Leikmenn Manchester City fá ekkert jólapartý þetta árið en stjóri liðsins, Pep Guardiola, hefur bannað partýið þetta árið.
City tapaði tveimur leikjum í röð í desember á síðustu leiktíð en bæði töpin komu í vikunni eftir jólagleði leikmanna og starfsmanna félagsins.
Meistararnir töpuðu þá fyrir Crystal Palace og Leicester í sömu vikunni en margir leikmenn héldu gleðinni áfram eftir hátíð City og voru á næturklúbbum fram eftir morgni.
Pep Guardiola cancels Christmas as Man City stars are ordered to miss party | https://t.co/2so4XweCotpic.twitter.com/1U0bNGs9aW
— Mirror Football (@MirrorFootball) December 13, 2019
Enginn leikmaður missti af æfingu liðsins daginn eftir en Guardiola er sagður hafa kennt partýinu um að liðið hafi tapað gegn Crystal Palace 3-2 og svo fjórum dögum síðar fyrir Leicester, 2-1.
City vann svo 18 af síðustu 19 leikjum sínum í deildinni og náði þannig að vinna deildina en nú er liðið fjórtán stigum á eftir Liverpool eftir einungis sextán leiki.
“It’s a massive year for Man City. If they struggle and go out in the last 16 I think that could be it for Pep. He has to get to the semi-finals at least.”
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 11, 2019
Could Champions League failure lead to Pep Guardiola's exit?
Watch #TheDebate on Sky Sports Premier League. pic.twitter.com/8nbp2aCnlE