Mismunur á aksturskostnaði þingmanna vekur upp spurningar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. desember 2019 14:30 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir áhugavert hversu miklu munar á kostnaði þingmanna sem eru frá sömu kjördæmum. vísir/vilhelm Alþingi hefur birt tölur um aksturskostnað þingmanna á fyrstu tíu mánuðum ársins. Þar kemur fram að þingmenn hafa á tímabilinu fengið um 25 milljónir króna endurgreiddar vegna aksturs. Á öllu árinu í fyrra nam kostnaðurinn um 30 milljónum króna. Níu landsbyggðarþingmenn taka um tvo þriðju hluta alls aksturskostnaðar, og eru greiðslur til þeirra á bilinu ein til þrjár og hálf milljónir króna. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er þar efstur á lista en næstur á eftir honum kemur Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins með 2,3 milljónir króna. Báðir eru þeir úr Suðurkjördæmi. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata segir áhugavert hversu miklu munar á kostnaði þingmanna sem eru frá sömu kjördæmum. „Það gefur tilefni til spurninga. Því tvímælalaust er ákveðinn kostnaður við að komast héðan og þaðan af landinu á þing og ekkert óeðlilega hár kostnaður í mörgum tilfellum. En þegar það er svona mikill munur á milli þingmanna frá sama svæði þá er kannski eðlilegt að það sé farið að spyrja spurninga,“ segir Björn Leví. Aksturskostnaður Ásmundar vakti athygli árið 2017 þegar hann nam alls 4,6 milljónum króna. Eftir það lagði hann einkabílnum og ferðast nú um á bílaleigubílum á kostnað þingsins. Í fyrra lækkaði kostnaðurinn niður í tvær og hálfa milljón króna en nú þegar einungis er litið til fyrstu tíu mánaða ársins nemur hann 3,5 milljónum króna og er því hið minnsta um að ræða 40% aukningu milli ára. Björn Leví telur að setja þurfi skýrari reglur þannig að rekja megi hvort ferðir séu vissulega vegna þingstarfa. Þannig sé fyrirkomulagið til dæmis í Bretlandi. „Það er eina leiðin til að það sé hægt að ganga á eftir því að einhver þingmaður mætti á fund sem var tvímælalaust vegna þingstarfa. Við höfum enga leið núna til að athuga hvort þingmaður rukkaði þingið fyrir þá fundarferð eða ekki. Við verðum að geta haft þann aðhaldsmöguleika.“ Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Aksturskostnaður Ásmundar 350 þúsund krónur á mánuði Fyrstu þrjá mánuði hefur Alþingi greitt þingmanninum 3,5 milljónir króna vegna aksturs hans. 23. desember 2019 09:05 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Alþingi hefur birt tölur um aksturskostnað þingmanna á fyrstu tíu mánuðum ársins. Þar kemur fram að þingmenn hafa á tímabilinu fengið um 25 milljónir króna endurgreiddar vegna aksturs. Á öllu árinu í fyrra nam kostnaðurinn um 30 milljónum króna. Níu landsbyggðarþingmenn taka um tvo þriðju hluta alls aksturskostnaðar, og eru greiðslur til þeirra á bilinu ein til þrjár og hálf milljónir króna. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er þar efstur á lista en næstur á eftir honum kemur Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins með 2,3 milljónir króna. Báðir eru þeir úr Suðurkjördæmi. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata segir áhugavert hversu miklu munar á kostnaði þingmanna sem eru frá sömu kjördæmum. „Það gefur tilefni til spurninga. Því tvímælalaust er ákveðinn kostnaður við að komast héðan og þaðan af landinu á þing og ekkert óeðlilega hár kostnaður í mörgum tilfellum. En þegar það er svona mikill munur á milli þingmanna frá sama svæði þá er kannski eðlilegt að það sé farið að spyrja spurninga,“ segir Björn Leví. Aksturskostnaður Ásmundar vakti athygli árið 2017 þegar hann nam alls 4,6 milljónum króna. Eftir það lagði hann einkabílnum og ferðast nú um á bílaleigubílum á kostnað þingsins. Í fyrra lækkaði kostnaðurinn niður í tvær og hálfa milljón króna en nú þegar einungis er litið til fyrstu tíu mánaða ársins nemur hann 3,5 milljónum króna og er því hið minnsta um að ræða 40% aukningu milli ára. Björn Leví telur að setja þurfi skýrari reglur þannig að rekja megi hvort ferðir séu vissulega vegna þingstarfa. Þannig sé fyrirkomulagið til dæmis í Bretlandi. „Það er eina leiðin til að það sé hægt að ganga á eftir því að einhver þingmaður mætti á fund sem var tvímælalaust vegna þingstarfa. Við höfum enga leið núna til að athuga hvort þingmaður rukkaði þingið fyrir þá fundarferð eða ekki. Við verðum að geta haft þann aðhaldsmöguleika.“
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Aksturskostnaður Ásmundar 350 þúsund krónur á mánuði Fyrstu þrjá mánuði hefur Alþingi greitt þingmanninum 3,5 milljónir króna vegna aksturs hans. 23. desember 2019 09:05 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Aksturskostnaður Ásmundar 350 þúsund krónur á mánuði Fyrstu þrjá mánuði hefur Alþingi greitt þingmanninum 3,5 milljónir króna vegna aksturs hans. 23. desember 2019 09:05