Lestur barna og ábyrgð foreldra Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 21. desember 2019 11:00 Eftir niðurstöðurnar úr PISA könnuninni hafa skapast umræður í samfélaginu um lestur og lesskilning barna. Það er vel. Góðar umræður eiga rétt á sér. Sitt sýnist hverjum um niðurstöðurnar eða fyrirlagningu PISA yfirleitt. Læt það liggja milli hluta hér. Höfundur skrifaði grein fyrir tæpum þremur árum um ábyrgð foreldra meðal annars á skólagöngu barna sinna. Greinin á við í dag eins og þá. Í henni vitna ég til þingmanns á danska þinginu, Anni Mattihiesen, en í greininni segir: „Anni segir ákvörðunina um að eiga barn sé foreldranna, ekki samfélagsins og uppeldið sé þeirra. Þegar ákvörðun um að eiga barn sé tekin fylgir því ábyrgð. Hún bendir á að það sé foreldranna að finna út hvernig heimilislífið gangi fyrir sig og hvernig það hangir allt saman. Forgangsröðun verkefna á að vera barni í hag og samvistir við barnið ætti að setja í forgang. Allt of mörgum börnum, í Danmörku, er plantað fyrir framan viðtæki, snjalltæki eða spjaldtölvu þegar heim er komið eftir vinnudag og dagsviðveru á leikskóla/grunnskóla.“ Sömu sögu má segja um mörg börn hér á landi. Höfundur telur að íslenskir foreldrar séu að því leyti ekki öðruvísi en þeir dönsku. Börn horfa í auknu mæli á efni frá alls konar rásum sem streymt er gegnum Internetið. Má þar nefna Netflix og Youtube. Á Youtube er efnið búið til af öðrum notendum, oft óvandað og engin ritskoðun. Hér áður fyrr var barnaefni í sjónvarpi talsett, á góðri íslensku, en nú er öldin önnur. Börnum er plantað fyrir framan Netflix til að horfa á barnaefni, með ensku tali, án þess að foreldrar geri sér far um að þýða yfir á íslensku fyrir börnin. Allir eru meðvitaðir um að börn læra af þeirri tungu sem þau heyra. Börn fara á mis við mikið, úr því þeim er plantað fyrir framan skjá, að heyra ekki íslensku. Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálfræði, segir í grein sem birtist í Kjarnanum: „Lestur er lykilinn að öllum öðrum lyklum hvað varðar nám og þekkingarleit. Lestur gefur okkur einnig möguleika á að öðlast gleði við að lesa bækur af ýmsum toga.“ Á meðan barn lærir að lesa og er læst þarf að þjálfa það. Þar liggur ábyrgð foreldra, sjá um þjálfununa. Foreldrar verða að leggja það á sig, barni til heilla. Vel læsu barni gengur betur í öðrum fögum eins og Hermundur bendir á, því þekkingarleit og öflun upplýsinga krefst góðrar lestrarkunnáttu og skilnings á því sem lesið er. Nauðsynlegt er að þjálfa barn daglega í lestri og ekki síður að ræða orðin sem það þekkir ekki. Kennarar eru allir af vilja gerðir og reyna sitt besta til að auka lesskilning nemenda en meira þarf til. Foreldrana. Þegar foreldrar lesa fyrir börnin (það eiga allir foredrar að gera), eða hlusta á barnið lesa, þarf að staldra við orð sem það skilur ekki. Barn sem rekst á orð eins rekkja, röðull, vanmáttugur, daglega, askur, ráfar, meinilla, reikar o.s.frv. þarf útskýringar á merkingu orðsins. Með útskýringum og notkun orða eykst orðaforði og skilningur. Mikilvægt er að tala mikið við börn og nota fjölbreytileika tungumálsins, það er hlutverk foreldra meðal annars. Anni segist vilja sjá meiri ábyrgð foreldra því þau velji að eiga barn, það sé ekki á vegum stjórnvalda. Að setja barn í heiminn fylgir ábyrgð. Hún segir jafnframt það hlutverk foreldra að aga barn sitt og kenna því að segja, takk, afsakið og bjóða góðan daginn. Það er líka hlutverk foreldra að kenna barni sínu heiðarleika, að ljúga ekki og stela, mæta á réttum tíma og bera virðingu fyrir öðrum. Samfélagsmiðlar taka í auknu mæli mikinn tíma frá foreldrum rétt eins og hjá börnum. Aldur þeirra sem nota samfélagsmiðla og fara reglulega á netið lækkar. Foreldrar eru fyrirmyndir og börn gera það sem fyrir þeim er haft. Hugsið ykkur um áður en þið takið tækin framyfir barnið ykkar. Umfram allt mundu, þú átt barnið og því fylgir ábyrgð segir Anni og undir það má taka. Hvert barn upplifir æskuár einu sinni og því er mikilvægt að foreldrar haldi rétt á spilunum og séu til staðar fyrir barnið.Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir niðurstöðurnar úr PISA könnuninni hafa skapast umræður í samfélaginu um lestur og lesskilning barna. Það er vel. Góðar umræður eiga rétt á sér. Sitt sýnist hverjum um niðurstöðurnar eða fyrirlagningu PISA yfirleitt. Læt það liggja milli hluta hér. Höfundur skrifaði grein fyrir tæpum þremur árum um ábyrgð foreldra meðal annars á skólagöngu barna sinna. Greinin á við í dag eins og þá. Í henni vitna ég til þingmanns á danska þinginu, Anni Mattihiesen, en í greininni segir: „Anni segir ákvörðunina um að eiga barn sé foreldranna, ekki samfélagsins og uppeldið sé þeirra. Þegar ákvörðun um að eiga barn sé tekin fylgir því ábyrgð. Hún bendir á að það sé foreldranna að finna út hvernig heimilislífið gangi fyrir sig og hvernig það hangir allt saman. Forgangsröðun verkefna á að vera barni í hag og samvistir við barnið ætti að setja í forgang. Allt of mörgum börnum, í Danmörku, er plantað fyrir framan viðtæki, snjalltæki eða spjaldtölvu þegar heim er komið eftir vinnudag og dagsviðveru á leikskóla/grunnskóla.“ Sömu sögu má segja um mörg börn hér á landi. Höfundur telur að íslenskir foreldrar séu að því leyti ekki öðruvísi en þeir dönsku. Börn horfa í auknu mæli á efni frá alls konar rásum sem streymt er gegnum Internetið. Má þar nefna Netflix og Youtube. Á Youtube er efnið búið til af öðrum notendum, oft óvandað og engin ritskoðun. Hér áður fyrr var barnaefni í sjónvarpi talsett, á góðri íslensku, en nú er öldin önnur. Börnum er plantað fyrir framan Netflix til að horfa á barnaefni, með ensku tali, án þess að foreldrar geri sér far um að þýða yfir á íslensku fyrir börnin. Allir eru meðvitaðir um að börn læra af þeirri tungu sem þau heyra. Börn fara á mis við mikið, úr því þeim er plantað fyrir framan skjá, að heyra ekki íslensku. Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálfræði, segir í grein sem birtist í Kjarnanum: „Lestur er lykilinn að öllum öðrum lyklum hvað varðar nám og þekkingarleit. Lestur gefur okkur einnig möguleika á að öðlast gleði við að lesa bækur af ýmsum toga.“ Á meðan barn lærir að lesa og er læst þarf að þjálfa það. Þar liggur ábyrgð foreldra, sjá um þjálfununa. Foreldrar verða að leggja það á sig, barni til heilla. Vel læsu barni gengur betur í öðrum fögum eins og Hermundur bendir á, því þekkingarleit og öflun upplýsinga krefst góðrar lestrarkunnáttu og skilnings á því sem lesið er. Nauðsynlegt er að þjálfa barn daglega í lestri og ekki síður að ræða orðin sem það þekkir ekki. Kennarar eru allir af vilja gerðir og reyna sitt besta til að auka lesskilning nemenda en meira þarf til. Foreldrana. Þegar foreldrar lesa fyrir börnin (það eiga allir foredrar að gera), eða hlusta á barnið lesa, þarf að staldra við orð sem það skilur ekki. Barn sem rekst á orð eins rekkja, röðull, vanmáttugur, daglega, askur, ráfar, meinilla, reikar o.s.frv. þarf útskýringar á merkingu orðsins. Með útskýringum og notkun orða eykst orðaforði og skilningur. Mikilvægt er að tala mikið við börn og nota fjölbreytileika tungumálsins, það er hlutverk foreldra meðal annars. Anni segist vilja sjá meiri ábyrgð foreldra því þau velji að eiga barn, það sé ekki á vegum stjórnvalda. Að setja barn í heiminn fylgir ábyrgð. Hún segir jafnframt það hlutverk foreldra að aga barn sitt og kenna því að segja, takk, afsakið og bjóða góðan daginn. Það er líka hlutverk foreldra að kenna barni sínu heiðarleika, að ljúga ekki og stela, mæta á réttum tíma og bera virðingu fyrir öðrum. Samfélagsmiðlar taka í auknu mæli mikinn tíma frá foreldrum rétt eins og hjá börnum. Aldur þeirra sem nota samfélagsmiðla og fara reglulega á netið lækkar. Foreldrar eru fyrirmyndir og börn gera það sem fyrir þeim er haft. Hugsið ykkur um áður en þið takið tækin framyfir barnið ykkar. Umfram allt mundu, þú átt barnið og því fylgir ábyrgð segir Anni og undir það má taka. Hvert barn upplifir æskuár einu sinni og því er mikilvægt að foreldrar haldi rétt á spilunum og séu til staðar fyrir barnið.Höfundur er grunnskólakennari.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun