Lækna-Tómas lenti í „óvæntri rassrifu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. desember 2019 22:54 Tómas með sundskýluna sálugu í höndunum. Facebook/Tómas Guðbjartsson „Slysin gera ekki boð á undan sér. Í vikunni var ég á leið í minn 2 km sundsprett þegar vinsamlegur maður hljóp á eftir mér og sagði það “borgaralega skyldu sína að láta mig vita”. Ég var þá við að stinga mér til sunds - og hélt að hér væri kominn virkjunarsinni sem vildi mig feigan. En ástæðan var sú að þjóhnappar mínir voru til sýnis í gegnum risa saumsprettu á Arena sundbuxunum.“ Svona hefst Facebook-færsla sem læknirinn Tómas Guðbjartsson, oft þekktur sem Lækna-Tómas, birti á Facebook fyrr í vikunni. Færslan ber yfirskriftina „Óvænt rassrifa í Vesturbæjarlaug.“ Þar lýsir hann atviki sem helst mætti lýsa sem pínlegu. Tómas heldur áfram: „Ég trúði þessu ekki þar til ég þreifaði á mínum kæru gluteus maximus - og fann strax að húð mætti húð. Mér til frekari hryllings rakst ég á líffæri sem eiga að vera framar á líkamanum. Ég þakkaði kærlega fyrir og bakkaði inn í sturtuklefann með lófana fyrir aftan bak. Ákvað að þakka meðborgara mínum á ensku - enda minna trauma að þykjast vera útlendingur við svona pínlegar aðstæður,“ skrifar Tómas, og bætir við að hrakfarir hans hafi ollið öðrum sundgestum í klefanum mikilli kátínu. Allt fór þó vel að lokum, þar sem Tómas gat leigt sér sundskýlu „án sleppibúnaðar,“ og haldið út í laug. Að lokum skrifar Tómas: „[Ég] er þakklátur fyrir eftirfarandi: Að það var myrkur Að ég fór ekki fyrst í pottinn Að það voru aðallega útlendingar í sundi Að borgarar þessa lands virði skyldur sínar.“ Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
„Slysin gera ekki boð á undan sér. Í vikunni var ég á leið í minn 2 km sundsprett þegar vinsamlegur maður hljóp á eftir mér og sagði það “borgaralega skyldu sína að láta mig vita”. Ég var þá við að stinga mér til sunds - og hélt að hér væri kominn virkjunarsinni sem vildi mig feigan. En ástæðan var sú að þjóhnappar mínir voru til sýnis í gegnum risa saumsprettu á Arena sundbuxunum.“ Svona hefst Facebook-færsla sem læknirinn Tómas Guðbjartsson, oft þekktur sem Lækna-Tómas, birti á Facebook fyrr í vikunni. Færslan ber yfirskriftina „Óvænt rassrifa í Vesturbæjarlaug.“ Þar lýsir hann atviki sem helst mætti lýsa sem pínlegu. Tómas heldur áfram: „Ég trúði þessu ekki þar til ég þreifaði á mínum kæru gluteus maximus - og fann strax að húð mætti húð. Mér til frekari hryllings rakst ég á líffæri sem eiga að vera framar á líkamanum. Ég þakkaði kærlega fyrir og bakkaði inn í sturtuklefann með lófana fyrir aftan bak. Ákvað að þakka meðborgara mínum á ensku - enda minna trauma að þykjast vera útlendingur við svona pínlegar aðstæður,“ skrifar Tómas, og bætir við að hrakfarir hans hafi ollið öðrum sundgestum í klefanum mikilli kátínu. Allt fór þó vel að lokum, þar sem Tómas gat leigt sér sundskýlu „án sleppibúnaðar,“ og haldið út í laug. Að lokum skrifar Tómas: „[Ég] er þakklátur fyrir eftirfarandi: Að það var myrkur Að ég fór ekki fyrst í pottinn Að það voru aðallega útlendingar í sundi Að borgarar þessa lands virði skyldur sínar.“
Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira