Katrín ræddi við drottninguna í Buckingham-höll Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2019 06:45 Katrín sést hér við hlið Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, þar sem þær ræða ásamt fleiri kvenleiðtogum við Englandsdrottningu. vísir/getty Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sækir nú leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) í London. Fundurinn er í tilefni af 70 ára afmæli bandalagsins og hófst í gær. Dagskráin var þétt hjá Katrínu. Þannig fór hún síðdegis í móttöku í Buckingham-höll í boði Elísabetar II Englandsdrottningar. Á vef Ríkisútvarpsins er birt myndskeið af því þegar Katrín kemur til móttökunnar og sést hún þar ræða í dágóða stund bæði við Elísabetu og Karl Bretaprins, sem heyrist minnast á veiðiferð en hann hefur komið til Íslands til að renna fyrir laxi.Katrín sést hér fara inn í Downing-stræti 10 þar sem hún sat kvöldverð í boði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands.vísir/gettyKatrín var síðan í hópi annarra kvenleiðtoga, meðal annars þeirra Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, og Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, sem ræddu nánar við Englandsdrottningu í móttökunni. Katrín snæddi svo kvöldverð í boði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í Downing-stræti 10 ásamt öðrum þjóðarleiðtogum NATO. Fyrr um daginn hafði forsætisráðherra haldið ræðu í Chatham House, einni virtustu hugveitu Breta á sviði alþjóðamála.Hópmynd sem tekin var af þjóðarleiðtogunum í Buckingham-höll. Katrín stendur á milli þeirra Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, og Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu.vísir/gettyKatrín hóf ræðu sína á að ræða hvarf Ok-jökuls fyrr á árinu sem hún sagði til marks um loftslagsvána sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir. Hún hvatti leiðtoga heimsins til þess að setja umhverfis- og fjölskyldumál á oddinn í stað þess að einblína eingöngu á hagvöxt. Í því samhengi kallaði hún eftir því að litið væri til annarra mælikvarða en vergrar landsframleiðslu til að meta velmegun þjóða og tók hún sem dæmi mælikvarðana um hagsæld og lífsgæði, sem íslensk stjórnvöld kynntu í september síðastliðnum. Ræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Eins og áður segir heldur leiðtogafundur NATO áfram í dag og mun Katrín þá eiga tvíhliða fundi með Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, og António Costa, forsætisráðherra Portúgals. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækir einnig fund NATO fyrir Íslands hönd. Bretland Kóngafólk NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Katrínu boðið í Buckingham-höll og í kvöldverð til Borisar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) en hann hefst í London í dag. 3. desember 2019 09:03 „Helmingslíkur“ á því að upp úr sjóði á leiðtogafundi NATO Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Bretlandi í gærkvöldi þar sem hann mun sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins en nú eru 70 ár liðin frá því það var stofnað. 3. desember 2019 07:00 Ósætti á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. 3. desember 2019 19:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sækir nú leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) í London. Fundurinn er í tilefni af 70 ára afmæli bandalagsins og hófst í gær. Dagskráin var þétt hjá Katrínu. Þannig fór hún síðdegis í móttöku í Buckingham-höll í boði Elísabetar II Englandsdrottningar. Á vef Ríkisútvarpsins er birt myndskeið af því þegar Katrín kemur til móttökunnar og sést hún þar ræða í dágóða stund bæði við Elísabetu og Karl Bretaprins, sem heyrist minnast á veiðiferð en hann hefur komið til Íslands til að renna fyrir laxi.Katrín sést hér fara inn í Downing-stræti 10 þar sem hún sat kvöldverð í boði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands.vísir/gettyKatrín var síðan í hópi annarra kvenleiðtoga, meðal annars þeirra Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, og Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, sem ræddu nánar við Englandsdrottningu í móttökunni. Katrín snæddi svo kvöldverð í boði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í Downing-stræti 10 ásamt öðrum þjóðarleiðtogum NATO. Fyrr um daginn hafði forsætisráðherra haldið ræðu í Chatham House, einni virtustu hugveitu Breta á sviði alþjóðamála.Hópmynd sem tekin var af þjóðarleiðtogunum í Buckingham-höll. Katrín stendur á milli þeirra Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, og Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu.vísir/gettyKatrín hóf ræðu sína á að ræða hvarf Ok-jökuls fyrr á árinu sem hún sagði til marks um loftslagsvána sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir. Hún hvatti leiðtoga heimsins til þess að setja umhverfis- og fjölskyldumál á oddinn í stað þess að einblína eingöngu á hagvöxt. Í því samhengi kallaði hún eftir því að litið væri til annarra mælikvarða en vergrar landsframleiðslu til að meta velmegun þjóða og tók hún sem dæmi mælikvarðana um hagsæld og lífsgæði, sem íslensk stjórnvöld kynntu í september síðastliðnum. Ræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Eins og áður segir heldur leiðtogafundur NATO áfram í dag og mun Katrín þá eiga tvíhliða fundi með Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, og António Costa, forsætisráðherra Portúgals. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækir einnig fund NATO fyrir Íslands hönd.
Bretland Kóngafólk NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Katrínu boðið í Buckingham-höll og í kvöldverð til Borisar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) en hann hefst í London í dag. 3. desember 2019 09:03 „Helmingslíkur“ á því að upp úr sjóði á leiðtogafundi NATO Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Bretlandi í gærkvöldi þar sem hann mun sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins en nú eru 70 ár liðin frá því það var stofnað. 3. desember 2019 07:00 Ósætti á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. 3. desember 2019 19:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
Katrínu boðið í Buckingham-höll og í kvöldverð til Borisar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) en hann hefst í London í dag. 3. desember 2019 09:03
„Helmingslíkur“ á því að upp úr sjóði á leiðtogafundi NATO Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Bretlandi í gærkvöldi þar sem hann mun sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins en nú eru 70 ár liðin frá því það var stofnað. 3. desember 2019 07:00
Ósætti á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. 3. desember 2019 19:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent