrestur út þann 2. desember. Ákveðið var þann dag að framlengja umsóknarfrestinn til 9. desember. Blaðamaður Vísis óskaði eftir lista umsækjenda um stöðuna til Ríkisútvarpsins en þeirri beiðni var hafnað af stjórn RÚV sem bar fyrir sig að ákvörðunin hefði verið tekin að vandlega athuguðu máli. Ráðgjafar í ráðningamálum hefðu mælt með því. Hagsmunir almennings væru hafðir í huga. Trúnaður um umsóknirnar dragi ekki úr gagnsæi umsókna og ráðningarferlisins að mati stjórnarinnar heldur auki þvert á móti trúverðugleika þess gagnvart umsækjendum sem „þurfi ekki að taka þá áhættu að starfsumsókn valdi þeim tjóni á öðrum vettvangi“. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi útvarpsstjóri.Vísir/Vilhelm Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi útvarpsstjóri, hefur kallað eftir því að stjórn RÚV segi af sér vegna málsins. Þá vekur athygli að RÚV breytti persónuverndaryfirlýsingu sinni eftir að málið kom upp en hún var í andstöðu við aðgerðir stjórnarinnar í málinu. Ákvörðunin var kærð til úrskurðarnefndarinnar sem óskaði í framhaldinu eftir viðbrögðum beggja aðila, þ.e. blaðamanns og Ríkisútvarpsins. Blaðamaður vísaði meðal annars til 2. mgr. 7. greinar upplýsingalaga þar sem fram kemur að skylt sé að veita tilteknar upplýsingar um opinbera starfsmenn þegar umsóknarfrestur sé liðinn. Í lögum RÚV komi skýrt fram að upplýsingalög gildi um RÚV. Þá ætti almenningur, sem eigandi Ríkisútvarpsins, rétt á því að vita hverjir sæki um að fá að stýra stofnuninni. Þetta sé þeim mun mikilvægara þar sem RÚV gegni samkvæmt lögum um stofnunina hlutverki í lýðræðislegri umræðu með því að reka fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. RÚV sé því ekki venjuleg rekstrarstofnun heldur sé útvarpsstjóri í aðstöðu til að hafa áhrif á lýðræðislega umræðu í landinu. Meginspurningin sé sú hvernig almenningur eigi að geta borið traust til þess að ráðning á útvarpsstjóra hafi verið með eðlilegum hætti þegar ekki liggi fyrir úr hvaða umsækjendahópi hafi verið valið. Eðlilegt sé að álykta sem svo að þarna sé verið að skapa efa um trúverðugleika ráðningarferilsins. Fjölmargir hafa verið nefndir til sögunnar sem næsti útvarpsstjóri.Vísir RÚV svaraði því til að upplýsingalög gildi vissulega um RÚV. Félagið sé aftur á móti lögaðili í eigu íslenska ríkisins og því gildi 4. mgr. 7. greinar um starfsemi félagsins. Þar segir eingöngu að veita beri upplýsingar um nöfn starfsmanna, starfsvið og launakjör æðstu stjórnenda auk upplýsinga um menntun. Ekkert um umsækjendur um störf. Úrskurðarnefndin sagði óumdeilt að upplýsingalög giltu um RÚV. Hins vegar leit úrskurðarnefndin til almennra athugasemda og athugasemda að baki 2. mgr. 7. greinar upplýsingalaga og komst að þeirri niðurstöðu að orðalagið „opinbera starfsmenn“ næði aðeins til starfsmanna stjórnvalda. RÚV ohf. væri hlutafélag í eigu ríkisins og gæti því ekki talist til stjórnvalds. Því þyrfti að leggja til grundvallar að RÚV væri einkaréttarlegur lögaðili og því tæki fyrrnefnd grein ekki til upplýsinga um málefni starfsmanna RÚV. Í lok úrskurðar síns tekur úrskurðarnefndin fram að RÚV hafi velt fyrir sér hvort félagið mætti yfirhöfuð birta upplýsingarnar með tilliti til persónuverndarsjónarmiða. Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.vísir/vilhelm „Í tilefni af þessu sjónarmiði tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að í niðurstöðu nefndarinnar felist ekki sú afstaða að RÚV hof. sé óheimilt að afhenda umbeðin gögn, heldur aðeins að félaginu sé það ekki skilt á grundvelli upplýsingalaga.“ „Synjun úrskurðarnefndar um upplýsingamál eru okkur mikil vonbrigði og sýnir að það þarf að breyta upplýsingalögum svo þau nái markmiðum sínum um opnari stjórnsýslu,“ segir Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. „Lögin sjálf eru meingölluð og túlkanir úrskurðarnefndar á þeim virðast oft ganga gegn markmiðum laganna um að tryggja gegnsæi í stjórnsýslunni og standa vörð um rétt almennings til upplýsinga. Þá er athyglisvert að nefndin skuli beita jafn þröngri túlkun og hún gerir í þessum úrskurði þegar um er að ræða stofnun sem hefur viljað undirstrika lýðræðislegt mikilvægi sitt.“ Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur synjað beiðni blaðamanns Vísis um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í starf útvarpsstjóra hjá Ríkisútvarpinu. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í dag og er hægt að lesa hér. Magnús Geir Þórðarson hefur látið af störfum sem útvarpsstjóri en hann tekur við sem Þjóðleikhússtjóri um áramótin. Staðan var auglýst þann 15. nóvember og rann umsóknarfrestur út þann 2. desember. Ákveðið var þann dag að framlengja umsóknarfrestinn til 9. desember. Blaðamaður Vísis óskaði eftir lista umsækjenda um stöðuna til Ríkisútvarpsins en þeirri beiðni var hafnað af stjórn RÚV sem bar fyrir sig að ákvörðunin hefði verið tekin að vandlega athuguðu máli. Ráðgjafar í ráðningamálum hefðu mælt með því. Hagsmunir almennings væru hafðir í huga. Trúnaður um umsóknirnar dragi ekki úr gagnsæi umsókna og ráðningarferlisins að mati stjórnarinnar heldur auki þvert á móti trúverðugleika þess gagnvart umsækjendum sem „þurfi ekki að taka þá áhættu að starfsumsókn valdi þeim tjóni á öðrum vettvangi“. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi útvarpsstjóri.Vísir/Vilhelm Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi útvarpsstjóri, hefur kallað eftir því að stjórn RÚV segi af sér vegna málsins. Þá vekur athygli að RÚV breytti persónuverndaryfirlýsingu sinni eftir að málið kom upp en hún var í andstöðu við aðgerðir stjórnarinnar í málinu. Ákvörðunin var kærð til úrskurðarnefndarinnar sem óskaði í framhaldinu eftir viðbrögðum beggja aðila, þ.e. blaðamanns og Ríkisútvarpsins. Blaðamaður vísaði meðal annars til 2. mgr. 7. greinar upplýsingalaga þar sem fram kemur að skylt sé að veita tilteknar upplýsingar um opinbera starfsmenn þegar umsóknarfrestur sé liðinn. Í lögum RÚV komi skýrt fram að upplýsingalög gildi um RÚV. Þá ætti almenningur, sem eigandi Ríkisútvarpsins, rétt á því að vita hverjir sæki um að fá að stýra stofnuninni. Þetta sé þeim mun mikilvægara þar sem RÚV gegni samkvæmt lögum um stofnunina hlutverki í lýðræðislegri umræðu með því að reka fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. RÚV sé því ekki venjuleg rekstrarstofnun heldur sé útvarpsstjóri í aðstöðu til að hafa áhrif á lýðræðislega umræðu í landinu. Meginspurningin sé sú hvernig almenningur eigi að geta borið traust til þess að ráðning á útvarpsstjóra hafi verið með eðlilegum hætti þegar ekki liggi fyrir úr hvaða umsækjendahópi hafi verið valið. Eðlilegt sé að álykta sem svo að þarna sé verið að skapa efa um trúverðugleika ráðningarferilsins. Fjölmargir hafa verið nefndir til sögunnar sem næsti útvarpsstjóri.Vísir RÚV svaraði því til að upplýsingalög gildi vissulega um RÚV. Félagið sé aftur á móti lögaðili í eigu íslenska ríkisins og því gildi 4. mgr. 7. greinar um starfsemi félagsins. Þar segir eingöngu að veita beri upplýsingar um nöfn starfsmanna, starfsvið og launakjör æðstu stjórnenda auk upplýsinga um menntun. Ekkert um umsækjendur um störf. Úrskurðarnefndin sagði óumdeilt að upplýsingalög giltu um RÚV. Hins vegar leit úrskurðarnefndin til almennra athugasemda og athugasemda að baki 2. mgr. 7. greinar upplýsingalaga og komst að þeirri niðurstöðu að orðalagið „opinbera starfsmenn“ næði aðeins til starfsmanna stjórnvalda. RÚV ohf. væri hlutafélag í eigu ríkisins og gæti því ekki talist til stjórnvalds. Því þyrfti að leggja til grundvallar að RÚV væri einkaréttarlegur lögaðili og því tæki fyrrnefnd grein ekki til upplýsinga um málefni starfsmanna RÚV. Í lok úrskurðar síns tekur úrskurðarnefndin fram að RÚV hafi velt fyrir sér hvort félagið mætti yfirhöfuð birta upplýsingarnar með tilliti til persónuverndarsjónarmiða. Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.vísir/vilhelm „Í tilefni af þessu sjónarmiði tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að í niðurstöðu nefndarinnar felist ekki sú afstaða að RÚV hof. sé óheimilt að afhenda umbeðin gögn, heldur aðeins að félaginu sé það ekki skilt á grundvelli upplýsingalaga.“ „Synjun úrskurðarnefndar um upplýsingamál eru okkur mikil vonbrigði og sýnir að það þarf að breyta upplýsingalögum svo þau nái markmiðum sínum um opnari stjórnsýslu,“ segir Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. „Lögin sjálf eru meingölluð og túlkanir úrskurðarnefndar á þeim virðast oft ganga gegn markmiðum laganna um að tryggja gegnsæi í stjórnsýslunni og standa vörð um rétt almennings til upplýsinga. Þá er athyglisvert að nefndin skuli beita jafn þröngri túlkun og hún gerir í þessum úrskurði þegar um er að ræða stofnun sem hefur viljað undirstrika lýðræðislegt mikilvægi sitt.“
Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira