Borgarfulltrúum svelgist á veitingunum frá Múlakaffi Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2019 09:17 Borgarfulltrúum ofbýður kostnaðurinn vegna þeirra veitinga sem í boði eru í ráðhúsinu. Borgarfulltrúum mörgum er greinilega brugðið vegna upplýsinga um kostnað vegna funda þeirra. Þeir höfðu ekki áttað sig á hinum mikla kostnaði en svo virðist sem þeir lifi í vellystingum og graðki í sig rándýru fíneríinu á kostnað borgarbúa samkvæmt nýlegum fréttum. Þannig kom fram að 360 þúsund krónur fer í hvern fund í að fóðra borgarfulltrúana. Pawel Bartoszek Viðreisn segist hafa óskað eftir upplýsingum um þennan kostnað vegna borgarstjórnarfundanna. „Mér finnst gott að borgarbúar og borgarfulltrúar séu meðvitaðir um að hver borgarstjórnarfundur kosti hátt í milljón. Kostnaðurinn eykst eftir því sem fundirnir lengjast og dragast meira inn í nóttina. Og hafa gjarnan verið upp undir tíu tímar á kjörtímabilinu,“ segir Pawel á Facebooksíðu sinni nú í morgun. Hann grunar reyndar að heildartalan sé hærri, því til dæmis vanti enn að taka með í reikninginn kostnað vegna innkomu varamanna sem eykst líka að jafnaði eftir því sem fundirnir lengjast.Meirihlutinn þverskallast við Vigdís Hauksdóttir fulltrúi Miðflokksins velkist ekki í vafa um hverjum er um að kenna. Hún tjáir sig einnig á Facebook og vill greinilega ekki að þessi veislugleði sé kennd við sig. „Meirihlutinn þverskallast við að byrja borgarstjórnarfundi kl. 9 eða 10 á daginn - margítrekaðar óskir og tillögur hafa komið fram frá okkur í minnihlutanum í þá veru Svarið er alltaf NEI - en málið snýst um gríðarlegan sparnað fyrir borgarbúa,“ segir Vigdís sem bókar að hrikalegar tölur birtist borgarfulltrúum: „Veitingar séu 40 prósent af heildarupphæðinni og þarna séu því mikil tækifæri til sparnaðar. „Sú tillaga hefur margoft komið fram og er ótrúlega einföld. Byrja fundi fyrr.“ Byrja fyrr Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokki tjáir sig einnig um málið á sinni Facebooksíðu. Hún segir borgarfulltrúa vel hafa efni á að borga matinn ofan í sig sjálfir: „Byrja fyrr, ljúka fundi fyrr, þá minnka líkur á því að við borðum kvöldmat á staðnum en fundir borgarstjórnar byrja klukkan 14:00 (í undantekningartilfellum byrja þeir fyrr, t.d. þegar við erum að afgreiða eitthvað stórt sem þarf tvær umræður í borgarstjórn) og við fundum langt fram eftir. Svo finnst mér að það mætti rukka okkur borgarfulltrúa fyrir matinn, við höfum efni á því. Afhverju erum við ekki frekar að bjóða einhverjum á lágum launum sem sinnir mikilvægu starfi í borginni, í mat?“ Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bendir einnig á fjölda borgarfulltrúa og flokka í borgarstjórn í færslu á Twitter. Það að hafa átta flokka lengir fundi borgarstjórnar enn meira: „Það er enginn þröskuldur fyrir flokk að ná manni inn í borgarstjórn en nú eru tveir flokkar með mann inni sem fengu undir 5% atkvæða,“ segir Katrín.Fundirnir byrja of seint, borgarfulltrúar eru 23 sem er ógeðslega mikið og flokkarnir eru 8 sem lengir fundi enn meira. Það er enginn þröskuldur fyrir flokk að ná manni inn í borgarstjórn en nú eru tveir flokkar með mann inni sem fengu undir 5% atkvæða. https://t.co/FvoWrLlgoy — Katrín Atladóttir (@katrinat) December 3, 2019 Borgarstjórn Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira
Borgarfulltrúum mörgum er greinilega brugðið vegna upplýsinga um kostnað vegna funda þeirra. Þeir höfðu ekki áttað sig á hinum mikla kostnaði en svo virðist sem þeir lifi í vellystingum og graðki í sig rándýru fíneríinu á kostnað borgarbúa samkvæmt nýlegum fréttum. Þannig kom fram að 360 þúsund krónur fer í hvern fund í að fóðra borgarfulltrúana. Pawel Bartoszek Viðreisn segist hafa óskað eftir upplýsingum um þennan kostnað vegna borgarstjórnarfundanna. „Mér finnst gott að borgarbúar og borgarfulltrúar séu meðvitaðir um að hver borgarstjórnarfundur kosti hátt í milljón. Kostnaðurinn eykst eftir því sem fundirnir lengjast og dragast meira inn í nóttina. Og hafa gjarnan verið upp undir tíu tímar á kjörtímabilinu,“ segir Pawel á Facebooksíðu sinni nú í morgun. Hann grunar reyndar að heildartalan sé hærri, því til dæmis vanti enn að taka með í reikninginn kostnað vegna innkomu varamanna sem eykst líka að jafnaði eftir því sem fundirnir lengjast.Meirihlutinn þverskallast við Vigdís Hauksdóttir fulltrúi Miðflokksins velkist ekki í vafa um hverjum er um að kenna. Hún tjáir sig einnig á Facebook og vill greinilega ekki að þessi veislugleði sé kennd við sig. „Meirihlutinn þverskallast við að byrja borgarstjórnarfundi kl. 9 eða 10 á daginn - margítrekaðar óskir og tillögur hafa komið fram frá okkur í minnihlutanum í þá veru Svarið er alltaf NEI - en málið snýst um gríðarlegan sparnað fyrir borgarbúa,“ segir Vigdís sem bókar að hrikalegar tölur birtist borgarfulltrúum: „Veitingar séu 40 prósent af heildarupphæðinni og þarna séu því mikil tækifæri til sparnaðar. „Sú tillaga hefur margoft komið fram og er ótrúlega einföld. Byrja fundi fyrr.“ Byrja fyrr Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokki tjáir sig einnig um málið á sinni Facebooksíðu. Hún segir borgarfulltrúa vel hafa efni á að borga matinn ofan í sig sjálfir: „Byrja fyrr, ljúka fundi fyrr, þá minnka líkur á því að við borðum kvöldmat á staðnum en fundir borgarstjórnar byrja klukkan 14:00 (í undantekningartilfellum byrja þeir fyrr, t.d. þegar við erum að afgreiða eitthvað stórt sem þarf tvær umræður í borgarstjórn) og við fundum langt fram eftir. Svo finnst mér að það mætti rukka okkur borgarfulltrúa fyrir matinn, við höfum efni á því. Afhverju erum við ekki frekar að bjóða einhverjum á lágum launum sem sinnir mikilvægu starfi í borginni, í mat?“ Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bendir einnig á fjölda borgarfulltrúa og flokka í borgarstjórn í færslu á Twitter. Það að hafa átta flokka lengir fundi borgarstjórnar enn meira: „Það er enginn þröskuldur fyrir flokk að ná manni inn í borgarstjórn en nú eru tveir flokkar með mann inni sem fengu undir 5% atkvæða,“ segir Katrín.Fundirnir byrja of seint, borgarfulltrúar eru 23 sem er ógeðslega mikið og flokkarnir eru 8 sem lengir fundi enn meira. Það er enginn þröskuldur fyrir flokk að ná manni inn í borgarstjórn en nú eru tveir flokkar með mann inni sem fengu undir 5% atkvæða. https://t.co/FvoWrLlgoy — Katrín Atladóttir (@katrinat) December 3, 2019
Borgarstjórn Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira
Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30