Gleðileg jól eða hvað... Bryndís Jónsdóttir skrifar 17. desember 2019 08:00 Jólafriður, jólakósý, jólakakó, jólalög, jólasmákökur og jólagleði. Krafan er einföld og skýr, allir eiga að gefa sér tíma til að njóta aðventunnar, hafa það notalegt um jólin og umfram allt vera glaðir...alltaf. En hver er hinn blákaldi veruleiki? Desember er sennilega einn annasamasti mánuður ársins hjá mörgum fjölskyldum. Fullorðna fólkið hefur sína dagskrá.... jólahlaðborð með vinnunni, búa til karamellukransa, jólasaumaklúbburinn, aðventuferðin til Þýskalands, smakka jólabjórinn og Beaujolais Nouveau, jólaþrifin, heimsækja ættingjana sem búið er að vanrækja allt árið, kaupa jólagjafirnar nú eða föndra þær. Aðstoða jólasveininn við að útvega skógjafir og gera piparkökuhús. Jólakortaskrifin eru á undanhaldi en jólasmákökurnar baka sig ekki sjálfar þótt það sé nú reyndar orðið auðveldara að kaupa tilbúnar smákökur en áður. En þú mætir ekki í kökuskiptipartýið með kökur úr búð...þar fór það. Ef þú ert ekki á kafi í öllu þessu þá ertu kannski að vinna eins og skepna allan mánuðinn því herlegheitin kosta jú sitt og enginn má vera minni en næsti maður þegar kemur að jólaskreytingum, jólamat og huggulegum jólatónleikum sem kosta hálfan handlegg. Væntingarnar eru keyrðar upp í topp og þeir sem ekki geta eða vilja vera með í brjálæðinu sitja eftir með einhvers konar ófullnægjutilfinningu. Dagskrá barnanna Eins og þetta sé nú ekki nóg þá byrjar fjörið fyrst þegar jóladagskrá barnanna lítur dagsins ljós. Skólinn byrjar. Það á að mæta í jólapeysu þennan daginn....eins og það sé lögmál að allir eigi jólapeysu, litríkum sokkum næsta dag, koma með pening fyrir kaffihúsa- eða bíóferð þriðja daginn og smákökur í nesti hinn daginn og svo er skertur dagur í skólanum, helgileikur og jólaskemmtanir á tímum sem engan veginn henta vinnandi fólki. Hvernig í veröldinni eiga foreldrar að komast yfir að vita hvenær hver á að mæta hvar og með hvað ef mörg börn eru á heimilinu? Og svo eru það tómstundirnar og íþróttirnar. Það er jólamót í fótbolta, handbolta, fimleikum og sundi, danssýning og lúðrasveitartónleikar helgina fyrir jól en auðvitað þarf líka að hafa jólahitting og aukaæfingar. Of mikið í gangi Er nema von að margir foreldrar séu örmagna og börnin uppfull af kvíða og spennu þegar jólin loksins ganga í garð? Þurfum við ekki að bakka aðeins út úr þessum kröfum sem koma úr öllum áttum og skoða hvort þetta er allt alveg nauðsynlegt? Væri kannski ráð að hætta að hlaða öllum uppákomum á þennan tíma í desember, gefa fjölskyldum tíma til að njóta aðventunnar í raun og veru, hlúa hvert að öðru, gera minni kröfur til hvers annars og okkar sjálfra og finna aftur friðinn og kyrrðina innra með okkur? Breytum þessu og gerum það saman því bætt samfélag og betri líðan er á ábyrgð okkar allra.Höfundur er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Skóla - og menntamál Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Sjá meira
Jólafriður, jólakósý, jólakakó, jólalög, jólasmákökur og jólagleði. Krafan er einföld og skýr, allir eiga að gefa sér tíma til að njóta aðventunnar, hafa það notalegt um jólin og umfram allt vera glaðir...alltaf. En hver er hinn blákaldi veruleiki? Desember er sennilega einn annasamasti mánuður ársins hjá mörgum fjölskyldum. Fullorðna fólkið hefur sína dagskrá.... jólahlaðborð með vinnunni, búa til karamellukransa, jólasaumaklúbburinn, aðventuferðin til Þýskalands, smakka jólabjórinn og Beaujolais Nouveau, jólaþrifin, heimsækja ættingjana sem búið er að vanrækja allt árið, kaupa jólagjafirnar nú eða föndra þær. Aðstoða jólasveininn við að útvega skógjafir og gera piparkökuhús. Jólakortaskrifin eru á undanhaldi en jólasmákökurnar baka sig ekki sjálfar þótt það sé nú reyndar orðið auðveldara að kaupa tilbúnar smákökur en áður. En þú mætir ekki í kökuskiptipartýið með kökur úr búð...þar fór það. Ef þú ert ekki á kafi í öllu þessu þá ertu kannski að vinna eins og skepna allan mánuðinn því herlegheitin kosta jú sitt og enginn má vera minni en næsti maður þegar kemur að jólaskreytingum, jólamat og huggulegum jólatónleikum sem kosta hálfan handlegg. Væntingarnar eru keyrðar upp í topp og þeir sem ekki geta eða vilja vera með í brjálæðinu sitja eftir með einhvers konar ófullnægjutilfinningu. Dagskrá barnanna Eins og þetta sé nú ekki nóg þá byrjar fjörið fyrst þegar jóladagskrá barnanna lítur dagsins ljós. Skólinn byrjar. Það á að mæta í jólapeysu þennan daginn....eins og það sé lögmál að allir eigi jólapeysu, litríkum sokkum næsta dag, koma með pening fyrir kaffihúsa- eða bíóferð þriðja daginn og smákökur í nesti hinn daginn og svo er skertur dagur í skólanum, helgileikur og jólaskemmtanir á tímum sem engan veginn henta vinnandi fólki. Hvernig í veröldinni eiga foreldrar að komast yfir að vita hvenær hver á að mæta hvar og með hvað ef mörg börn eru á heimilinu? Og svo eru það tómstundirnar og íþróttirnar. Það er jólamót í fótbolta, handbolta, fimleikum og sundi, danssýning og lúðrasveitartónleikar helgina fyrir jól en auðvitað þarf líka að hafa jólahitting og aukaæfingar. Of mikið í gangi Er nema von að margir foreldrar séu örmagna og börnin uppfull af kvíða og spennu þegar jólin loksins ganga í garð? Þurfum við ekki að bakka aðeins út úr þessum kröfum sem koma úr öllum áttum og skoða hvort þetta er allt alveg nauðsynlegt? Væri kannski ráð að hætta að hlaða öllum uppákomum á þennan tíma í desember, gefa fjölskyldum tíma til að njóta aðventunnar í raun og veru, hlúa hvert að öðru, gera minni kröfur til hvers annars og okkar sjálfra og finna aftur friðinn og kyrrðina innra með okkur? Breytum þessu og gerum það saman því bætt samfélag og betri líðan er á ábyrgð okkar allra.Höfundur er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla.
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun