Tilvísun í upplýsingalög fjarlægð úr persónuverndaryfirlýsingu RÚV Sylvía Hall skrifar 2. desember 2019 20:45 Í fyrri útgáfu persónuverndaryfirlýsingarinnar var vísað til skyldu stofnunarinnar til þess að birta lista yfir umsækjendur í auglýst störf. Því hefur verið breytt. Vísir/Vilhelm Uppfært 22:30 Breyting hefur orðið á persónuverndaryfirlýsingu RÚV í dag og er nú hvergi kveðið á um skyldu stofnunarinnar til þess að birta nöfn, heimilisföng og starfsheiti þeirra umsækjenda sem sækja um auglýst störf. Var áður tekið þar fram að sú skylda væri komin til vegna upplýsingalaga sem gilda um stofnunina.Fjallað var um málið á Vísi í morgun þar sem vísað var til fyrrnefndrar skyldu í ljósi þeirrar ákvörðunar stjórnar RÚV að birta ekki lista yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra. Á þeim tíma er fréttin var skrifuð kom skýrt fram í persónuverndaryfirlýsingunni að RÚV væri skylt að birta slíkar upplýsingar um umsækjendur. Skjáskot af texta í persónuverndaryfirlýsingu RÚV sem hefur nú verið breytt. Í uppfærðri útgáfu persónuverndaryfirlýsingarinnar hefur þessum lið verið breytt og ekki vikið að skyldu stofnunarinnar til þess að birta listann. Nú segir að RÚV kunni að „áskilja sér rétt í tengslum við ráðningar í ákveðnar stjórnunarstöður að birta lista yfir umsækjendur“. Þeim lið persónuverndaryfirlýsingarinnar sem vísaði í upplýsingalög og skyldu til birtingar listans hefur nú verið breytt.Skjáskot af vef rúv Þá er hvergi minnst á upplýsingalög í nýrri útgáfu yfirlýsingarinnar en samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið gilda upplýsingalög um starfsemi þess. Ráðherra vill svör Ákvörðun stjórnarinnar hefur vakið mikla athygli en að sögn Kára Jónassonar, formanns stjórnar RÚV, var ákvörðunin tekin eftir ráðleggingar frá ráðgjafafyrirtækinu Capacent. Á þetta að vera til þess fallið að fá betri umsækjendur. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sendi stjórn Ríkisútvarpsins bréf þann 28. nóvember þar sem hún óskaði eftir skýringum á ákvörðuninni. Hún segir eðlilegt að fullt gagnsæi ríki um ferlið þar sem Ríkisútvarpið standi almenningi í landinu mjög nærri. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra.Vísir/vilhelm „Formlegur vettvangur málsins er hjá stjórn RÚV. Ég hef hins vegar sem ráðherra fjölmiðla í landinu sent stjórn RÚV bréf þess efnis þar sem ég óska eftir skýringum hvernig standi á því að það sé ekki og það ríkir ekki fullt gagnsæi um listann.“ Á meðal þeirra sem hafa einnig gagnrýnt ákvörðun stjórnarinnar er Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Hún segist ekki telja að stjórn RÚV sé heimilt samkvæmt lögum að birta ekki lista yfir umsækjendur en í lögum um Ríkisútvarpið kemur skýrt fram að starfsemi stofnunarinnar falli undir upplýsingalög. „Samkvæmt lögum um ríkisútvarpið þá gilda upplýsingalög um starfsemi þess, en rík ástæða var fyrir því og um það fjallað í greinargerð með frumvarpinu. Ástæðan er sú að þessu opinbera hlutafélagi er ætlað að veita útvarpsþjónustu í almannaþágu. Því var tekin ákvörðun um að hafa þetta ákvæði um upplýsingalög sérstaklega inni í þessu tilviki, en ekki öllum opinberum hlutafélögum.“ Fréttastofa náði tali af Margréti Magnúsdóttur, starfandi útvarpsstjóra, sem óskaði eftir því að fá skriflega fyrirspurn. 1. Hvers vegna var persónuverndaryfirlýsingunni breytt í morgun? Það stendur að hún hafi verið uppfærð í dag og í fyrri útgáfu kom skýrt fram að RÚV væri skylt að birta lista yfir umsækjendur í störf sem væru auglýst. „Stjórn RÚV ákvað á fundi sínum, dags. 13. nóvember sl., að birta ekki nöfn umsækjenda um starf útvarpsstjóra. Ákvörðunin byggði á því sjónarmiði að líkur stæðu til þess að fleiri hæfir umsækjendur, þ.m.t. fólk í stöðum annars staðar, myndu sækja um ef listinn væri ekki birtur opinberlega. Stjórn Ríkisútvarpsins taldi þetta sjónarmið málefnalegt. Fyrir liggur að samkvæmt lögum ber Ríkisútvarpið ekki að birta nöfnin. Þegar þessi vilji stjórnar Ríkisútvarpsins lá fyrir var gengið úr skugga um að slíkt stæðist út frá lögfræðilegu sjónarmiði. Í tengslum við þessa skoðun kom í ljós að fullyrðing í persónuverndaryfirlýsingu RÚV stóðst ekki og því var ákveðið að breyta henni til samræmis við lögfræðilegt mat. Það er ástæðan fyrir því að þessu var breytt í dag.“Varðandi það hvort að ákvörðun stjórnarinnar að birta ekki lista yfir umsækjendur væri í samræmi við ákvæði laga um Ríkisútvarpið og ákveði upplýsingalaga, þar sem skýrt kemur fram að upplýsingalögin gildi um RÚV, segir Margrét að fram komi í upplýsingalögum að „skylt sé að veita nánar tilgreindar upplýsingar „sem varða opinbera starfsmenn“, þar á meðal nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf, þegar umsóknarfrestur er liðinn.“ Hún segir að hið sama sé ekki að finna í þeim greinum laganna sem varði starfsmenn lögaðila sem falli undir lögin. Slíkt eigi við um Ríkisútvarpið. Því verði að draga þá ályktun að Ríkisútvarpið sé ekki lögskylt að birta umræddan lista. „Má raunar draga í efa hvort Ríkisútvarpið væri það yfir höfuð heimilt án skýrrar lagaheimildar ella að slíkt hefði sérstaklega verið áskilið í auglýsingu um stöðuna, þ.m.t. vegna persónuverndarsjónarmiða,“ segir í svari Margrétar. Þá segir hún að fyrirspurn varðandi málið hafi borist frá Mennta- og menningarmálaráðherra á föstudaginn. Henni hafi verið svarað í dag. Fjölmiðlar Persónuvernd Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur útvarpsstjóra verður ekki birtur. 2. desember 2019 16:00 Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42 RÚV skylt að birta nöfn umsækjenda samkvæmt persónuverndaryfirlýsingu Frestur til þess að sækja um stöðu útvarpsstjóra rennur út í dag. Athygli hefur vakið að stjórn RÚV ákvað í síðustu viku að birta ekki lista yfir umsækjendur um stöðuna. 2. desember 2019 09:10 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Uppfært 22:30 Breyting hefur orðið á persónuverndaryfirlýsingu RÚV í dag og er nú hvergi kveðið á um skyldu stofnunarinnar til þess að birta nöfn, heimilisföng og starfsheiti þeirra umsækjenda sem sækja um auglýst störf. Var áður tekið þar fram að sú skylda væri komin til vegna upplýsingalaga sem gilda um stofnunina.Fjallað var um málið á Vísi í morgun þar sem vísað var til fyrrnefndrar skyldu í ljósi þeirrar ákvörðunar stjórnar RÚV að birta ekki lista yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra. Á þeim tíma er fréttin var skrifuð kom skýrt fram í persónuverndaryfirlýsingunni að RÚV væri skylt að birta slíkar upplýsingar um umsækjendur. Skjáskot af texta í persónuverndaryfirlýsingu RÚV sem hefur nú verið breytt. Í uppfærðri útgáfu persónuverndaryfirlýsingarinnar hefur þessum lið verið breytt og ekki vikið að skyldu stofnunarinnar til þess að birta listann. Nú segir að RÚV kunni að „áskilja sér rétt í tengslum við ráðningar í ákveðnar stjórnunarstöður að birta lista yfir umsækjendur“. Þeim lið persónuverndaryfirlýsingarinnar sem vísaði í upplýsingalög og skyldu til birtingar listans hefur nú verið breytt.Skjáskot af vef rúv Þá er hvergi minnst á upplýsingalög í nýrri útgáfu yfirlýsingarinnar en samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið gilda upplýsingalög um starfsemi þess. Ráðherra vill svör Ákvörðun stjórnarinnar hefur vakið mikla athygli en að sögn Kára Jónassonar, formanns stjórnar RÚV, var ákvörðunin tekin eftir ráðleggingar frá ráðgjafafyrirtækinu Capacent. Á þetta að vera til þess fallið að fá betri umsækjendur. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sendi stjórn Ríkisútvarpsins bréf þann 28. nóvember þar sem hún óskaði eftir skýringum á ákvörðuninni. Hún segir eðlilegt að fullt gagnsæi ríki um ferlið þar sem Ríkisútvarpið standi almenningi í landinu mjög nærri. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra.Vísir/vilhelm „Formlegur vettvangur málsins er hjá stjórn RÚV. Ég hef hins vegar sem ráðherra fjölmiðla í landinu sent stjórn RÚV bréf þess efnis þar sem ég óska eftir skýringum hvernig standi á því að það sé ekki og það ríkir ekki fullt gagnsæi um listann.“ Á meðal þeirra sem hafa einnig gagnrýnt ákvörðun stjórnarinnar er Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Hún segist ekki telja að stjórn RÚV sé heimilt samkvæmt lögum að birta ekki lista yfir umsækjendur en í lögum um Ríkisútvarpið kemur skýrt fram að starfsemi stofnunarinnar falli undir upplýsingalög. „Samkvæmt lögum um ríkisútvarpið þá gilda upplýsingalög um starfsemi þess, en rík ástæða var fyrir því og um það fjallað í greinargerð með frumvarpinu. Ástæðan er sú að þessu opinbera hlutafélagi er ætlað að veita útvarpsþjónustu í almannaþágu. Því var tekin ákvörðun um að hafa þetta ákvæði um upplýsingalög sérstaklega inni í þessu tilviki, en ekki öllum opinberum hlutafélögum.“ Fréttastofa náði tali af Margréti Magnúsdóttur, starfandi útvarpsstjóra, sem óskaði eftir því að fá skriflega fyrirspurn. 1. Hvers vegna var persónuverndaryfirlýsingunni breytt í morgun? Það stendur að hún hafi verið uppfærð í dag og í fyrri útgáfu kom skýrt fram að RÚV væri skylt að birta lista yfir umsækjendur í störf sem væru auglýst. „Stjórn RÚV ákvað á fundi sínum, dags. 13. nóvember sl., að birta ekki nöfn umsækjenda um starf útvarpsstjóra. Ákvörðunin byggði á því sjónarmiði að líkur stæðu til þess að fleiri hæfir umsækjendur, þ.m.t. fólk í stöðum annars staðar, myndu sækja um ef listinn væri ekki birtur opinberlega. Stjórn Ríkisútvarpsins taldi þetta sjónarmið málefnalegt. Fyrir liggur að samkvæmt lögum ber Ríkisútvarpið ekki að birta nöfnin. Þegar þessi vilji stjórnar Ríkisútvarpsins lá fyrir var gengið úr skugga um að slíkt stæðist út frá lögfræðilegu sjónarmiði. Í tengslum við þessa skoðun kom í ljós að fullyrðing í persónuverndaryfirlýsingu RÚV stóðst ekki og því var ákveðið að breyta henni til samræmis við lögfræðilegt mat. Það er ástæðan fyrir því að þessu var breytt í dag.“Varðandi það hvort að ákvörðun stjórnarinnar að birta ekki lista yfir umsækjendur væri í samræmi við ákvæði laga um Ríkisútvarpið og ákveði upplýsingalaga, þar sem skýrt kemur fram að upplýsingalögin gildi um RÚV, segir Margrét að fram komi í upplýsingalögum að „skylt sé að veita nánar tilgreindar upplýsingar „sem varða opinbera starfsmenn“, þar á meðal nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf, þegar umsóknarfrestur er liðinn.“ Hún segir að hið sama sé ekki að finna í þeim greinum laganna sem varði starfsmenn lögaðila sem falli undir lögin. Slíkt eigi við um Ríkisútvarpið. Því verði að draga þá ályktun að Ríkisútvarpið sé ekki lögskylt að birta umræddan lista. „Má raunar draga í efa hvort Ríkisútvarpið væri það yfir höfuð heimilt án skýrrar lagaheimildar ella að slíkt hefði sérstaklega verið áskilið í auglýsingu um stöðuna, þ.m.t. vegna persónuverndarsjónarmiða,“ segir í svari Margrétar. Þá segir hún að fyrirspurn varðandi málið hafi borist frá Mennta- og menningarmálaráðherra á föstudaginn. Henni hafi verið svarað í dag.
Fjölmiðlar Persónuvernd Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur útvarpsstjóra verður ekki birtur. 2. desember 2019 16:00 Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42 RÚV skylt að birta nöfn umsækjenda samkvæmt persónuverndaryfirlýsingu Frestur til þess að sækja um stöðu útvarpsstjóra rennur út í dag. Athygli hefur vakið að stjórn RÚV ákvað í síðustu viku að birta ekki lista yfir umsækjendur um stöðuna. 2. desember 2019 09:10 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur útvarpsstjóra verður ekki birtur. 2. desember 2019 16:00
Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30
RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42
RÚV skylt að birta nöfn umsækjenda samkvæmt persónuverndaryfirlýsingu Frestur til þess að sækja um stöðu útvarpsstjóra rennur út í dag. Athygli hefur vakið að stjórn RÚV ákvað í síðustu viku að birta ekki lista yfir umsækjendur um stöðuna. 2. desember 2019 09:10
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent