Átta lið hafa nú tryggt sér sæti í úrslitakeppni NFL-deildarinnar eftir úrslit fimmtándu umferðarinnar í gær og nótt. Buffalo Bills, New England Patriots, Seattle Seahawks og Green Bay Packers komust öll í úrslitakeppnina með sigri og það gerði einnig San Francisco 49ers þrátt fyrir tap, þökk sé úrslitum í öðrum leikjum.
FINAL: The @Patriots advance to 11-3 with a playoff-clinching win! #NEvsCIN#GoPatspic.twitter.com/3luwmyUx2c
— NFL (@NFL) December 15, 2019
Tom Brady og félagar í New England Patriots settu nýtt met með því að komast í úrslitakeppnina ellefta árið í röð. Liðið hefur verið aðeins að hiksta að undanförnu en er öruggt inn í úrslitakeppnina eftir 34-13 útisigur á Cincinnati Bengals.
Patriots varð fjórða liðið til þess að tryggja sig inn í úrslitakeppnina og bættist þar í hóp með Baltimore Ravens, Kansas City Chiefs og New Orleans Saints.
Þegar leið á daginn og kvöldið þá bættust fjögur önnur lið við. Seattle Seahawks tryggði sig inn með 30-24 útisigri á Carolina Panthers og Green Bay Packers er öruggt eftir 21-13 sigur á Chicago Bears en bæði fóru inn af því að Los Angeles Rams tapaði á móti Dallas Cowboys. Það gerði einnig San Francisco 49ers þrátt fyrir tap á móti Atlanta Falcons.
FINAL: The @BuffaloBills improve to 10-4! #BUFvsPIT#GoBIlls
— NFL (@NFL) December 16, 2019
(by @Lexus) pic.twitter.com/rVRPMQjP34
Buffalo Bills var síðan síðasta liðið til að tryggja sig inn eftir 17-10 sigur á Pittsburgh Steelers í Sunnudagskvöldleiknum.
Það er mikil spenna í suðurriðli Ameríkudeildarinnar og þar vann Houston Texans gríðarlega mikilvægan 24-21 útisigur á Tennessee Titans. Liðin voru jöfn á toppi riðilsins fyrir leikinn en mætast svo aftur í lokaumferðinni.
Dallas Cowboys og Philadelphia Eagles eru í mikilli keppni í Austurriðli Þjóðardeildarinnar og eru áfram jöfn eftir sigra hjá báðum. Það lítur því út fyrir hreinan úrslitaleik hjá þeim um næstu helgi.
Annars setti vetur konungur mikinn svip á leik Kansas City Chiefs og Denver Broncos en hann var spilaður í snjó. Það kom þó ekki í veg fyrir að Patrick Mahomes leiddi Chiefs liðið til sigurs, 23-3.
FINAL: The @Chiefs win a wintery Week 15 game! #DENvsKC#ChiefsKingdompic.twitter.com/aYf9dH0eiT
— NFL (@NFL) December 15, 2019
Úrslitin í NFL-deildinni:
Pittsburgh Steelers - Buffalo Bills 10-17
Dallas Cowboys - Los Angeles Rams 44-21
San Francisco 49ers - Atlanta Falcons 22-29
Arizona Cardinals - Cleveland Browns 38-24
Los Angeles Chargers - Minnesota Vikings 10-39
Oakland Raiders - Jacksonville Jaguars 16-20
Carolina Panthers - Seattle Seahawks 24-30
Cincinnati Bengals - New England Patriots 13-34
Detroit Lions - Tampa Bay Buccaneers 17-38
Green Bay Packers - Chicago Bears 21-13
Kansas City Chiefs - Denver Broncos 23-3
New York Giants - Miami Dolphins 36-20
Tennessee Titans - Houston Texans 21-24
Washington Redskins - Philadelphia Eagles 27-37
FINAL: The @packers improve to 11-3!#GoPackGo#CHIvsGBpic.twitter.com/ZAy2qChwfG
— NFL (@NFL) December 15, 2019
Ameríkudeildin - staðan (feit- og skáletruð lið örugg í úrslitakeppni)
Austurriðill
New England Patriots 11-3
Buffalo Bills 10-4
New York Jets 5-9
Miami Dolphins 3-11
Norðurriðill
Baltimore Ravens 12-2
Pittsburgh Steelers 8-6
Cleveland Browns 6-8
Cincinnati Bengals 1-13
Suðurriðill
Houston Texans 9-5
Tennessee Titans 8-6
Indianapolis Colts 6-7
Jacksonville Jaguars 5-9
Vesturriðill
Kansas City Chiefs 10-4
Oakland Raiders 6-8
Denver Broncos 5-9
Los Angeles Chargers 5-9
Þjóðardeildin - staðan (feit- og skáletruð lið örugg í úrslitakeppni)
Austurriðill
Dallas Cowboys 7-7
Philadelphia Eagles 7-7
New York Giants 3-11
Washington Redskins 3-11
Norðurriðill
Green Bay Packers 11-3
Minnesota Vikings 10-4
Chicago Bears 7-7
Detroit Lions 3-10
Suðurriðill
New Orleans Saints 10-3
Tampa Bay Buccaneers 7-7
Atlanta Falcons 5-9
Carolina Panthers 5-9
Vesturriðill
Seattle Seahawks 11-3
San Francisco 49ers 11-3
Los Angeles Rams 8-6
Arizona Cardinals 4-9