Engin flugeldasala á Laugarvatni fyrir áramótin Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. desember 2019 12:15 Grímur Kristinsson frá Ketilvöllum í Laugardal í Bláskógabyggð er formaður Björgunarsveitarinnar Ingunnar á Laugarvatni. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni verður ekki með neina flugeldasölu í ár en félagar hennar ætla þess í stað að ganga í hús og selja Rótarskot. Formaður sveitarinnar segir að flugeldasala hjá lítili sveit standi engan vegin undir sér. Um fjörutíu karlar og konur eru félagar í Björgunarsveitinni Ingunni en aðeins tíu virkir félagar. Nú er komið að tímamótum í sveitinni því í fyrsta skipti í ár verða engir flugeldar seldir á vegum sveitarinnar. „Við erum lítil sveit úti á landi í fámennu sveitarfélagi og það er mikil vinna fyrir lítinn pening sem er í raun og veru, sem spilar aðallega inn í það. Við erum kannski tíu virkir og það er ekki nóg sala til að við getum fengið ágóða af þessu“, segir Grímur Kristinsson, formaður Ingunnar. Grímur segir að nú verði Rótarskot eingöngu seld á vegum Ingunnar fyrir áramótin, gengið verði í hús á Laugarvatni og keyrt á sveitabæi í Laugardalnum til að selja þau. Í leiðinni verði fólki og fyrirtækjum boðið að styrkja flugeldasýningu sveitarinnar, sem verður á Laugarvatni á Gamlársdag klukkan 21:00 um kvöldið. Laugvetningar og íbúar Laugardals verða að fara eitthvað annað ætli þeir að kaupa flugelda fyrir áramótin því engir slíkir verða seldir á Laugarvatni í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En nú er alltaf talað um að flugeldasala sé ein allra mesta tekjulind björgunarsveita, tekur Grímur undir það? „Nei, ekki hjá okkur minni sveitum og sérstaklega sem eru ekki með sjávarútveginn með okkur, það eru ekki kvótakóngar, sem styrkja okkur hér inn í landi, þetta er öðruvísi menning í raun og veru heldur en hjá þessum litlu sveitum, sem eru í þessum sjávarþorpum, það er bara svoleiðis“ Grímur segir að bændur séu ekki spenntir að kaupa flugelda því skepnur séu mjög hræddar við allar sprengingarnar, þeir vilji miklu frekar kaupa Rótarskot. „Bændur eru kannski að hugsa um sinn búfénað, það eru hestar úti í girðingu, sem verða hræddir á áramótunum. Þeir eru kannski ekki alveg eins spenntir fyrir því að hrella búpening sinn, það er nú bara þannig“, segir Grímur Áramót Bláskógabyggð Flugeldar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni verður ekki með neina flugeldasölu í ár en félagar hennar ætla þess í stað að ganga í hús og selja Rótarskot. Formaður sveitarinnar segir að flugeldasala hjá lítili sveit standi engan vegin undir sér. Um fjörutíu karlar og konur eru félagar í Björgunarsveitinni Ingunni en aðeins tíu virkir félagar. Nú er komið að tímamótum í sveitinni því í fyrsta skipti í ár verða engir flugeldar seldir á vegum sveitarinnar. „Við erum lítil sveit úti á landi í fámennu sveitarfélagi og það er mikil vinna fyrir lítinn pening sem er í raun og veru, sem spilar aðallega inn í það. Við erum kannski tíu virkir og það er ekki nóg sala til að við getum fengið ágóða af þessu“, segir Grímur Kristinsson, formaður Ingunnar. Grímur segir að nú verði Rótarskot eingöngu seld á vegum Ingunnar fyrir áramótin, gengið verði í hús á Laugarvatni og keyrt á sveitabæi í Laugardalnum til að selja þau. Í leiðinni verði fólki og fyrirtækjum boðið að styrkja flugeldasýningu sveitarinnar, sem verður á Laugarvatni á Gamlársdag klukkan 21:00 um kvöldið. Laugvetningar og íbúar Laugardals verða að fara eitthvað annað ætli þeir að kaupa flugelda fyrir áramótin því engir slíkir verða seldir á Laugarvatni í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En nú er alltaf talað um að flugeldasala sé ein allra mesta tekjulind björgunarsveita, tekur Grímur undir það? „Nei, ekki hjá okkur minni sveitum og sérstaklega sem eru ekki með sjávarútveginn með okkur, það eru ekki kvótakóngar, sem styrkja okkur hér inn í landi, þetta er öðruvísi menning í raun og veru heldur en hjá þessum litlu sveitum, sem eru í þessum sjávarþorpum, það er bara svoleiðis“ Grímur segir að bændur séu ekki spenntir að kaupa flugelda því skepnur séu mjög hræddar við allar sprengingarnar, þeir vilji miklu frekar kaupa Rótarskot. „Bændur eru kannski að hugsa um sinn búfénað, það eru hestar úti í girðingu, sem verða hræddir á áramótunum. Þeir eru kannski ekki alveg eins spenntir fyrir því að hrella búpening sinn, það er nú bara þannig“, segir Grímur
Áramót Bláskógabyggð Flugeldar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira