Skáluðu fyrir nýrri Óðinsgötu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. desember 2019 18:30 Nýjar stofnlagnir snjóbræðslu eru í götu og gangstéttum á Óðinsgötu og greiðfærara er fyrir gangandi vegfarendur eftir breytingar. Eigendur og starfsfólk reksturs í götunni fagnaði opnun hennar í dag. Í maí á þessu ári hófust framkvæmdir á Óðinsgötu samkvæmt upplýsingum á vefsíðu borgarinnar. Í upphafi var gert ráð fyrir að endurgerð Óðinsgötu milli Skólavörðustígs og Freyjutorgi yrði lokið í í lok júní en það var svo föstudaginn 13. desember sem gatan var formlega opnuð. Guðrún Kristjánsdóttir annar eigandi Systrasamlagsins Rekstraraðilar við götuna fagnaði opnuninni í dag. Meðal þeirra var Guðrún Kristjánsdóttir annar eigandi Systrasamlagsins. „Við erum búin að vera eins og litlir krakkar að bíða eftir að hún opni. Við fögnum því mjög í dag og tökum jólin á þetta. Flæðið hefur gjörbreyst, þetta er stórkostleg gata. Ég skora hins vegar á borgaryfirvöld að gera nú betur næst,“ segir Guðrún. Guðmundur Jónsson annar eigandi Fasteignamarkaðarins. Guðmundur Jónsson eigandi Fasteignamarkaðarins er afar ánægður með breytinguna á götunni en hefði viljað sjá betri samskipti milli borgarinnar og hagsmunaaðila. „Ég held að borgin þurfi að læra að samskipti við hagsmunaaðila og íbúa á svæðinu þurfa að vera í lagi því það var algjört samskiptaleysi á meðan framkvæmdum stóð. Við þurftum alltaf að hafa frumkvæði að því að fá upplýsingar þaðan,“ segir Guðmundur. Ragnheiður Elísabet Þuríðardóttir einn eigandi Mengis. Eigendur Mengis þurftu um tíma að loka vegna framkvæmdanna í sumar og segja að löng bið sé loks á enda. Meðal þeirra er Ragnheiður Elísabet Þuríðardóttir. „Við þurftum að loka hjá okkur í þrjár vikur í júlí í fyrsta skipti í sex ára vegna aðgengismála. Þá þurfti að hætta við viðburði. En við fögnum að sjálfsögðu bættri og breyttri Óðinsgötu í dag,“ segir Ragnheiður. Ólafur Traustason sölumaður hjá Smekkleysu Ólafur Traustason sölumaður hjá Smekkleysu segir að það hafi verið svolítið einmannalegt hjá sér síðustu mánuði en nú horfi allt til betri vegar. „Þetta er alveg yndislegt, nú get ég labbað beint til og frá vinnu. Við vorum að reyna að koma fótunum fyrir hér en framkvæmdirnar höfðu þær áhrif að mun færri komu til okkar. Það er gaman núna að fá ferðamennina til að kíkja á okkur og kaupa sér Bjarkarbolina og fleira,“ segir Ólafur. Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Sundurgrafin Óðinsgata kemur í veg fyrir vöfflukaffi borgarstjóra Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hefur í gegnum árin haft það fyrir sið að bjóða borgarbúum í vöfflukaffi heima hjá sér á Óðinsgötu á Menningarnótt. 23. ágúst 2019 22:23 „Þetta er rugl og sorglegt“ segir rekstraraðili á Óðinsgötu um framgöngu borgarinnar Rekstraraðilar á Hverfisgötu og Óðinsgötu gagnrýna borgina harðlega fyrir samskiptaleysi og tafir á framkvæmdum á götunum. Óskað hefur verið eftir því að Samtök aðila í ferðaþjónustu beiti sér í málinu. 10. september 2019 18:45 Borgin ætlar að stórefla samráð og samskipti Hagsmunaaðilar á Óðinsgötu og Hverfisgötu hafa gagnrýnt borgina í fréttum okkar fyrir samráðsleysi, of litlar upplýsingar og frestanir á framkvæmdum í götunum. Framkvæmalokum við Óðinsgötu hefur verið frestað í þrígang og í gær kom í ljós að aftur þarf að fresta framkvæmdum þar til næstu mánaðamóta. 13. september 2019 22:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Nýjar stofnlagnir snjóbræðslu eru í götu og gangstéttum á Óðinsgötu og greiðfærara er fyrir gangandi vegfarendur eftir breytingar. Eigendur og starfsfólk reksturs í götunni fagnaði opnun hennar í dag. Í maí á þessu ári hófust framkvæmdir á Óðinsgötu samkvæmt upplýsingum á vefsíðu borgarinnar. Í upphafi var gert ráð fyrir að endurgerð Óðinsgötu milli Skólavörðustígs og Freyjutorgi yrði lokið í í lok júní en það var svo föstudaginn 13. desember sem gatan var formlega opnuð. Guðrún Kristjánsdóttir annar eigandi Systrasamlagsins Rekstraraðilar við götuna fagnaði opnuninni í dag. Meðal þeirra var Guðrún Kristjánsdóttir annar eigandi Systrasamlagsins. „Við erum búin að vera eins og litlir krakkar að bíða eftir að hún opni. Við fögnum því mjög í dag og tökum jólin á þetta. Flæðið hefur gjörbreyst, þetta er stórkostleg gata. Ég skora hins vegar á borgaryfirvöld að gera nú betur næst,“ segir Guðrún. Guðmundur Jónsson annar eigandi Fasteignamarkaðarins. Guðmundur Jónsson eigandi Fasteignamarkaðarins er afar ánægður með breytinguna á götunni en hefði viljað sjá betri samskipti milli borgarinnar og hagsmunaaðila. „Ég held að borgin þurfi að læra að samskipti við hagsmunaaðila og íbúa á svæðinu þurfa að vera í lagi því það var algjört samskiptaleysi á meðan framkvæmdum stóð. Við þurftum alltaf að hafa frumkvæði að því að fá upplýsingar þaðan,“ segir Guðmundur. Ragnheiður Elísabet Þuríðardóttir einn eigandi Mengis. Eigendur Mengis þurftu um tíma að loka vegna framkvæmdanna í sumar og segja að löng bið sé loks á enda. Meðal þeirra er Ragnheiður Elísabet Þuríðardóttir. „Við þurftum að loka hjá okkur í þrjár vikur í júlí í fyrsta skipti í sex ára vegna aðgengismála. Þá þurfti að hætta við viðburði. En við fögnum að sjálfsögðu bættri og breyttri Óðinsgötu í dag,“ segir Ragnheiður. Ólafur Traustason sölumaður hjá Smekkleysu Ólafur Traustason sölumaður hjá Smekkleysu segir að það hafi verið svolítið einmannalegt hjá sér síðustu mánuði en nú horfi allt til betri vegar. „Þetta er alveg yndislegt, nú get ég labbað beint til og frá vinnu. Við vorum að reyna að koma fótunum fyrir hér en framkvæmdirnar höfðu þær áhrif að mun færri komu til okkar. Það er gaman núna að fá ferðamennina til að kíkja á okkur og kaupa sér Bjarkarbolina og fleira,“ segir Ólafur.
Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Sundurgrafin Óðinsgata kemur í veg fyrir vöfflukaffi borgarstjóra Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hefur í gegnum árin haft það fyrir sið að bjóða borgarbúum í vöfflukaffi heima hjá sér á Óðinsgötu á Menningarnótt. 23. ágúst 2019 22:23 „Þetta er rugl og sorglegt“ segir rekstraraðili á Óðinsgötu um framgöngu borgarinnar Rekstraraðilar á Hverfisgötu og Óðinsgötu gagnrýna borgina harðlega fyrir samskiptaleysi og tafir á framkvæmdum á götunum. Óskað hefur verið eftir því að Samtök aðila í ferðaþjónustu beiti sér í málinu. 10. september 2019 18:45 Borgin ætlar að stórefla samráð og samskipti Hagsmunaaðilar á Óðinsgötu og Hverfisgötu hafa gagnrýnt borgina í fréttum okkar fyrir samráðsleysi, of litlar upplýsingar og frestanir á framkvæmdum í götunum. Framkvæmalokum við Óðinsgötu hefur verið frestað í þrígang og í gær kom í ljós að aftur þarf að fresta framkvæmdum þar til næstu mánaðamóta. 13. september 2019 22:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Sundurgrafin Óðinsgata kemur í veg fyrir vöfflukaffi borgarstjóra Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hefur í gegnum árin haft það fyrir sið að bjóða borgarbúum í vöfflukaffi heima hjá sér á Óðinsgötu á Menningarnótt. 23. ágúst 2019 22:23
„Þetta er rugl og sorglegt“ segir rekstraraðili á Óðinsgötu um framgöngu borgarinnar Rekstraraðilar á Hverfisgötu og Óðinsgötu gagnrýna borgina harðlega fyrir samskiptaleysi og tafir á framkvæmdum á götunum. Óskað hefur verið eftir því að Samtök aðila í ferðaþjónustu beiti sér í málinu. 10. september 2019 18:45
Borgin ætlar að stórefla samráð og samskipti Hagsmunaaðilar á Óðinsgötu og Hverfisgötu hafa gagnrýnt borgina í fréttum okkar fyrir samráðsleysi, of litlar upplýsingar og frestanir á framkvæmdum í götunum. Framkvæmalokum við Óðinsgötu hefur verið frestað í þrígang og í gær kom í ljós að aftur þarf að fresta framkvæmdum þar til næstu mánaðamóta. 13. september 2019 22:30