Ferill Margrétar Láru gerður upp: „Fallegur endir á fallegri sögu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2019 13:30 Margrét Lára faðmar systur sína, Elísu, eftir 5-1 sigur Vals á Keflavík í lokaumferð Pepsi Max-deildar kvenna. Með sigrinum tryggði Valur sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil síðan 2010. vísir/daníel Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta frá upphafi, lagði skóna á hilluna í haust. Hún varð Íslandsmeistari í Val og skoraði 15 mörk í Pepsi Max-deild kvenna. Rætt var við Margréti Láru í annál um íslenska kvennaknattspyrnu 2019 sem var sýndur á Stöð 2 Sport á laugardaginn. Fyrir tímabilið sagðist Margrét Lára ekki hafa verið búin að ákveða að hætta í haust. „Kannski ekki alveg fyrir sumarið. En hvernig það þróaðist, að við ættum rosalega góðan möguleika á að verða Íslandsmeistarar og hvar ég var persónulega. Ég var að skora mörk og var leikmaður sem skipti máli fyrir mitt lið,“ sagði Margrét Lára í samtali við Helenu Ólafsdóttur í annálnum. „Það hefur alltaf skipt mig máli, að vera leikmaður sem hefur sitt að segja fyrir liðið. Mér fannst ég vera á ofboðslega góðum stað hvað það varðar og hef alltaf dreymt að loka ferlinum á þann hátt, helst með titli.“ Margrét Lára í sínum síðasta leik á ferlinum, 0-6 sigri Íslands á Lettlandi í undankeppni EM 2021. „Ég held að kveðjustundin hefði ekki getað verið betri. Síðasti leikurinn var með landsliðinu og ég skoraði með minni síðustu snertingu. Það var eins og rómantískt ævintýri. Mér fannst þetta fallegur endir á fallegri sögu,“ sagði Margrét Lára. Samherjar, mótherjar, þjálfarar og sérfræðingar tjáðu sig einnig um Margréti Láru í annálnum. Pétur Pétursson, sem þjálfaði Margréti Láru síðustu tvö tímabilin hennar, segir að afrek hennar verði seint toppuð. „Sjálfsagt er einhver sem mun koma en miðað við það sem búin að gera á ég bágt með að trúa að það verði gert aftur,“ sagði Pétur. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Margrét Lára um ferilinn EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Níu vörður á ferli Margrétar Láru Vísir fer yfir helstur vörðurnar á glæsilegum ferli Margrétar Láru Viðarsdóttur. 27. nóvember 2019 11:55 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta frá upphafi, lagði skóna á hilluna í haust. Hún varð Íslandsmeistari í Val og skoraði 15 mörk í Pepsi Max-deild kvenna. Rætt var við Margréti Láru í annál um íslenska kvennaknattspyrnu 2019 sem var sýndur á Stöð 2 Sport á laugardaginn. Fyrir tímabilið sagðist Margrét Lára ekki hafa verið búin að ákveða að hætta í haust. „Kannski ekki alveg fyrir sumarið. En hvernig það þróaðist, að við ættum rosalega góðan möguleika á að verða Íslandsmeistarar og hvar ég var persónulega. Ég var að skora mörk og var leikmaður sem skipti máli fyrir mitt lið,“ sagði Margrét Lára í samtali við Helenu Ólafsdóttur í annálnum. „Það hefur alltaf skipt mig máli, að vera leikmaður sem hefur sitt að segja fyrir liðið. Mér fannst ég vera á ofboðslega góðum stað hvað það varðar og hef alltaf dreymt að loka ferlinum á þann hátt, helst með titli.“ Margrét Lára í sínum síðasta leik á ferlinum, 0-6 sigri Íslands á Lettlandi í undankeppni EM 2021. „Ég held að kveðjustundin hefði ekki getað verið betri. Síðasti leikurinn var með landsliðinu og ég skoraði með minni síðustu snertingu. Það var eins og rómantískt ævintýri. Mér fannst þetta fallegur endir á fallegri sögu,“ sagði Margrét Lára. Samherjar, mótherjar, þjálfarar og sérfræðingar tjáðu sig einnig um Margréti Láru í annálnum. Pétur Pétursson, sem þjálfaði Margréti Láru síðustu tvö tímabilin hennar, segir að afrek hennar verði seint toppuð. „Sjálfsagt er einhver sem mun koma en miðað við það sem búin að gera á ég bágt með að trúa að það verði gert aftur,“ sagði Pétur. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Margrét Lára um ferilinn
EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Níu vörður á ferli Margrétar Láru Vísir fer yfir helstur vörðurnar á glæsilegum ferli Margrétar Láru Viðarsdóttur. 27. nóvember 2019 11:55 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Níu vörður á ferli Margrétar Láru Vísir fer yfir helstur vörðurnar á glæsilegum ferli Margrétar Láru Viðarsdóttur. 27. nóvember 2019 11:55