Uppgjör: Auðvelt hjá Hamilton í síðustu keppni áratugsins Bragi Þórðarson skrifar 2. desember 2019 21:30 Nú þarf ekki að nota vélbúnaðinn aftur, þá má loksins spóla í hringi. Vísir/Getty Síðasti kappakstur áratugsins í Formúlu 1 fór fram á Yas Marina brautinni í Abu Dhabi á sunnudag. Lítið hefur gengið hjá Mercedes lokahluta tímabilsins en það heldur betur snérist við í furstadæminu. Hamilton náði öruggum ráspól og var Mercedes bíllinn meðal annars næstum sekúndu hraðari en allir aðrir, einungis á síðasta hluta brautarinnar. Mercedes hefur verið algjörlega óstöðvandi á Yas Marina brautinni síðastliðin fimm ár og hefur liðið alltaf verið í fyrsta og öðru sæti í tímatökum. Engin breyting varð á því um helgina er Valtteri Bottas náði næstbesta tímanum á eftir Hamilton. En þar sem skipta þurfti um vél í bíl Bottas ræsti hann aftastur. Þrátt fyrir það endaði Finninn fjórði á sunnudaginn. Hamilton hefur 17 sinnum endað á verðlaunapalli í ár.GettyHamilton einfaldlega í annari deildLewis Hamilton ræsti á ráspól og leiddi alla hringi kappakstursins. Hann jafnaði þar með met hetjunar sinnar, Ayrton Senna, um að hafa leitt alla hringi í keppni alls 19 sinnum á ferlinum. Það var ekki eina metið sem Hamilton náði um helgina. Með því að ljúka tímabilinu með 413 sló hann metið yfir hæsta stigafjölda á einu tímabili. Auk þess fékk Bretinn stig í öllum keppnum sumarsins og er því eini ökuþórinn í sögunni til að ná þeim árangri tvisvar, fyrra skiptið var árið 2017. Mercedes hefur nú unnið allar keppnirnar í Abu Dhabi frá árinu 2014, þegar að turbo-hybrid bílarnir komu fyrst inn í Formúlu 1. Max Verstappen kom annar í mark og tryggði sér þar með þriðja sætið í heimsmeistaramóti ökumanna og undan Ferrari ökuþórunum Charles Leclerc og Sebastian Vettel. Formúla Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Síðasti kappakstur áratugsins í Formúlu 1 fór fram á Yas Marina brautinni í Abu Dhabi á sunnudag. Lítið hefur gengið hjá Mercedes lokahluta tímabilsins en það heldur betur snérist við í furstadæminu. Hamilton náði öruggum ráspól og var Mercedes bíllinn meðal annars næstum sekúndu hraðari en allir aðrir, einungis á síðasta hluta brautarinnar. Mercedes hefur verið algjörlega óstöðvandi á Yas Marina brautinni síðastliðin fimm ár og hefur liðið alltaf verið í fyrsta og öðru sæti í tímatökum. Engin breyting varð á því um helgina er Valtteri Bottas náði næstbesta tímanum á eftir Hamilton. En þar sem skipta þurfti um vél í bíl Bottas ræsti hann aftastur. Þrátt fyrir það endaði Finninn fjórði á sunnudaginn. Hamilton hefur 17 sinnum endað á verðlaunapalli í ár.GettyHamilton einfaldlega í annari deildLewis Hamilton ræsti á ráspól og leiddi alla hringi kappakstursins. Hann jafnaði þar með met hetjunar sinnar, Ayrton Senna, um að hafa leitt alla hringi í keppni alls 19 sinnum á ferlinum. Það var ekki eina metið sem Hamilton náði um helgina. Með því að ljúka tímabilinu með 413 sló hann metið yfir hæsta stigafjölda á einu tímabili. Auk þess fékk Bretinn stig í öllum keppnum sumarsins og er því eini ökuþórinn í sögunni til að ná þeim árangri tvisvar, fyrra skiptið var árið 2017. Mercedes hefur nú unnið allar keppnirnar í Abu Dhabi frá árinu 2014, þegar að turbo-hybrid bílarnir komu fyrst inn í Formúlu 1. Max Verstappen kom annar í mark og tryggði sér þar með þriðja sætið í heimsmeistaramóti ökumanna og undan Ferrari ökuþórunum Charles Leclerc og Sebastian Vettel.
Formúla Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira