Íbúar á tjaldstæðinu í Laugardal komast ekki á leigumarkað Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. desember 2019 19:33 Nokkrir íbúar á tjaldstæðinu í Laugardal hafa búið þar í þrjú ár og segjast ekki hafa kost á að fara á leigumarkað. Þeir fengu sér hitablásara í sameiginlega eldhúsaðstöðu vegna kulda þar í vetur. Níu manns dvelja nú á tjaldstæðinu í Laugardal og eru flestir þar vegna þess að þeir eiga ekki í önnur hús að venda. Bergþóra Pálsdóttir, sem hefur búið á tjaldstæðinu á þriðja ár segir að þó að það væsi ekki um sig mætti aðstaðan vera betri. „Það er ágætt að vera hérna en ég myndi vilja hafa einhverja aðra stöðu, ég er öryrki og hef ekki ráð á öðru. Hér kostar 43 þúsund krónur á mánuði og innifalið er eldhúsaðstaða og snyrting og þvottaaðstaða en þar er oft ansi kalt þannig að við settum upp hitablásara í húsin,” segir Bergþóra. Skilyrðin fyrir að fá félagslega íbúð í Reykjavík er að viðkomandi hafi verið með lögheimili í borginni í eitt ár. Bergþóra segist komast á þann lista eftir um ár. Þangað til að hún fær íbúð segist hún því þurfa að búa í hjólhýsinu. „Alltaf á vorin þá þurfum við að fara í burtu því að þá koma túristarnir og fá allt. Þá þurfum við að fara. Ég er alltaf að vonast til að fá svæði þar sem við fáum að vera í friði.“ Fleiri á staðnum eru í sömu sporum. Margrét Friðriksdóttir, formaður Náungans hjálparsamtaka fyrir heimilislausa, gagnrýnir aðstöðuleysi á svæðinu. „Aðstaðan hérna er ekki góð, það er enginn hiti og það er erfitt að elda. Þetta er ekkert fyrir fólk, að búa í svona aðstæðum í svona langan tíma,“ segir Margrét. Félagsmál Reykjavík Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Sjá meira
Nokkrir íbúar á tjaldstæðinu í Laugardal hafa búið þar í þrjú ár og segjast ekki hafa kost á að fara á leigumarkað. Þeir fengu sér hitablásara í sameiginlega eldhúsaðstöðu vegna kulda þar í vetur. Níu manns dvelja nú á tjaldstæðinu í Laugardal og eru flestir þar vegna þess að þeir eiga ekki í önnur hús að venda. Bergþóra Pálsdóttir, sem hefur búið á tjaldstæðinu á þriðja ár segir að þó að það væsi ekki um sig mætti aðstaðan vera betri. „Það er ágætt að vera hérna en ég myndi vilja hafa einhverja aðra stöðu, ég er öryrki og hef ekki ráð á öðru. Hér kostar 43 þúsund krónur á mánuði og innifalið er eldhúsaðstaða og snyrting og þvottaaðstaða en þar er oft ansi kalt þannig að við settum upp hitablásara í húsin,” segir Bergþóra. Skilyrðin fyrir að fá félagslega íbúð í Reykjavík er að viðkomandi hafi verið með lögheimili í borginni í eitt ár. Bergþóra segist komast á þann lista eftir um ár. Þangað til að hún fær íbúð segist hún því þurfa að búa í hjólhýsinu. „Alltaf á vorin þá þurfum við að fara í burtu því að þá koma túristarnir og fá allt. Þá þurfum við að fara. Ég er alltaf að vonast til að fá svæði þar sem við fáum að vera í friði.“ Fleiri á staðnum eru í sömu sporum. Margrét Friðriksdóttir, formaður Náungans hjálparsamtaka fyrir heimilislausa, gagnrýnir aðstöðuleysi á svæðinu. „Aðstaðan hérna er ekki góð, það er enginn hiti og það er erfitt að elda. Þetta er ekkert fyrir fólk, að búa í svona aðstæðum í svona langan tíma,“ segir Margrét.
Félagsmál Reykjavík Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Sjá meira