Katrín Tanja keppir nú í fyrsta sinn í Dúbaí: Alltaf eitthvað komið upp á Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2019 07:45 Katrín Tanja Davíðsdóttir í sjónum í Dúbaí. Mynd/Youtube/ Dubai CrossFit Championship CrossFit stórmótið Dubai CrossFit Championship fer fram í þessari viku og Ísland á nokkra öfluga keppendur á mótinu í ár eins og síðustu ár. Ein af þeim er Katrín Tanja Davíðsdóttir en hún er samt að keppa á þessu móti í fyrsta sinn. Katrín Tanja Davíðsdóttir er fyrrum tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit og hefur verið dugleg að auglýsa íþróttina út á við síðustu mánuði, bæði með að sitja fyrir á síðum „Body Issue“ hjá ESPN sem og að tala á ráðstefnu ESPN um konur og íþróttir. Katrín er fyrir nokkru komin til Dúbaí til að undirbúa sig fyrir átökin í eyðimörkinni en þar er hún að keppa við öfluga mótherja eins og löndu sína Söru Sigmundsdóttir sem er ekki á þessu móti í fyrsta sinn. View this post on Instagram The Dottirs are in Dubai! Katrin Davidsdottir and Sara Sigmundsdottir join Brent Fikowski in Dubai as they acclimate to the warm weather and get used to the time change before the competition. Watch as the elite athletes gather at the beach for some open water swimming and then head inside CrossFit Alioth to train. Katrin tells us why she hasn't come to DCC before, while Sara and Brent let us in on their thoughts about their biggest competitors. Keep following DCC Unscripted to see how some of the sport's biggest names get ready for the Dubai CrossFit Championship. More Episodes coming soon! @katrintanja @sarasigmunds @fikowski Vlog produced by: Red Monkey Live #DCC19 #DubaiCrossFitChampionship #CrossFit #Sanctionals @crossfitalioth @RogueFitness @reebokmena @emirates @jumeirahcreeksidehotel @dubaisc @hyperice @511tactical @picsil_sport @gowod_mobilityfirst @wodproofapp @rephouse @akifitness @dubaicalendar A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) on Dec 8, 2019 at 7:04am PST „Ég hef verið á leiðinni hingað í mörg ár. Anníe Þórisdóttir er besta vinkonan mín og ég held að hún hafi komið hingað síðan á fyrsta DCC mótinu. Mig hefur langað svo að koma hingað en það hefur alltaf komið eitthvað upp á,“ segir Katrín Tanja. „Einu sinni þurfti að taka úr mér endajaxlinn og annað ár þá var ég meidd á öxl. Loksins er ég komin til Dúbaí,“ sagði Katrín Tanja. Katrín Tanja var að æfa sig í sjónum þegar myndatökumenn hittu á hana. Hún segist þurfa að æfa sig í sjónum. „Mér fannst ég alltaf tapa miklum tíma þegar ég var annaðhvort á leiðinni út í sjó eða hinar stelpurnar voru fljótari en ég á leiðinni aftur upp á land. Ég þarf að æfa það sem og að læra stinga mér eins og höfrungur í sjóinn,“ útskýrir Katrín Tanja. „Ég ólst ekki upp við strönd og er ekki vön því að synda í opnum sjó. Ég hef verið virkilega hrædd við það að synda í opnum sjó en ég hef þurft að prófa þetta margoft á leikunum og ég er því orðin vanari í dag,“ sagði Katrín Tanja. „Ég kann betur við sjóinn í hvert skipti sem ég prófa þetta,“ sagði Katrín Tanja en það má sjá viðtalið við hana hér fyrir neðan en þar er einnig talað við Söru sem hefur byrjað tímabilið svo vel. Sara kann vel við sig í hitanum en æfingarnar í Dúbaí hafi að einhverju leiti snúist um að venjast hitanum. „Ég elska sólina en ég veit að ég þarf að undirbúa mig fyrir sjóinn sem og að það getur bæði verið eyðimerkurhlaup sem og hjólakeppni í eyðimörkinni. Ég hef því einbeitt mér að æfa úti til að venjast aðstæðum,“ sagði Sara. „Við vitum ekki hvað við eigum von á en erum nokkuð viss um að við þurfum að gera eitthvað sem er aðeins hægt að gera hér út í Dúbaí,“ sagði Sara. Það má sjá spjallið við íslensku CrossFit stelpurnar hér fyrir neðan. CrossFit Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjá meira
CrossFit stórmótið Dubai CrossFit Championship fer fram í þessari viku og Ísland á nokkra öfluga keppendur á mótinu í ár eins og síðustu ár. Ein af þeim er Katrín Tanja Davíðsdóttir en hún er samt að keppa á þessu móti í fyrsta sinn. Katrín Tanja Davíðsdóttir er fyrrum tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit og hefur verið dugleg að auglýsa íþróttina út á við síðustu mánuði, bæði með að sitja fyrir á síðum „Body Issue“ hjá ESPN sem og að tala á ráðstefnu ESPN um konur og íþróttir. Katrín er fyrir nokkru komin til Dúbaí til að undirbúa sig fyrir átökin í eyðimörkinni en þar er hún að keppa við öfluga mótherja eins og löndu sína Söru Sigmundsdóttir sem er ekki á þessu móti í fyrsta sinn. View this post on Instagram The Dottirs are in Dubai! Katrin Davidsdottir and Sara Sigmundsdottir join Brent Fikowski in Dubai as they acclimate to the warm weather and get used to the time change before the competition. Watch as the elite athletes gather at the beach for some open water swimming and then head inside CrossFit Alioth to train. Katrin tells us why she hasn't come to DCC before, while Sara and Brent let us in on their thoughts about their biggest competitors. Keep following DCC Unscripted to see how some of the sport's biggest names get ready for the Dubai CrossFit Championship. More Episodes coming soon! @katrintanja @sarasigmunds @fikowski Vlog produced by: Red Monkey Live #DCC19 #DubaiCrossFitChampionship #CrossFit #Sanctionals @crossfitalioth @RogueFitness @reebokmena @emirates @jumeirahcreeksidehotel @dubaisc @hyperice @511tactical @picsil_sport @gowod_mobilityfirst @wodproofapp @rephouse @akifitness @dubaicalendar A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) on Dec 8, 2019 at 7:04am PST „Ég hef verið á leiðinni hingað í mörg ár. Anníe Þórisdóttir er besta vinkonan mín og ég held að hún hafi komið hingað síðan á fyrsta DCC mótinu. Mig hefur langað svo að koma hingað en það hefur alltaf komið eitthvað upp á,“ segir Katrín Tanja. „Einu sinni þurfti að taka úr mér endajaxlinn og annað ár þá var ég meidd á öxl. Loksins er ég komin til Dúbaí,“ sagði Katrín Tanja. Katrín Tanja var að æfa sig í sjónum þegar myndatökumenn hittu á hana. Hún segist þurfa að æfa sig í sjónum. „Mér fannst ég alltaf tapa miklum tíma þegar ég var annaðhvort á leiðinni út í sjó eða hinar stelpurnar voru fljótari en ég á leiðinni aftur upp á land. Ég þarf að æfa það sem og að læra stinga mér eins og höfrungur í sjóinn,“ útskýrir Katrín Tanja. „Ég ólst ekki upp við strönd og er ekki vön því að synda í opnum sjó. Ég hef verið virkilega hrædd við það að synda í opnum sjó en ég hef þurft að prófa þetta margoft á leikunum og ég er því orðin vanari í dag,“ sagði Katrín Tanja. „Ég kann betur við sjóinn í hvert skipti sem ég prófa þetta,“ sagði Katrín Tanja en það má sjá viðtalið við hana hér fyrir neðan en þar er einnig talað við Söru sem hefur byrjað tímabilið svo vel. Sara kann vel við sig í hitanum en æfingarnar í Dúbaí hafi að einhverju leiti snúist um að venjast hitanum. „Ég elska sólina en ég veit að ég þarf að undirbúa mig fyrir sjóinn sem og að það getur bæði verið eyðimerkurhlaup sem og hjólakeppni í eyðimörkinni. Ég hef því einbeitt mér að æfa úti til að venjast aðstæðum,“ sagði Sara. „Við vitum ekki hvað við eigum von á en erum nokkuð viss um að við þurfum að gera eitthvað sem er aðeins hægt að gera hér út í Dúbaí,“ sagði Sara. Það má sjá spjallið við íslensku CrossFit stelpurnar hér fyrir neðan.
CrossFit Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjá meira