Hópur þingmanna „annars staðar en hann átti að vera“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. desember 2019 13:23 Þingfundi var frestað í fjórgang í gær vegna nokkuð óvenjulegs uppátækis stjórnarandstöðunnar. Vísir/Elín Forseti Alþingis segir uppátæki stjórnarandstöðunnar, sem ákvað að sniðganga atkvæðagreiðslur í gær, vera skírt brot á þingskaparlögum. Þetta eigi sér fá fordæmi og vonar hann að þessi uppákoma endurtaki sig ekki. Með því að sniðganga atkvæðagreiðslur í gær reyndi stjórnarandstaðan að beita forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana þrýstingi um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólahlé. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, kveðst ósáttur með uppátækið. „Það voru tæplega 40 þingmenn, 38 þingmenn, skráðir í húsi þegar þessi atkvæðagreiðsla átti að hefjast sem var meira en nóg en undir 30 sem voru í salnum þannig að einhvers staðar var þessi hópur annars staðar en þar sem hann átti að vera,“ segir Steingrímur. Þar sem óvenju margir þingmenn eru fjarverandi, ýmist vegna veikinda eða þátttöku á fundum erlendis, sá stjórnarandstaðan sér leik á borði með því að mæta ekki til atkvæðagreiðslu. „Ég er ekki ánægður með þá uppákomu en erfi það svo sem ekkert ef menn komast aftur á rétt spor,“ segir Steingrímur. Þetta eigi sér nokkur en fá fordæmi en hann voni að þetta komi ekki fyrir aftur. Hann segir lög um þingsköp alveg skír hvað varðar skildu þingmanna til að taka þátt í atkvæðagreiðslu. „Samkvæmt annarri málsgrein 78. greinar þingskaparlaga, þar segir einfaldlega skylt er þingmanni að vera viðstaddur og taka þátt í atkvæðagreiðslu, nema hann hafi lögmæt forföll,“ segir Steingrímur. „Þetta er mjög mikilvæg skylda vegna þess að menn eiga ekki rétt á því að koma sér undan því að sýna afstöðu sína eða taka afstöðu til mála einmitt í atkvæðagreiðslum, það er jú í atkvæðagreiðslum sem þingið talar fyrst og fremst og þingviljinn er leiddur í ljós.“ Alþingi Tengdar fréttir Tekist á um dagskrá þingfunda fyrir jólafrí Þrjú mál, sem voru á dagskrá þingfundar í dag, voru tekin út af dagskrá fundarins nú undir kvöld eftir að stjórnarandstaðan hafði sniðgengið atkvæðagreiðslur á Alþingi til að reyna að fá forseta Alþingis til að semja við sig um hvaða mál komist á dagskrá þingsins fyrir jólahlé. 9. desember 2019 19:06 Stjórnarandstaðan sniðgengur atkvæðagreiðslur Stjórnarandstaðan hefur í dag komið í veg fyrir að atkvæðagreiðslur geti farið fram á Alþingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynir stjórnarandstaðan með þessu að þrýsta á forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólafrí. 9. desember 2019 16:29 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Forseti Alþingis segir uppátæki stjórnarandstöðunnar, sem ákvað að sniðganga atkvæðagreiðslur í gær, vera skírt brot á þingskaparlögum. Þetta eigi sér fá fordæmi og vonar hann að þessi uppákoma endurtaki sig ekki. Með því að sniðganga atkvæðagreiðslur í gær reyndi stjórnarandstaðan að beita forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana þrýstingi um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólahlé. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, kveðst ósáttur með uppátækið. „Það voru tæplega 40 þingmenn, 38 þingmenn, skráðir í húsi þegar þessi atkvæðagreiðsla átti að hefjast sem var meira en nóg en undir 30 sem voru í salnum þannig að einhvers staðar var þessi hópur annars staðar en þar sem hann átti að vera,“ segir Steingrímur. Þar sem óvenju margir þingmenn eru fjarverandi, ýmist vegna veikinda eða þátttöku á fundum erlendis, sá stjórnarandstaðan sér leik á borði með því að mæta ekki til atkvæðagreiðslu. „Ég er ekki ánægður með þá uppákomu en erfi það svo sem ekkert ef menn komast aftur á rétt spor,“ segir Steingrímur. Þetta eigi sér nokkur en fá fordæmi en hann voni að þetta komi ekki fyrir aftur. Hann segir lög um þingsköp alveg skír hvað varðar skildu þingmanna til að taka þátt í atkvæðagreiðslu. „Samkvæmt annarri málsgrein 78. greinar þingskaparlaga, þar segir einfaldlega skylt er þingmanni að vera viðstaddur og taka þátt í atkvæðagreiðslu, nema hann hafi lögmæt forföll,“ segir Steingrímur. „Þetta er mjög mikilvæg skylda vegna þess að menn eiga ekki rétt á því að koma sér undan því að sýna afstöðu sína eða taka afstöðu til mála einmitt í atkvæðagreiðslum, það er jú í atkvæðagreiðslum sem þingið talar fyrst og fremst og þingviljinn er leiddur í ljós.“
Alþingi Tengdar fréttir Tekist á um dagskrá þingfunda fyrir jólafrí Þrjú mál, sem voru á dagskrá þingfundar í dag, voru tekin út af dagskrá fundarins nú undir kvöld eftir að stjórnarandstaðan hafði sniðgengið atkvæðagreiðslur á Alþingi til að reyna að fá forseta Alþingis til að semja við sig um hvaða mál komist á dagskrá þingsins fyrir jólahlé. 9. desember 2019 19:06 Stjórnarandstaðan sniðgengur atkvæðagreiðslur Stjórnarandstaðan hefur í dag komið í veg fyrir að atkvæðagreiðslur geti farið fram á Alþingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynir stjórnarandstaðan með þessu að þrýsta á forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólafrí. 9. desember 2019 16:29 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Tekist á um dagskrá þingfunda fyrir jólafrí Þrjú mál, sem voru á dagskrá þingfundar í dag, voru tekin út af dagskrá fundarins nú undir kvöld eftir að stjórnarandstaðan hafði sniðgengið atkvæðagreiðslur á Alþingi til að reyna að fá forseta Alþingis til að semja við sig um hvaða mál komist á dagskrá þingsins fyrir jólahlé. 9. desember 2019 19:06
Stjórnarandstaðan sniðgengur atkvæðagreiðslur Stjórnarandstaðan hefur í dag komið í veg fyrir að atkvæðagreiðslur geti farið fram á Alþingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynir stjórnarandstaðan með þessu að þrýsta á forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólafrí. 9. desember 2019 16:29