Úrslitakeppni NFL deildarinnar klár og lítur svona út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2019 11:00 Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs fengu óvænta hjálp frá Höfrungunum frá Miami og sitja því hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um næstu helgi. Getty/Jamie Squire Deildarkeppni NFL-deildarinnar kláraðist í nótt og nú er því endanlega ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst um næstu helgi. Philadelphia Eagles varð tólfta og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og gerði það á kostnað Dallas Cowboys sem missir af úrslitakeppninni í ár. Tennessee Titans tryggði sig líka inn í úrslitakeppnina í gær. Philadelphia Eagles gulltryggði sætið með 34-17 sigri á New York Giants en það dugði ekki Dallas Cowboys liðinu að vinna 47-16 sigur á Washington Redskins. Tennessee Titans tryggði sig inn með 35-14 sigri á Houston Texans en Texans liðið hafði áður tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. Derrick Henry hljóp alls 211 jarda með boltann og tryggði sér titilinn hlaupakóngur deildarinnar. Wild Card Weekend! #NFLPlayoffs#WeReadypic.twitter.com/P4wySAdxYu— NFL (@NFL) December 30, 2019 Óvæntustu úrslit lokaumferðarinnar voru án ef tap New England Patriots á heimavelli á móti lélegasta liði deildarinnar, Miami Dolphins. Þetta tap er líka slæmt fyrir Patriots-liðið sem hefði tryggt sér frí um næstu helgi með sigri. Kansas City Chiefs fagnaði ekki aðeins sigri á Los Angeles Chargers heldur fékk líka liðið að sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þökk sé tapi New England Patriots. San Francisco 49ers tryggði sér líka frí um næstu helgi með því að vinna 26-21 sigur á Seattle Seahawks í kvöldleiknum en naumur 23-20 sigur Green Bay Packers á Detroit Lions hafði einnig fært Packers liðinu þann lúxus að hvíla sig um næstu helgi. Tvö efstu liðin í báðum deildum sleppa við að spila leik á Wild Card helginni en fá síðan að mæta sigurvegurunum þar viku seinna. Öll úrslitakeppnin verður í beinni á Stöð 2 Sport en dagskrá næstu helgar er eftirfarandi: The NFL Playoff schedule: pic.twitter.com/qe8AuAlAu0— Ian Rapoport (@RapSheet) December 30, 2019 Laugardagur 4. janúar Klukkan 21:35 Houston Texans - Buffalo BillsKlukkan 1:15 New England Patriots - Tennessee TitansSunnudagur 5. janúarKlukkan 18:05 New Orleans Saints - Minnesota VikingsKlukkan 21:40 Philadelphia Eagles - Seattle Seahawks The #NFLPlayoffs are set! pic.twitter.com/JUPNOiDKSA— NFL (@NFL) December 30, 2019 NFL Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
Deildarkeppni NFL-deildarinnar kláraðist í nótt og nú er því endanlega ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst um næstu helgi. Philadelphia Eagles varð tólfta og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og gerði það á kostnað Dallas Cowboys sem missir af úrslitakeppninni í ár. Tennessee Titans tryggði sig líka inn í úrslitakeppnina í gær. Philadelphia Eagles gulltryggði sætið með 34-17 sigri á New York Giants en það dugði ekki Dallas Cowboys liðinu að vinna 47-16 sigur á Washington Redskins. Tennessee Titans tryggði sig inn með 35-14 sigri á Houston Texans en Texans liðið hafði áður tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. Derrick Henry hljóp alls 211 jarda með boltann og tryggði sér titilinn hlaupakóngur deildarinnar. Wild Card Weekend! #NFLPlayoffs#WeReadypic.twitter.com/P4wySAdxYu— NFL (@NFL) December 30, 2019 Óvæntustu úrslit lokaumferðarinnar voru án ef tap New England Patriots á heimavelli á móti lélegasta liði deildarinnar, Miami Dolphins. Þetta tap er líka slæmt fyrir Patriots-liðið sem hefði tryggt sér frí um næstu helgi með sigri. Kansas City Chiefs fagnaði ekki aðeins sigri á Los Angeles Chargers heldur fékk líka liðið að sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þökk sé tapi New England Patriots. San Francisco 49ers tryggði sér líka frí um næstu helgi með því að vinna 26-21 sigur á Seattle Seahawks í kvöldleiknum en naumur 23-20 sigur Green Bay Packers á Detroit Lions hafði einnig fært Packers liðinu þann lúxus að hvíla sig um næstu helgi. Tvö efstu liðin í báðum deildum sleppa við að spila leik á Wild Card helginni en fá síðan að mæta sigurvegurunum þar viku seinna. Öll úrslitakeppnin verður í beinni á Stöð 2 Sport en dagskrá næstu helgar er eftirfarandi: The NFL Playoff schedule: pic.twitter.com/qe8AuAlAu0— Ian Rapoport (@RapSheet) December 30, 2019 Laugardagur 4. janúar Klukkan 21:35 Houston Texans - Buffalo BillsKlukkan 1:15 New England Patriots - Tennessee TitansSunnudagur 5. janúarKlukkan 18:05 New Orleans Saints - Minnesota VikingsKlukkan 21:40 Philadelphia Eagles - Seattle Seahawks The #NFLPlayoffs are set! pic.twitter.com/JUPNOiDKSA— NFL (@NFL) December 30, 2019
NFL Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira