Þórólfur baðst afsökunar og útskýrði tveggja metra regluna nánar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2020 14:55 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundinum í dag. lögreglan Tveggja metra nándarreglan mun ekki vera ófrjávíkjanleg regla í allri starfsemi út árið. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag en þar sagði hann ljóst af umræðunni undanfarna daga að honum hefði ekki tekist að útskýra nægilega vel í hverju tveggja metra reglan fælist. Baðst hann afsökunar á því. Þórólfur sagði svo að tveggja metra regluna mætti skilgreina sem hluta af einstaklingsbundnum smit- og sýkingarvörnum, það er að einstaklingar reyni eftir fremsta megni að halda tveggja metra regluna og þá sérstaklega viðkvæmir einstaklingar. „Þetta er það sem ég hef átt við undanfarna daga og átt við um tveggja metra regluna þannig að hún verði örugglega við lýði út árið, þá á ég við þessa einstaklingsbundnu tveggja metra nándarreglu,“ sagði Þórólfur. Síðan væri það sú skilgreining á reglunni að hún væri krafa sem opinberir aðilar setja á ýmsa starfsemi og stofnanir svo viðskiptavinir og einstaklingar geti notið reglunnar eins og hægt er. Þetta hafi verið auglýst og skilgreint í auglýsingu heilbrigðisráðherra í tengslum við fyrstu tilslakanir á samkomubanni. „Þegar afléttingu vindur fram og leyfðir verða stærri hópar þá er ljóst að almennt verður slakað á þessari reglu. Hins vegar er líklegt að í auglýsingu ráðherra á næstu vikum og mánuðum verði staðarhöldurum gert að tryggja að hægt verði að bjóða einstaklingum, og sérstaklega viðkvæmum einstaklingum, tveggja metra nándarregluna. Þannig verður tveggja metra reglan ekki ófrávíkjanleg regla í allri starfsemi,“ sagði Þórólfur. Þannig væri hægt að setja af stað ýmis konar starfsemi ef starfsemin uppfyllir allar þarfir og kröfur með tilliti til tveggja metra reglunnar. Tónleikahald gæti hafist 25. maí Þórólfur var spurður að því á fundinum hvort að það yrði þá hægt að halda tónleika eftir 25. maí þannig að fólk sitji þéttar á meðan þeim sem vilja er boðið að vera í tveggja metra fjarlægð frá næsta manni. „Já, það var einmitt það sem ég var að reyna að útskýra áðan, það eru svona þessi opinberu viðburðir og staðir og starfsemi þar sem auglýsing og beiðni yfirvalda mun verða þannig væntanlega að það verður örugglega ekki hægt að viðhalda þessari tveggja metra reglu alltaf en það verður kannski gerð sú krafa að einstaklingar geti fengið þessa reglu uppfyllta, sérstaklega viðkvæmir hópar," sagði Þórólfur. Aðspurð hvort tónleikahaldarar gætu þar af leiðandi farið að skipuleggja tónleika sem yrðu þá eftir 25. maí svaraði Þórólfur játandi. Tilmæli en ekki regla Þá var Þórólfur jafnframt spurður hvort að tveggja metra reglan væru tilmæli eða regla. „Þetta eru tilmæli. Við erum ekki með reglur á þann veg að við erum ekki með fólk til þess að fylgja því eftir hvort fólk er að fara eftir þessu. Við erum ekki með eftirlit á því hvort fólk er að spritta á sér hendurnar og geri það rétt eða þvoi sér um hendurnar. Þannig höfum við náð þessum árangri vegna þess að við erum með tilmæli og fólk hefur tekið það upp, við erum ekki með boð og bönn,“ sagði Þórólfur og bætti við að það væri alveg ljóst að það væri hægt að halda tónleika og hátíðir. „En við erum að benda á og reyna að skýra út þessa tveggja metra og ég vona að mér hafi tekist það.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Tveggja metra nándarreglan mun ekki vera ófrjávíkjanleg regla í allri starfsemi út árið. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag en þar sagði hann ljóst af umræðunni undanfarna daga að honum hefði ekki tekist að útskýra nægilega vel í hverju tveggja metra reglan fælist. Baðst hann afsökunar á því. Þórólfur sagði svo að tveggja metra regluna mætti skilgreina sem hluta af einstaklingsbundnum smit- og sýkingarvörnum, það er að einstaklingar reyni eftir fremsta megni að halda tveggja metra regluna og þá sérstaklega viðkvæmir einstaklingar. „Þetta er það sem ég hef átt við undanfarna daga og átt við um tveggja metra regluna þannig að hún verði örugglega við lýði út árið, þá á ég við þessa einstaklingsbundnu tveggja metra nándarreglu,“ sagði Þórólfur. Síðan væri það sú skilgreining á reglunni að hún væri krafa sem opinberir aðilar setja á ýmsa starfsemi og stofnanir svo viðskiptavinir og einstaklingar geti notið reglunnar eins og hægt er. Þetta hafi verið auglýst og skilgreint í auglýsingu heilbrigðisráðherra í tengslum við fyrstu tilslakanir á samkomubanni. „Þegar afléttingu vindur fram og leyfðir verða stærri hópar þá er ljóst að almennt verður slakað á þessari reglu. Hins vegar er líklegt að í auglýsingu ráðherra á næstu vikum og mánuðum verði staðarhöldurum gert að tryggja að hægt verði að bjóða einstaklingum, og sérstaklega viðkvæmum einstaklingum, tveggja metra nándarregluna. Þannig verður tveggja metra reglan ekki ófrávíkjanleg regla í allri starfsemi,“ sagði Þórólfur. Þannig væri hægt að setja af stað ýmis konar starfsemi ef starfsemin uppfyllir allar þarfir og kröfur með tilliti til tveggja metra reglunnar. Tónleikahald gæti hafist 25. maí Þórólfur var spurður að því á fundinum hvort að það yrði þá hægt að halda tónleika eftir 25. maí þannig að fólk sitji þéttar á meðan þeim sem vilja er boðið að vera í tveggja metra fjarlægð frá næsta manni. „Já, það var einmitt það sem ég var að reyna að útskýra áðan, það eru svona þessi opinberu viðburðir og staðir og starfsemi þar sem auglýsing og beiðni yfirvalda mun verða þannig væntanlega að það verður örugglega ekki hægt að viðhalda þessari tveggja metra reglu alltaf en það verður kannski gerð sú krafa að einstaklingar geti fengið þessa reglu uppfyllta, sérstaklega viðkvæmir hópar," sagði Þórólfur. Aðspurð hvort tónleikahaldarar gætu þar af leiðandi farið að skipuleggja tónleika sem yrðu þá eftir 25. maí svaraði Þórólfur játandi. Tilmæli en ekki regla Þá var Þórólfur jafnframt spurður hvort að tveggja metra reglan væru tilmæli eða regla. „Þetta eru tilmæli. Við erum ekki með reglur á þann veg að við erum ekki með fólk til þess að fylgja því eftir hvort fólk er að fara eftir þessu. Við erum ekki með eftirlit á því hvort fólk er að spritta á sér hendurnar og geri það rétt eða þvoi sér um hendurnar. Þannig höfum við náð þessum árangri vegna þess að við erum með tilmæli og fólk hefur tekið það upp, við erum ekki með boð og bönn,“ sagði Þórólfur og bætti við að það væri alveg ljóst að það væri hægt að halda tónleika og hátíðir. „En við erum að benda á og reyna að skýra út þessa tveggja metra og ég vona að mér hafi tekist það.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira