Ósætti á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. desember 2019 19:00 Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. Takmarkaða vináttu hefur mátt greina til þessa þótt bandalagið fagni nú sjötíu ára afmæli sínu. Að undanförnu hefur Tyrkjum ítrekað lent saman við önnur bandalagsríki. Fyrst út af vopnakaupum frá Rússlandi og síðan vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Nú hóta Tyrkir því að beita neitunarvaldi gegn tillögu um styrkingu varna á Eystrasalti. Það er að segja ef bandalagið samþykkir ekki að skilgreina hersveitir Kúrda í Sýrlandi sem hryðjuverkasamtök. „Við getum hist og rætt þessi mál [styrkingu varna] en ef vinir okkar viðurkenna ekki að þau samtök sem við skilgreinum sem hryðjuverkasamtök séu það í raun þá ættu þau að fyrirgefa það ef við stöndum í vegi fyrir þessu máli,“ sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur svo verið í sviðsljósinu á þessum fyrri degi leiðtogafundarins. Hann tjáði sig um mánaðargömul ummæli Emmanuels Macron Frakklandsforseta, sem sagði bandalagið þjást af heilabilun. „Ég heyrði að Macron hefði sagt NATO heiladautt. Mér finnst það afar móðgandi fyrir fjöda fólks, til að mynda manninn sem stendur sig afbragðsvel sem framkvæmdastjóri NATO,“ sagði forsetinn. Aðaldagurinn er hins vegar á morgun en þá munu leiðtogar allra bandalagsríkjanna setjast niður saman og ræða um fjárframlög til bandalagsins og samskiptin við Rússland svo fátt eitt sé nefnt. Utanríkis- og forsætisráðherra sækja fundinn fyrir Íslands hönd. Donald Trump NATO Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. Takmarkaða vináttu hefur mátt greina til þessa þótt bandalagið fagni nú sjötíu ára afmæli sínu. Að undanförnu hefur Tyrkjum ítrekað lent saman við önnur bandalagsríki. Fyrst út af vopnakaupum frá Rússlandi og síðan vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Nú hóta Tyrkir því að beita neitunarvaldi gegn tillögu um styrkingu varna á Eystrasalti. Það er að segja ef bandalagið samþykkir ekki að skilgreina hersveitir Kúrda í Sýrlandi sem hryðjuverkasamtök. „Við getum hist og rætt þessi mál [styrkingu varna] en ef vinir okkar viðurkenna ekki að þau samtök sem við skilgreinum sem hryðjuverkasamtök séu það í raun þá ættu þau að fyrirgefa það ef við stöndum í vegi fyrir þessu máli,“ sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur svo verið í sviðsljósinu á þessum fyrri degi leiðtogafundarins. Hann tjáði sig um mánaðargömul ummæli Emmanuels Macron Frakklandsforseta, sem sagði bandalagið þjást af heilabilun. „Ég heyrði að Macron hefði sagt NATO heiladautt. Mér finnst það afar móðgandi fyrir fjöda fólks, til að mynda manninn sem stendur sig afbragðsvel sem framkvæmdastjóri NATO,“ sagði forsetinn. Aðaldagurinn er hins vegar á morgun en þá munu leiðtogar allra bandalagsríkjanna setjast niður saman og ræða um fjárframlög til bandalagsins og samskiptin við Rússland svo fátt eitt sé nefnt. Utanríkis- og forsætisráðherra sækja fundinn fyrir Íslands hönd.
Donald Trump NATO Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira