Eyjamenn heiðruðu minningu Kolbeins um helgina | Myndband Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 4. desember 2019 07:00 Stór mynd af Kolbeini Aroni Ingibjargarsyni var afhjúpuð í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum um helgina. Kolbeinn, sem lést á aðfangadag í fyrra, hefði orðið þrítugur 30. nóvember síðastliðinn. Vinir Kolla og ÍBV tóku daginn snemma og buðu svo Eyjamönnum að mæta í íþróttamiðstöðina þar sem mynd honum til heiðurs var afhjúpuð. Kolbeinn spilaði nánast allan sinn fyrir ÍBV en hann lék tæplega 300 leiki fyrir félagið. „Þetta er sérstök stund fyrir okkur. Þetta er minning um það sem hann stóð fyrir og hans gildi sem voru falleg og höfðu alltaf góð áhrif á alla sem í kringum hann voru,“ sagði Arnar Pétursson, fyrrum þjálfari ÍBV. Hundrað hvítum blöðrum var sleppt fyrir utan íþróttahúsið en eftir það var gestum og gangandi boðið inní klefa meistaraflokks karla að skoða Kollahornið. „Hann sat alltaf í þessu horni, þetta er reyndar óvenju fínt núna, þetta var ekki svona fínt þegar hann sat hérna. Þetta er heilagt horn í dag,“ sagði Grétar Þór Eyþórsson, leikmaður ÍBV um Kollahornið. Ölstofan Brothers Brewery bruggaði bjór Kolla til heiðurs sem fékk nafnið „They call me mr Kolli.“ „Það er mikill karakter í þessum, léttur ljúfur og kátur eins og Kolli var,“ sagði Jóhann Guðmundsson, bruggmeistari og eigandi The Brothers brewery, um bjórinn sem er New England IPA. Áður en vinir og vandamenn héldu til veislu sem stóð fram á kvöld voru tendruð kerti á Heimakletti sem mynduðu táknið #1 sem Eyjamenn nota í minningu Kolbeins. Myndband frá laugardeginum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Vestmannaeyjar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira
Stór mynd af Kolbeini Aroni Ingibjargarsyni var afhjúpuð í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum um helgina. Kolbeinn, sem lést á aðfangadag í fyrra, hefði orðið þrítugur 30. nóvember síðastliðinn. Vinir Kolla og ÍBV tóku daginn snemma og buðu svo Eyjamönnum að mæta í íþróttamiðstöðina þar sem mynd honum til heiðurs var afhjúpuð. Kolbeinn spilaði nánast allan sinn fyrir ÍBV en hann lék tæplega 300 leiki fyrir félagið. „Þetta er sérstök stund fyrir okkur. Þetta er minning um það sem hann stóð fyrir og hans gildi sem voru falleg og höfðu alltaf góð áhrif á alla sem í kringum hann voru,“ sagði Arnar Pétursson, fyrrum þjálfari ÍBV. Hundrað hvítum blöðrum var sleppt fyrir utan íþróttahúsið en eftir það var gestum og gangandi boðið inní klefa meistaraflokks karla að skoða Kollahornið. „Hann sat alltaf í þessu horni, þetta er reyndar óvenju fínt núna, þetta var ekki svona fínt þegar hann sat hérna. Þetta er heilagt horn í dag,“ sagði Grétar Þór Eyþórsson, leikmaður ÍBV um Kollahornið. Ölstofan Brothers Brewery bruggaði bjór Kolla til heiðurs sem fékk nafnið „They call me mr Kolli.“ „Það er mikill karakter í þessum, léttur ljúfur og kátur eins og Kolli var,“ sagði Jóhann Guðmundsson, bruggmeistari og eigandi The Brothers brewery, um bjórinn sem er New England IPA. Áður en vinir og vandamenn héldu til veislu sem stóð fram á kvöld voru tendruð kerti á Heimakletti sem mynduðu táknið #1 sem Eyjamenn nota í minningu Kolbeins. Myndband frá laugardeginum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Vestmannaeyjar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira