Allir stjórnarandstöðuflokkar fá mál á dagskrá Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. desember 2019 13:46 Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingflokkar stjórnar- og stjórnarandstöðu hafa komist af samkomulagi um lok þingfunda fyrir áramót. Meðal þess sem felst í samkomulaginu er að strax eftir áramót verði farið í frekari viðræður um þingmannamál og framgang þeirra á þinginu. Þingflokksformenn stjórnar- og stjórnarandstöðu hafa fundað reglulega undanfarna daga til að reyna að komist af samkomulagi um þinglok en nú hafa flokkarnir loks komist að samkomulagi. „Það var að mestu leyti í höfn undir miðnætti í gærkvöldi en var svo klárað endanlega á fundi með forseta núna í morgun,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.Sjá einnig: Mælt fyrir fjölmiðlafrumvarpinu fyrir jól Samkvæmt starfsáætlun átti síðasti þingfundur fyrir jól að vera í dag en ákveðið hefur verið að funda einnig eitthvað fram í næstu viku. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segist bjartsýnn á að hægt verði að klára fljótlega eftir helgi. „Við erum að vona að við klárum á þriðjudaginn. Það er svolítil vinna eftir þrátt fyrir að samkomulagið hafi náðst og þarna eru inni mál auðvitað sem krefjast einhverjar umræðu fyrir utan þau mál sem á að klára núna í þessari jólavertíð,“ segir Birgir. Meðal annars er gert ráð fyrir að fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur verði tekið á dagskrá og mælt fyrir því fyrir jól samkvæmt samkomulaginu. Fyrir liggur þó að frumvarpið mun ekki fara í gegnum allar þrjár umræður svo það geti orðið að lögum fyrir áramót. „Síðan er verið að klára mikilvæg stjórnarmál, það er að segja dagsetningarmál ákveðin og það eru mál sem tengjast kjarasamningunum síðan í vor. Svo eru einhver mál sem eru að koma til fyrstu umræðu, samanber fjölmiðlamálið og annað sem verður bara rætt í þaula hér eftir helgi en kláruð fyrsta umræða fyrir þingfrestun,“ segir Hanna Katrín. Hver stjórnarandstöðuþingflokkur fær eitt af sínum málum á dagskrá fyrir jólahlé eins og áður segir. „Svona í meginatriðum verða afgreidd stjórnarfrumvörp sem er mikilvægt er að taki gildi um áramótin eða hafa tengingu við lífskjarasamningana eða eru tilbúin að öðru leyti að þau verði kláruð hérna. Síðan tökum við hérna inn í þingsal til afgreiðslu nokkur mál frá stjórnarandstöðuþingmönnum og þau fá þá sína umræðu hérna en geta auðvitað verið ágreiningsmál þannig að það felst ekki í því að okkar hálfu nein skuldbinding um að styðja þau,“ segir Birgir. Hanna Katrín segir mörg stjórnarmál hafa komið seint inn til þingsins og þingmannamálin hafi borið uppi dagskrá þingsins lengi framan af hausti. „Það sem er kannski sérstakt í þessu líka er að við náðum að frumkvæði þessara fimm stjórnarandstöðuflokka, samkomulagi við stjórnarflokkana, eða þingflokksformenn, að við myndum í upphafi nýs árs vera með ákveðið vinnuferli í gangi til að vinna áfram þingmannamál. Það eru svolítið stórar fréttir ef okkur tekst að koma því í eitthvað viðunandi ferli,“ segir Hanna Katrín. Alþingi Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Þingflokkar stjórnar- og stjórnarandstöðu hafa komist af samkomulagi um lok þingfunda fyrir áramót. Meðal þess sem felst í samkomulaginu er að strax eftir áramót verði farið í frekari viðræður um þingmannamál og framgang þeirra á þinginu. Þingflokksformenn stjórnar- og stjórnarandstöðu hafa fundað reglulega undanfarna daga til að reyna að komist af samkomulagi um þinglok en nú hafa flokkarnir loks komist að samkomulagi. „Það var að mestu leyti í höfn undir miðnætti í gærkvöldi en var svo klárað endanlega á fundi með forseta núna í morgun,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.Sjá einnig: Mælt fyrir fjölmiðlafrumvarpinu fyrir jól Samkvæmt starfsáætlun átti síðasti þingfundur fyrir jól að vera í dag en ákveðið hefur verið að funda einnig eitthvað fram í næstu viku. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segist bjartsýnn á að hægt verði að klára fljótlega eftir helgi. „Við erum að vona að við klárum á þriðjudaginn. Það er svolítil vinna eftir þrátt fyrir að samkomulagið hafi náðst og þarna eru inni mál auðvitað sem krefjast einhverjar umræðu fyrir utan þau mál sem á að klára núna í þessari jólavertíð,“ segir Birgir. Meðal annars er gert ráð fyrir að fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur verði tekið á dagskrá og mælt fyrir því fyrir jól samkvæmt samkomulaginu. Fyrir liggur þó að frumvarpið mun ekki fara í gegnum allar þrjár umræður svo það geti orðið að lögum fyrir áramót. „Síðan er verið að klára mikilvæg stjórnarmál, það er að segja dagsetningarmál ákveðin og það eru mál sem tengjast kjarasamningunum síðan í vor. Svo eru einhver mál sem eru að koma til fyrstu umræðu, samanber fjölmiðlamálið og annað sem verður bara rætt í þaula hér eftir helgi en kláruð fyrsta umræða fyrir þingfrestun,“ segir Hanna Katrín. Hver stjórnarandstöðuþingflokkur fær eitt af sínum málum á dagskrá fyrir jólahlé eins og áður segir. „Svona í meginatriðum verða afgreidd stjórnarfrumvörp sem er mikilvægt er að taki gildi um áramótin eða hafa tengingu við lífskjarasamningana eða eru tilbúin að öðru leyti að þau verði kláruð hérna. Síðan tökum við hérna inn í þingsal til afgreiðslu nokkur mál frá stjórnarandstöðuþingmönnum og þau fá þá sína umræðu hérna en geta auðvitað verið ágreiningsmál þannig að það felst ekki í því að okkar hálfu nein skuldbinding um að styðja þau,“ segir Birgir. Hanna Katrín segir mörg stjórnarmál hafa komið seint inn til þingsins og þingmannamálin hafi borið uppi dagskrá þingsins lengi framan af hausti. „Það sem er kannski sérstakt í þessu líka er að við náðum að frumkvæði þessara fimm stjórnarandstöðuflokka, samkomulagi við stjórnarflokkana, eða þingflokksformenn, að við myndum í upphafi nýs árs vera með ákveðið vinnuferli í gangi til að vinna áfram þingmannamál. Það eru svolítið stórar fréttir ef okkur tekst að koma því í eitthvað viðunandi ferli,“ segir Hanna Katrín.
Alþingi Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira