Forseti Evrópuráðsþingsins svarar bréfi Ásmundar: Hefur ekki áhrif á stöðu Þórhildar Sunnu á vettvangi Evrópuráðsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. desember 2019 12:42 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur fengið afrit af svarbréfi forseta Evrópuráðsþingsins til Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem nýverið sendi forseta þingsins bréf þar sem vakin er athygli á því að Þórhildur Sunna hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis með ummælum sínum um Ásmund í Slifrinu fyrr á þessu ári.Sjá einnig: Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Í svarbréfinu sem fréttastofa hefur undir höndum þakkar Liliane Maury Pasquier, forseti Evrópuráðsþingsins, Ásmundi fyrir að vekja athygli sína á málinu. Aftur á móti sé ekkert sem bendi til þess Þórhildur Sunna hafi gerst sek um einhvers konar spillta háttsemi eða brot á reglum Evrópuráðsþingsins. „Þar kemur fram að miðað við þær upplýsingar sem hún hefur þá sé ekkert sem gefi til kynna að ég hafi gerst sek um nokkurs konar spillta háttsemi eða neitt annað sem að telst til brota á siðareglum í Evrópuráðsþinginu,“ segir Þórhildur Sunna. „Þar af leiðandi þá leiðir það ekki af sér að það verði neinar aðgerðir af hennar hálfu eða Evrópuráðsþingsins gagnvart mér. Og hún tekur það sérstaklega fram að siðareglur og hvatning Evrópuráðsins til aðildarríkja sinna um að setja sér siðareglur hafi sérlega snúið að því að setja upp varnir gegn spillingu.“ Það þýði að bréf Ásmundar hafi engin áhrif á stöðu Þórhildar Sunnu innan Evrópuráðsþingsins þar sem hún á sæti fyrir hönd Alþingis. Hún er varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins. „Nema náttúrulega það að nú er náttúrlega búið að vekja athygli Evrópuráðsþingsins á því að það var takmarkað tjáningarfrelsi kjörins fulltrúa í stjórnarandstöðu fyrir tjáningu um spillingu,“ segir Þórhildur Sunna, en hún hefur frá upphafi sagst ósammála niðurstöðu siðanefndar um að hún hafi gerst brotleg við siðareglur með ummælum sínum. Misræmi í orðum Ásmundar Morgunblaðið greindi fyrst frá bréfi Ásmundar fyrr í þessari viku en þá sagði Ásmundur að honum þætti mikilvægt að gera forseta Evrópuráðsþingsins viðvart um brot Þórhildar Sunnu. Í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á miðvikudaginn sagði Ásmundur meðal annars að hann hafi kallað eftir því að Þórhildur Sunna myndi sjálf upplýsa Evrópuráðið um að hún hafi verið fundin sek um brot á siðareglum Alþingis. Það hafi hún ekki gert og því hafi hann sent bréfið til forseta Evrópuráðsþingsins.Sjá einnig: Ásmundur segir að sér hafi verið ráðlagt að lesa ekki pistil Björns Levís Í viðtalinu var Ásmundur spurður hvort hann væri að fara fram á að þingið grípi til einhvers konar aðgerða gegn Þórhildi Sunnu. Því svaraði Ásmundur neitandi. Það stangast aftur á móti á við það sem fram kemur í bréfi Ásmundar til forseta Evrópuráðsþingsins sem fréttastofa hefur einnig undir höndum. Þar segir að það sé hans skoðun að taka ætti til skoðunar hvort brot Þórhildar Sunnu á siðareglum Alþingis ættu að sæta viðurlögum, „til dæmis tímabundinnar sviptingar réttinda á vettvangi Evrópuráðsþingsins,“ að því er segir meðal annars í bréfi Ásmundar. Alþingi Píratar Tengdar fréttir Segir Ásmund mannleysu og bréf hans viðbjóð Björn Leví Gunnarsson segir orði sín fram sett af yfirvegun. 18. desember 2019 12:36 Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 10:10 Annaðhvort sé Ásmundur með sig á heilanum eða Sjálfstæðisflokkurinn að hefna sín Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst Evrópuráðsþingið um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 11:26 Ásmundur segir að sér hafi verið ráðlagt að lesa ekki pistil Björns Levís Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að vinir og vandamenn hafi ráðlagt honum að lesa ekki pistil Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, þar sem sá síðarnefndi vandar þeim fyrrnefnda ekki kveðjurnar. 18. desember 2019 18:23 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur fengið afrit af svarbréfi forseta Evrópuráðsþingsins til Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem nýverið sendi forseta þingsins bréf þar sem vakin er athygli á því að Þórhildur Sunna hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis með ummælum sínum um Ásmund í Slifrinu fyrr á þessu ári.Sjá einnig: Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Í svarbréfinu sem fréttastofa hefur undir höndum þakkar Liliane Maury Pasquier, forseti Evrópuráðsþingsins, Ásmundi fyrir að vekja athygli sína á málinu. Aftur á móti sé ekkert sem bendi til þess Þórhildur Sunna hafi gerst sek um einhvers konar spillta háttsemi eða brot á reglum Evrópuráðsþingsins. „Þar kemur fram að miðað við þær upplýsingar sem hún hefur þá sé ekkert sem gefi til kynna að ég hafi gerst sek um nokkurs konar spillta háttsemi eða neitt annað sem að telst til brota á siðareglum í Evrópuráðsþinginu,“ segir Þórhildur Sunna. „Þar af leiðandi þá leiðir það ekki af sér að það verði neinar aðgerðir af hennar hálfu eða Evrópuráðsþingsins gagnvart mér. Og hún tekur það sérstaklega fram að siðareglur og hvatning Evrópuráðsins til aðildarríkja sinna um að setja sér siðareglur hafi sérlega snúið að því að setja upp varnir gegn spillingu.“ Það þýði að bréf Ásmundar hafi engin áhrif á stöðu Þórhildar Sunnu innan Evrópuráðsþingsins þar sem hún á sæti fyrir hönd Alþingis. Hún er varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins. „Nema náttúrulega það að nú er náttúrlega búið að vekja athygli Evrópuráðsþingsins á því að það var takmarkað tjáningarfrelsi kjörins fulltrúa í stjórnarandstöðu fyrir tjáningu um spillingu,“ segir Þórhildur Sunna, en hún hefur frá upphafi sagst ósammála niðurstöðu siðanefndar um að hún hafi gerst brotleg við siðareglur með ummælum sínum. Misræmi í orðum Ásmundar Morgunblaðið greindi fyrst frá bréfi Ásmundar fyrr í þessari viku en þá sagði Ásmundur að honum þætti mikilvægt að gera forseta Evrópuráðsþingsins viðvart um brot Þórhildar Sunnu. Í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á miðvikudaginn sagði Ásmundur meðal annars að hann hafi kallað eftir því að Þórhildur Sunna myndi sjálf upplýsa Evrópuráðið um að hún hafi verið fundin sek um brot á siðareglum Alþingis. Það hafi hún ekki gert og því hafi hann sent bréfið til forseta Evrópuráðsþingsins.Sjá einnig: Ásmundur segir að sér hafi verið ráðlagt að lesa ekki pistil Björns Levís Í viðtalinu var Ásmundur spurður hvort hann væri að fara fram á að þingið grípi til einhvers konar aðgerða gegn Þórhildi Sunnu. Því svaraði Ásmundur neitandi. Það stangast aftur á móti á við það sem fram kemur í bréfi Ásmundar til forseta Evrópuráðsþingsins sem fréttastofa hefur einnig undir höndum. Þar segir að það sé hans skoðun að taka ætti til skoðunar hvort brot Þórhildar Sunnu á siðareglum Alþingis ættu að sæta viðurlögum, „til dæmis tímabundinnar sviptingar réttinda á vettvangi Evrópuráðsþingsins,“ að því er segir meðal annars í bréfi Ásmundar.
Alþingi Píratar Tengdar fréttir Segir Ásmund mannleysu og bréf hans viðbjóð Björn Leví Gunnarsson segir orði sín fram sett af yfirvegun. 18. desember 2019 12:36 Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 10:10 Annaðhvort sé Ásmundur með sig á heilanum eða Sjálfstæðisflokkurinn að hefna sín Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst Evrópuráðsþingið um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 11:26 Ásmundur segir að sér hafi verið ráðlagt að lesa ekki pistil Björns Levís Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að vinir og vandamenn hafi ráðlagt honum að lesa ekki pistil Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, þar sem sá síðarnefndi vandar þeim fyrrnefnda ekki kveðjurnar. 18. desember 2019 18:23 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Segir Ásmund mannleysu og bréf hans viðbjóð Björn Leví Gunnarsson segir orði sín fram sett af yfirvegun. 18. desember 2019 12:36
Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 10:10
Annaðhvort sé Ásmundur með sig á heilanum eða Sjálfstæðisflokkurinn að hefna sín Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst Evrópuráðsþingið um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 11:26
Ásmundur segir að sér hafi verið ráðlagt að lesa ekki pistil Björns Levís Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að vinir og vandamenn hafi ráðlagt honum að lesa ekki pistil Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, þar sem sá síðarnefndi vandar þeim fyrrnefnda ekki kveðjurnar. 18. desember 2019 18:23
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent