Skáluðu fyrir nýrri Óðinsgötu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. desember 2019 18:30 Nýjar stofnlagnir snjóbræðslu eru í götu og gangstéttum á Óðinsgötu og greiðfærara er fyrir gangandi vegfarendur eftir breytingar. Eigendur og starfsfólk reksturs í götunni fagnaði opnun hennar í dag. Í maí á þessu ári hófust framkvæmdir á Óðinsgötu samkvæmt upplýsingum á vefsíðu borgarinnar. Í upphafi var gert ráð fyrir að endurgerð Óðinsgötu milli Skólavörðustígs og Freyjutorgi yrði lokið í í lok júní en það var svo föstudaginn 13. desember sem gatan var formlega opnuð. Guðrún Kristjánsdóttir annar eigandi Systrasamlagsins Rekstraraðilar við götuna fagnaði opnuninni í dag. Meðal þeirra var Guðrún Kristjánsdóttir annar eigandi Systrasamlagsins. „Við erum búin að vera eins og litlir krakkar að bíða eftir að hún opni. Við fögnum því mjög í dag og tökum jólin á þetta. Flæðið hefur gjörbreyst, þetta er stórkostleg gata. Ég skora hins vegar á borgaryfirvöld að gera nú betur næst,“ segir Guðrún. Guðmundur Jónsson annar eigandi Fasteignamarkaðarins. Guðmundur Jónsson eigandi Fasteignamarkaðarins er afar ánægður með breytinguna á götunni en hefði viljað sjá betri samskipti milli borgarinnar og hagsmunaaðila. „Ég held að borgin þurfi að læra að samskipti við hagsmunaaðila og íbúa á svæðinu þurfa að vera í lagi því það var algjört samskiptaleysi á meðan framkvæmdum stóð. Við þurftum alltaf að hafa frumkvæði að því að fá upplýsingar þaðan,“ segir Guðmundur. Ragnheiður Elísabet Þuríðardóttir einn eigandi Mengis. Eigendur Mengis þurftu um tíma að loka vegna framkvæmdanna í sumar og segja að löng bið sé loks á enda. Meðal þeirra er Ragnheiður Elísabet Þuríðardóttir. „Við þurftum að loka hjá okkur í þrjár vikur í júlí í fyrsta skipti í sex ára vegna aðgengismála. Þá þurfti að hætta við viðburði. En við fögnum að sjálfsögðu bættri og breyttri Óðinsgötu í dag,“ segir Ragnheiður. Ólafur Traustason sölumaður hjá Smekkleysu Ólafur Traustason sölumaður hjá Smekkleysu segir að það hafi verið svolítið einmannalegt hjá sér síðustu mánuði en nú horfi allt til betri vegar. „Þetta er alveg yndislegt, nú get ég labbað beint til og frá vinnu. Við vorum að reyna að koma fótunum fyrir hér en framkvæmdirnar höfðu þær áhrif að mun færri komu til okkar. Það er gaman núna að fá ferðamennina til að kíkja á okkur og kaupa sér Bjarkarbolina og fleira,“ segir Ólafur. Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Sundurgrafin Óðinsgata kemur í veg fyrir vöfflukaffi borgarstjóra Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hefur í gegnum árin haft það fyrir sið að bjóða borgarbúum í vöfflukaffi heima hjá sér á Óðinsgötu á Menningarnótt. 23. ágúst 2019 22:23 „Þetta er rugl og sorglegt“ segir rekstraraðili á Óðinsgötu um framgöngu borgarinnar Rekstraraðilar á Hverfisgötu og Óðinsgötu gagnrýna borgina harðlega fyrir samskiptaleysi og tafir á framkvæmdum á götunum. Óskað hefur verið eftir því að Samtök aðila í ferðaþjónustu beiti sér í málinu. 10. september 2019 18:45 Borgin ætlar að stórefla samráð og samskipti Hagsmunaaðilar á Óðinsgötu og Hverfisgötu hafa gagnrýnt borgina í fréttum okkar fyrir samráðsleysi, of litlar upplýsingar og frestanir á framkvæmdum í götunum. Framkvæmalokum við Óðinsgötu hefur verið frestað í þrígang og í gær kom í ljós að aftur þarf að fresta framkvæmdum þar til næstu mánaðamóta. 13. september 2019 22:30 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Nýjar stofnlagnir snjóbræðslu eru í götu og gangstéttum á Óðinsgötu og greiðfærara er fyrir gangandi vegfarendur eftir breytingar. Eigendur og starfsfólk reksturs í götunni fagnaði opnun hennar í dag. Í maí á þessu ári hófust framkvæmdir á Óðinsgötu samkvæmt upplýsingum á vefsíðu borgarinnar. Í upphafi var gert ráð fyrir að endurgerð Óðinsgötu milli Skólavörðustígs og Freyjutorgi yrði lokið í í lok júní en það var svo föstudaginn 13. desember sem gatan var formlega opnuð. Guðrún Kristjánsdóttir annar eigandi Systrasamlagsins Rekstraraðilar við götuna fagnaði opnuninni í dag. Meðal þeirra var Guðrún Kristjánsdóttir annar eigandi Systrasamlagsins. „Við erum búin að vera eins og litlir krakkar að bíða eftir að hún opni. Við fögnum því mjög í dag og tökum jólin á þetta. Flæðið hefur gjörbreyst, þetta er stórkostleg gata. Ég skora hins vegar á borgaryfirvöld að gera nú betur næst,“ segir Guðrún. Guðmundur Jónsson annar eigandi Fasteignamarkaðarins. Guðmundur Jónsson eigandi Fasteignamarkaðarins er afar ánægður með breytinguna á götunni en hefði viljað sjá betri samskipti milli borgarinnar og hagsmunaaðila. „Ég held að borgin þurfi að læra að samskipti við hagsmunaaðila og íbúa á svæðinu þurfa að vera í lagi því það var algjört samskiptaleysi á meðan framkvæmdum stóð. Við þurftum alltaf að hafa frumkvæði að því að fá upplýsingar þaðan,“ segir Guðmundur. Ragnheiður Elísabet Þuríðardóttir einn eigandi Mengis. Eigendur Mengis þurftu um tíma að loka vegna framkvæmdanna í sumar og segja að löng bið sé loks á enda. Meðal þeirra er Ragnheiður Elísabet Þuríðardóttir. „Við þurftum að loka hjá okkur í þrjár vikur í júlí í fyrsta skipti í sex ára vegna aðgengismála. Þá þurfti að hætta við viðburði. En við fögnum að sjálfsögðu bættri og breyttri Óðinsgötu í dag,“ segir Ragnheiður. Ólafur Traustason sölumaður hjá Smekkleysu Ólafur Traustason sölumaður hjá Smekkleysu segir að það hafi verið svolítið einmannalegt hjá sér síðustu mánuði en nú horfi allt til betri vegar. „Þetta er alveg yndislegt, nú get ég labbað beint til og frá vinnu. Við vorum að reyna að koma fótunum fyrir hér en framkvæmdirnar höfðu þær áhrif að mun færri komu til okkar. Það er gaman núna að fá ferðamennina til að kíkja á okkur og kaupa sér Bjarkarbolina og fleira,“ segir Ólafur.
Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Sundurgrafin Óðinsgata kemur í veg fyrir vöfflukaffi borgarstjóra Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hefur í gegnum árin haft það fyrir sið að bjóða borgarbúum í vöfflukaffi heima hjá sér á Óðinsgötu á Menningarnótt. 23. ágúst 2019 22:23 „Þetta er rugl og sorglegt“ segir rekstraraðili á Óðinsgötu um framgöngu borgarinnar Rekstraraðilar á Hverfisgötu og Óðinsgötu gagnrýna borgina harðlega fyrir samskiptaleysi og tafir á framkvæmdum á götunum. Óskað hefur verið eftir því að Samtök aðila í ferðaþjónustu beiti sér í málinu. 10. september 2019 18:45 Borgin ætlar að stórefla samráð og samskipti Hagsmunaaðilar á Óðinsgötu og Hverfisgötu hafa gagnrýnt borgina í fréttum okkar fyrir samráðsleysi, of litlar upplýsingar og frestanir á framkvæmdum í götunum. Framkvæmalokum við Óðinsgötu hefur verið frestað í þrígang og í gær kom í ljós að aftur þarf að fresta framkvæmdum þar til næstu mánaðamóta. 13. september 2019 22:30 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Sundurgrafin Óðinsgata kemur í veg fyrir vöfflukaffi borgarstjóra Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hefur í gegnum árin haft það fyrir sið að bjóða borgarbúum í vöfflukaffi heima hjá sér á Óðinsgötu á Menningarnótt. 23. ágúst 2019 22:23
„Þetta er rugl og sorglegt“ segir rekstraraðili á Óðinsgötu um framgöngu borgarinnar Rekstraraðilar á Hverfisgötu og Óðinsgötu gagnrýna borgina harðlega fyrir samskiptaleysi og tafir á framkvæmdum á götunum. Óskað hefur verið eftir því að Samtök aðila í ferðaþjónustu beiti sér í málinu. 10. september 2019 18:45
Borgin ætlar að stórefla samráð og samskipti Hagsmunaaðilar á Óðinsgötu og Hverfisgötu hafa gagnrýnt borgina í fréttum okkar fyrir samráðsleysi, of litlar upplýsingar og frestanir á framkvæmdum í götunum. Framkvæmalokum við Óðinsgötu hefur verið frestað í þrígang og í gær kom í ljós að aftur þarf að fresta framkvæmdum þar til næstu mánaðamóta. 13. september 2019 22:30