Segir viðmið í lögreglunáminu frjálslegri en víða þegar kemur að veikindum eða kvillum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2019 16:00 Ólafur Örn Bragason forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar segir viðmiðin endurskoðuð árlega af teymi sérfræðilækna Vísir/Vilhelm Viðmið í lögreglunám á Íslandi eru byggð á viðmiðum Norðurlandanna en eru þó nokkuð frjálslegri, að því marki að hér á landi er einstaklingsbundið mat framkvæmt í stað þess að beita algjörri útilokun þegar kemur að ákveðnum veikindum eða kvillum. Síðustu daga hafa umsækjendur í starfsnám í lögreglufræðum stigið fram og sagt frá því að þeir hafi ekki fengið inngöngu í námið af því að þeir eru á kvíðalyfjum. Dómsmálaráðherra ræddi málið í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær og sagðist ætla að beina því til embættis ríkislögreglustjóra að endurskoða viðmið fyrir inngöngu í námið. Umsækjendur eigi rétt á einstaklingsbundnu mati. Ólafur Örn Bragason forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar segir viðmiðin endurskoðuð árlega af teymi sérfræðilækna og þau séu í samræmi við viðmiðin á Norðurlöndunum. Hér á landi er þó gefinn kostur á að skila sérfræðivottorði ef umsækjandi er með áhættuþætti og hér sé því nú þegar framkvæmt einstaklingsbundið mat, eins og ráðherra leggur til. „Það er svoleiðis í dag - metum hvert tilfelli út af fyrir sig. Það er ekki þannig á norðurlöndunum, það er það sem ég á við þegar ég tala um stífari viðmið þar , útilokandi þættir hér og þar. Ekki gefið tækifæri á að skila vottorði. Veit ekki af hverju þetta er svona á norðurlöndum og okkur fannst þetta stíf viðmið. “ Umsækjendur þurfa aftur á móti að afla sér sjálfir gagna og segir Ólafur það geta verið nokkuð erfitt, þar sem tíminn er naumur og bið getur verið hjá læknum, t.d geðlæknum. Nú sé í vinnslu að auðvelda ferlið. „Það sem við þurfum að skoða er hvernig hægt er að auðvelda umsækjendum, þannig að þeir fái þessar upplýsingar fyrr og við erum búnir að ætlum að gera myndband með leiðbeiningum um hvernig hægt er að fylla út þessi vottorð og hver eru þá næstu skref, ef maður er t.d. með háan blóðþrýsting hvað maður eigi að gera, þannig að þetta sé skýrt gagnvart umsækjendum, þannig að þeir geti verið búnir að afla þessara gagna áður en umsóknarfrestur líður.“ Þannig er það möguleiki á Íslandi að komast í námið þrátt fyrir að vera til dæmis á kvíðalyfjum. Sérfræðivottorðið þarf þó að vera til staðar þar sem staðfest er að kvillinn eða veikindin muni ekki hamla fólki í lögreglustarfi. „Samkvæmt viðmiðunum á þetta að vera möguleiki að viðkomandi skili inn sérfræðivottorði og verði þá metinn hæfur, uppfylli þessi læknisfræðiskilyrði.“ Lögreglan Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Felur ríkislögreglustjóra að skoða viðmiðin eftir frásögn lögreglukonu Dómsmálaráðherra hyggst beina því til embættis ríkislögreglustjóra að skoða þau viðmið sem stuðst er við varðandi inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. 18. desember 2019 17:03 Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Lögreglukona, sem hóf nám í lögreglufræðum í haust, fær ekki inngöngu í starfsnám við Háskólann á Akureyri vegna þess að hún var að taka inn kvíðalyf þegar hún sendi inn umsóknina. 16. desember 2019 19:15 Segir rangt að fólk með ADHD sé útilokað frá lögreglunni Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, segir reglur um einstaklinga með ADHD innan lögreglunnar ekki hafa verið hertar. 19. ágúst 2019 20:30 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Viðmið í lögreglunám á Íslandi eru byggð á viðmiðum Norðurlandanna en eru þó nokkuð frjálslegri, að því marki að hér á landi er einstaklingsbundið mat framkvæmt í stað þess að beita algjörri útilokun þegar kemur að ákveðnum veikindum eða kvillum. Síðustu daga hafa umsækjendur í starfsnám í lögreglufræðum stigið fram og sagt frá því að þeir hafi ekki fengið inngöngu í námið af því að þeir eru á kvíðalyfjum. Dómsmálaráðherra ræddi málið í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær og sagðist ætla að beina því til embættis ríkislögreglustjóra að endurskoða viðmið fyrir inngöngu í námið. Umsækjendur eigi rétt á einstaklingsbundnu mati. Ólafur Örn Bragason forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar segir viðmiðin endurskoðuð árlega af teymi sérfræðilækna og þau séu í samræmi við viðmiðin á Norðurlöndunum. Hér á landi er þó gefinn kostur á að skila sérfræðivottorði ef umsækjandi er með áhættuþætti og hér sé því nú þegar framkvæmt einstaklingsbundið mat, eins og ráðherra leggur til. „Það er svoleiðis í dag - metum hvert tilfelli út af fyrir sig. Það er ekki þannig á norðurlöndunum, það er það sem ég á við þegar ég tala um stífari viðmið þar , útilokandi þættir hér og þar. Ekki gefið tækifæri á að skila vottorði. Veit ekki af hverju þetta er svona á norðurlöndum og okkur fannst þetta stíf viðmið. “ Umsækjendur þurfa aftur á móti að afla sér sjálfir gagna og segir Ólafur það geta verið nokkuð erfitt, þar sem tíminn er naumur og bið getur verið hjá læknum, t.d geðlæknum. Nú sé í vinnslu að auðvelda ferlið. „Það sem við þurfum að skoða er hvernig hægt er að auðvelda umsækjendum, þannig að þeir fái þessar upplýsingar fyrr og við erum búnir að ætlum að gera myndband með leiðbeiningum um hvernig hægt er að fylla út þessi vottorð og hver eru þá næstu skref, ef maður er t.d. með háan blóðþrýsting hvað maður eigi að gera, þannig að þetta sé skýrt gagnvart umsækjendum, þannig að þeir geti verið búnir að afla þessara gagna áður en umsóknarfrestur líður.“ Þannig er það möguleiki á Íslandi að komast í námið þrátt fyrir að vera til dæmis á kvíðalyfjum. Sérfræðivottorðið þarf þó að vera til staðar þar sem staðfest er að kvillinn eða veikindin muni ekki hamla fólki í lögreglustarfi. „Samkvæmt viðmiðunum á þetta að vera möguleiki að viðkomandi skili inn sérfræðivottorði og verði þá metinn hæfur, uppfylli þessi læknisfræðiskilyrði.“
Lögreglan Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Felur ríkislögreglustjóra að skoða viðmiðin eftir frásögn lögreglukonu Dómsmálaráðherra hyggst beina því til embættis ríkislögreglustjóra að skoða þau viðmið sem stuðst er við varðandi inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. 18. desember 2019 17:03 Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Lögreglukona, sem hóf nám í lögreglufræðum í haust, fær ekki inngöngu í starfsnám við Háskólann á Akureyri vegna þess að hún var að taka inn kvíðalyf þegar hún sendi inn umsóknina. 16. desember 2019 19:15 Segir rangt að fólk með ADHD sé útilokað frá lögreglunni Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, segir reglur um einstaklinga með ADHD innan lögreglunnar ekki hafa verið hertar. 19. ágúst 2019 20:30 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Felur ríkislögreglustjóra að skoða viðmiðin eftir frásögn lögreglukonu Dómsmálaráðherra hyggst beina því til embættis ríkislögreglustjóra að skoða þau viðmið sem stuðst er við varðandi inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. 18. desember 2019 17:03
Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Lögreglukona, sem hóf nám í lögreglufræðum í haust, fær ekki inngöngu í starfsnám við Háskólann á Akureyri vegna þess að hún var að taka inn kvíðalyf þegar hún sendi inn umsóknina. 16. desember 2019 19:15
Segir rangt að fólk með ADHD sé útilokað frá lögreglunni Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, segir reglur um einstaklinga með ADHD innan lögreglunnar ekki hafa verið hertar. 19. ágúst 2019 20:30