Lögmaður fórnarlamba Weinstein fær hærri greiðslu en fórnarlömbin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. desember 2019 14:43 Weinstein á leið út úr dómshúsi í New York borg. getty/Scott Heins Lögmaður meintra fórnarlamba Harvey Weinstein gæti fengið allt að tíu sinnum hærri greiðslu en fórnarlömbin sjálf ef að umdeilt samkomulag um sáttagreiðslur verður samþykkt. Þetta kemur fram hjá fréttastofu Guardian. Í síðustu viku var greint frá því að þær rúmlega þrjátíu leikkonur og fyrrverandi samstarfskonur Weinstein munu deila með sér 25 milljónum Bandaríkjadala samkvæmt samningnum. Weinstein hefur ítrekað verið sakaður um að beita konur kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Hann hefur neitað sök en gæti átt yfir sér lífstíðarfangelsi. Samningurinn hefur verið harðlega gagnrýndur bæði af lögmönnum og sumum kvennanna sem kærðu hann. Einhverjar þeirra íhuga það að afþakka samninginn en meira en tveggja ára vinna og samningagerð er að baki samningnum. Elizabeth Fegan, aðallögmaður kvennanna, gæti fengið allt að 25% heildargreiðslunnar ef samningurinn er samþykktur segja lögspekingar. Þá hafa þeir bent á að greiðslan til Fegan gæti verið allt að tíu sinnum hærri en til hvers og eins fórnarlambs, sérstaklega ef fleiri konur bætast í hóp kærenda og minnka þar með greiðslu sem hver og ein fær. Douglas Widgor, lögmaður tveggja kvennanna sem eru mótfallnar samkomulaginu, segir þetta eina ástæðuna fyrir því að hann hefur barist gegn þessu samkomulagi. Hann sagði að greiðsla Fegan gæti orðið töluvert hærri en tíu sinnum greiðsla til kvennanna. „Það lítur út fyrir að hún. Samningurinn sem lagður hefur verið til hljóðar upp á 47 milljónir dala, sem samsvarar rúmum 5,7 milljörðum íslenskra króna, og á meðal annars að borga niður skuldir fyrirtækis Weinstein. Af þessari upphæð myndu 6,2 milljónir dala, eða 755 milljónir króna, fara til átján kærenda sem kærðu í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi. Um 18,5 milljónir dala, um 2,2 milljarðar króna, myndu fara í greiðslu til þeirra sem taka þátt í hópmálsókninni og er búist við að fleiri bætist við í hóp þeirra kærenda. John Clune lögmaður sem hefur verið ráðgjafi nokkurra kvennanna sem eru ósáttar með samningsskilyrðin, sagði að það væri alls ekki sanngjarnt að lögmaðurinn fengi meira en skjólstæðingar hans. Hollywood Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Weinstein nær samkomulagi við þær sem bera hann sökum Samkomulagið sagt 44 milljóna dollara virði. 24. maí 2019 13:56 Fjölmiðlar berjast fyrir því að réttarhöldin yfir Weinstein verði opin almenningi Associated Press og New York Times eru á meðal þeirra fjölmiðla sem berjast nú fyrir því að réttarhöldin yfir kvikmyndamógúlnum Harvey Weinstein verði opin almenningi. 26. apríl 2019 08:30 Hróp gerð að gagnrýnendum Weinstein á viðburði í New York Tveimur konum var vísað af viðburðinum og gestir bauluðu á aðra eftir að þær vöktu athygli á að Weinstein væri á meðal gesta. 25. október 2019 12:51 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Lögmaður meintra fórnarlamba Harvey Weinstein gæti fengið allt að tíu sinnum hærri greiðslu en fórnarlömbin sjálf ef að umdeilt samkomulag um sáttagreiðslur verður samþykkt. Þetta kemur fram hjá fréttastofu Guardian. Í síðustu viku var greint frá því að þær rúmlega þrjátíu leikkonur og fyrrverandi samstarfskonur Weinstein munu deila með sér 25 milljónum Bandaríkjadala samkvæmt samningnum. Weinstein hefur ítrekað verið sakaður um að beita konur kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Hann hefur neitað sök en gæti átt yfir sér lífstíðarfangelsi. Samningurinn hefur verið harðlega gagnrýndur bæði af lögmönnum og sumum kvennanna sem kærðu hann. Einhverjar þeirra íhuga það að afþakka samninginn en meira en tveggja ára vinna og samningagerð er að baki samningnum. Elizabeth Fegan, aðallögmaður kvennanna, gæti fengið allt að 25% heildargreiðslunnar ef samningurinn er samþykktur segja lögspekingar. Þá hafa þeir bent á að greiðslan til Fegan gæti verið allt að tíu sinnum hærri en til hvers og eins fórnarlambs, sérstaklega ef fleiri konur bætast í hóp kærenda og minnka þar með greiðslu sem hver og ein fær. Douglas Widgor, lögmaður tveggja kvennanna sem eru mótfallnar samkomulaginu, segir þetta eina ástæðuna fyrir því að hann hefur barist gegn þessu samkomulagi. Hann sagði að greiðsla Fegan gæti orðið töluvert hærri en tíu sinnum greiðsla til kvennanna. „Það lítur út fyrir að hún. Samningurinn sem lagður hefur verið til hljóðar upp á 47 milljónir dala, sem samsvarar rúmum 5,7 milljörðum íslenskra króna, og á meðal annars að borga niður skuldir fyrirtækis Weinstein. Af þessari upphæð myndu 6,2 milljónir dala, eða 755 milljónir króna, fara til átján kærenda sem kærðu í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi. Um 18,5 milljónir dala, um 2,2 milljarðar króna, myndu fara í greiðslu til þeirra sem taka þátt í hópmálsókninni og er búist við að fleiri bætist við í hóp þeirra kærenda. John Clune lögmaður sem hefur verið ráðgjafi nokkurra kvennanna sem eru ósáttar með samningsskilyrðin, sagði að það væri alls ekki sanngjarnt að lögmaðurinn fengi meira en skjólstæðingar hans.
Hollywood Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Weinstein nær samkomulagi við þær sem bera hann sökum Samkomulagið sagt 44 milljóna dollara virði. 24. maí 2019 13:56 Fjölmiðlar berjast fyrir því að réttarhöldin yfir Weinstein verði opin almenningi Associated Press og New York Times eru á meðal þeirra fjölmiðla sem berjast nú fyrir því að réttarhöldin yfir kvikmyndamógúlnum Harvey Weinstein verði opin almenningi. 26. apríl 2019 08:30 Hróp gerð að gagnrýnendum Weinstein á viðburði í New York Tveimur konum var vísað af viðburðinum og gestir bauluðu á aðra eftir að þær vöktu athygli á að Weinstein væri á meðal gesta. 25. október 2019 12:51 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Weinstein nær samkomulagi við þær sem bera hann sökum Samkomulagið sagt 44 milljóna dollara virði. 24. maí 2019 13:56
Fjölmiðlar berjast fyrir því að réttarhöldin yfir Weinstein verði opin almenningi Associated Press og New York Times eru á meðal þeirra fjölmiðla sem berjast nú fyrir því að réttarhöldin yfir kvikmyndamógúlnum Harvey Weinstein verði opin almenningi. 26. apríl 2019 08:30
Hróp gerð að gagnrýnendum Weinstein á viðburði í New York Tveimur konum var vísað af viðburðinum og gestir bauluðu á aðra eftir að þær vöktu athygli á að Weinstein væri á meðal gesta. 25. október 2019 12:51