Vinsælustu uppskriftir ársins 2019 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. desember 2019 20:00 Brot af því besta. Samsett mynd Á Vísi birtist fjöldi uppskrifta í hverjum mánuði og hér er samantekt yfir vinsælustu uppskriftirnar á vefnum þetta árið. Sumar þeirra eru klassískar uppskriftir sem virka alltaf jafn vel, ár eftir ár og aðrar eru nýjar og spennandi. Vinsælustu uppskriftir ársins á Vísi koma meðal annars frá þáttastjórnendum á Stöð 2 og Stöð 2 Maraþon, þeim Evu Laufey Kjaran Hermannsdóttur, Sylvíu Haukdal og Árna í Árdal. Uppskriftirnar sem voru mest lesnar á árinu má finna hér fyrir neðan en allar uppskriftir sem birtast á Vísi má finna undir flokknum Uppskriftir. Piparkökubollakökur með karamellukremi Innslag úr Íslandi í dag sem sló algjörlega í gegn á þessu ári. Eva Laufey bakaði bollakökur með dóttur sinni Ingibjörgu Rósu Haraldsdóttur. Saman sungu þær á meðan þær bökuðu þessar jólalegu kökur og vakti uppskriftin mikla lukku lesenda Vísis. Vísir/Eva Laufey Sörurnar hennar Sylvíu Haukdal Bakað með Sylvíu Haukdal eru nýir þættir sem sýndir voru á Stöð 2 Maraþon fyrir jólin. Í fyrsta þættinum deildi hún dásamlegri uppskrift að sörum. Uppskriftin sló í gegn á Vísi nú í desember. Toblerone ísterta Evu Laufeyjar Þessi terta er frábær á veisluborðið. Uppskriftin birtist á Vísi í lok nóvember en fór samt beint á listann yfir vinsælustu uppskriftir ársins á Vísi. Vísir/Eva Laufey Ofnbakaðar kalkúnabringur Klassískur hátíðarmatur frá Evu Laufey Kjaran Hermannsdóttur. Ofnbakaðar kalkúnabringur, sveppasósa, sætkartöflumús með piparosti og rósakál steikt á pönnu með beikoni og rjóma. Blanda sem einfaldlega getur ekki klikkað. Þessar uppskriftir sýndi Eva Laufey í þætti sínum Í eldhúsi Evu. Hin fullkomna vatnsdeigsbolla Í tilefni bolludagsins árið 2014 deildi Unnur Karen Guðmundsdóttir uppskrift af vatnsdeigsbollum með lesendum Vísis ásamt því að útskýra bollugerðina skref fyrir skref. Klassísk uppskrift sem er mikið lesin á hverju ári. Aðventumolar Árna í Árdal: Lamba Wellington Aðventumolar Árna í Árdal var nýr liður hér á Vísi. Við birtum allar uppskriftirnar frá ómissandi aðventuþáttum hans sem sýndir voru á Stöð 2 í desember. Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi kom í rétta hátíðarskapið og en þessi uppskrift var mjög vinsæl á Vísi. Vísir/Árni Gómsæt skyrkaka Skyrkökur eru ómótstæðilegar og það sakar ekki að það tekur enga stund að setja slíka köku saman. Það þarf ekki að baka eitt né neitt. Skreytið kökuna svo að vild. Mexíkósk „kjúklinga“ súpa laus við dýraafurðir Svokallaðar „mexíkóskar“ kjúklingasúpur hafa verið vinsælar á borðum landsmanna undanfarinn áratug eða svo. Líkt og í mörgum öðrum réttum er það ekki síst grænmetið og kryddin sem gera þessar súpur svona bragðgóðar og því er ósköp einfalt að útfæra súpuna án dýraafurða. Súpan er virkilega góð upphituð og er því kjörið að tvöfalda uppskriftina til að eiga yfir vikuna. Mynd/Getty Afmælisplokkfiskur Guðna forseta Margrét Thorlacius, móðir Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, gerir plokkfisk sem vakti mikla athygli á Vísi. Forsetaplokkfiskurinn er vinsæll víðar en heima í eldhúsi hjá Margréti. Þegar tengdadóttir hennar, Eliza Reid forsetafrú, starfaði sem blaðamaður tók hún upp myndband af tengdamóður sinni sýna hvernig ætti að elda plokkfisk, A short plokkumentary about Iceland traditional food. Aðventumolar Árna í Árdal: Jólaís Árni í Árdal var mjög hrifin af ísblómum þegar hann var yngri og gerði jólaís í þeim stíl fyrir Aðventumolana á Stöð 2. „Það var eitthvað við þessa blöndu af vanilluís, sultu og súkkulaði sem heillaði mig. Spólum svo 20 ár fram í tímann, til New York, en þá rekst ég á ís frá Häagen-Dazs, hvítan súkkulaðiís með hindberjasósu og súkkulaðitrufflum. Hann var algjört æði, eins og lúxusútgáfa af ísblómum. Mig hefur alltaf langað að gera mína útgáfu af þessum ís - einfaldlega vegna þess að ég sakna hans - og er hér því semifreddo-útgáfa af þessum ís,“ sagði Árni um uppskriftina sem birtist á Vísi. Vísir/Árni Belgískar vöfflur Uppskrift frá Evu Laufey Kjaran Hermannsdóttir, sem er svo sannarlega drottning topplistans í ár. Uppskriftin af belgísku vöfflunum er fyrir 10 vöfflur með súkkulaðibitum og jarðaberjum en það er mjög auðvelt að tvöfalda eða þrefalda uppskriftina. Bananabrauð að hætti Evu Laufeyjar Uppskrift af hinu fullkomna bananabrauði. Þessi uppskrift birtist á Vísi árið 2016 en virðist alltaf vera klassík og kemst alltaf á listann yfir vinsælustu uppskriftir ársins á vefnum. Vísir/Eva Laufey Æðislega góður blómkálsréttur Hér er mjög góður og bragðgóður blómkálsréttur við flestra hæfi. Túrmerik gefur honum gylltan blæ en þetta er indverskur réttur sem hægt er að borða sem aðalmáltíð eða með kjöti eftir smekk. Fréttir ársins 2019 Uppskriftir Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Á Vísi birtist fjöldi uppskrifta í hverjum mánuði og hér er samantekt yfir vinsælustu uppskriftirnar á vefnum þetta árið. Sumar þeirra eru klassískar uppskriftir sem virka alltaf jafn vel, ár eftir ár og aðrar eru nýjar og spennandi. Vinsælustu uppskriftir ársins á Vísi koma meðal annars frá þáttastjórnendum á Stöð 2 og Stöð 2 Maraþon, þeim Evu Laufey Kjaran Hermannsdóttur, Sylvíu Haukdal og Árna í Árdal. Uppskriftirnar sem voru mest lesnar á árinu má finna hér fyrir neðan en allar uppskriftir sem birtast á Vísi má finna undir flokknum Uppskriftir. Piparkökubollakökur með karamellukremi Innslag úr Íslandi í dag sem sló algjörlega í gegn á þessu ári. Eva Laufey bakaði bollakökur með dóttur sinni Ingibjörgu Rósu Haraldsdóttur. Saman sungu þær á meðan þær bökuðu þessar jólalegu kökur og vakti uppskriftin mikla lukku lesenda Vísis. Vísir/Eva Laufey Sörurnar hennar Sylvíu Haukdal Bakað með Sylvíu Haukdal eru nýir þættir sem sýndir voru á Stöð 2 Maraþon fyrir jólin. Í fyrsta þættinum deildi hún dásamlegri uppskrift að sörum. Uppskriftin sló í gegn á Vísi nú í desember. Toblerone ísterta Evu Laufeyjar Þessi terta er frábær á veisluborðið. Uppskriftin birtist á Vísi í lok nóvember en fór samt beint á listann yfir vinsælustu uppskriftir ársins á Vísi. Vísir/Eva Laufey Ofnbakaðar kalkúnabringur Klassískur hátíðarmatur frá Evu Laufey Kjaran Hermannsdóttur. Ofnbakaðar kalkúnabringur, sveppasósa, sætkartöflumús með piparosti og rósakál steikt á pönnu með beikoni og rjóma. Blanda sem einfaldlega getur ekki klikkað. Þessar uppskriftir sýndi Eva Laufey í þætti sínum Í eldhúsi Evu. Hin fullkomna vatnsdeigsbolla Í tilefni bolludagsins árið 2014 deildi Unnur Karen Guðmundsdóttir uppskrift af vatnsdeigsbollum með lesendum Vísis ásamt því að útskýra bollugerðina skref fyrir skref. Klassísk uppskrift sem er mikið lesin á hverju ári. Aðventumolar Árna í Árdal: Lamba Wellington Aðventumolar Árna í Árdal var nýr liður hér á Vísi. Við birtum allar uppskriftirnar frá ómissandi aðventuþáttum hans sem sýndir voru á Stöð 2 í desember. Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi kom í rétta hátíðarskapið og en þessi uppskrift var mjög vinsæl á Vísi. Vísir/Árni Gómsæt skyrkaka Skyrkökur eru ómótstæðilegar og það sakar ekki að það tekur enga stund að setja slíka köku saman. Það þarf ekki að baka eitt né neitt. Skreytið kökuna svo að vild. Mexíkósk „kjúklinga“ súpa laus við dýraafurðir Svokallaðar „mexíkóskar“ kjúklingasúpur hafa verið vinsælar á borðum landsmanna undanfarinn áratug eða svo. Líkt og í mörgum öðrum réttum er það ekki síst grænmetið og kryddin sem gera þessar súpur svona bragðgóðar og því er ósköp einfalt að útfæra súpuna án dýraafurða. Súpan er virkilega góð upphituð og er því kjörið að tvöfalda uppskriftina til að eiga yfir vikuna. Mynd/Getty Afmælisplokkfiskur Guðna forseta Margrét Thorlacius, móðir Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, gerir plokkfisk sem vakti mikla athygli á Vísi. Forsetaplokkfiskurinn er vinsæll víðar en heima í eldhúsi hjá Margréti. Þegar tengdadóttir hennar, Eliza Reid forsetafrú, starfaði sem blaðamaður tók hún upp myndband af tengdamóður sinni sýna hvernig ætti að elda plokkfisk, A short plokkumentary about Iceland traditional food. Aðventumolar Árna í Árdal: Jólaís Árni í Árdal var mjög hrifin af ísblómum þegar hann var yngri og gerði jólaís í þeim stíl fyrir Aðventumolana á Stöð 2. „Það var eitthvað við þessa blöndu af vanilluís, sultu og súkkulaði sem heillaði mig. Spólum svo 20 ár fram í tímann, til New York, en þá rekst ég á ís frá Häagen-Dazs, hvítan súkkulaðiís með hindberjasósu og súkkulaðitrufflum. Hann var algjört æði, eins og lúxusútgáfa af ísblómum. Mig hefur alltaf langað að gera mína útgáfu af þessum ís - einfaldlega vegna þess að ég sakna hans - og er hér því semifreddo-útgáfa af þessum ís,“ sagði Árni um uppskriftina sem birtist á Vísi. Vísir/Árni Belgískar vöfflur Uppskrift frá Evu Laufey Kjaran Hermannsdóttir, sem er svo sannarlega drottning topplistans í ár. Uppskriftin af belgísku vöfflunum er fyrir 10 vöfflur með súkkulaðibitum og jarðaberjum en það er mjög auðvelt að tvöfalda eða þrefalda uppskriftina. Bananabrauð að hætti Evu Laufeyjar Uppskrift af hinu fullkomna bananabrauði. Þessi uppskrift birtist á Vísi árið 2016 en virðist alltaf vera klassík og kemst alltaf á listann yfir vinsælustu uppskriftir ársins á vefnum. Vísir/Eva Laufey Æðislega góður blómkálsréttur Hér er mjög góður og bragðgóður blómkálsréttur við flestra hæfi. Túrmerik gefur honum gylltan blæ en þetta er indverskur réttur sem hægt er að borða sem aðalmáltíð eða með kjöti eftir smekk.
Fréttir ársins 2019 Uppskriftir Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira