Þórólfur baðst afsökunar og útskýrði tveggja metra regluna nánar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2020 14:55 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundinum í dag. lögreglan Tveggja metra nándarreglan mun ekki vera ófrjávíkjanleg regla í allri starfsemi út árið. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag en þar sagði hann ljóst af umræðunni undanfarna daga að honum hefði ekki tekist að útskýra nægilega vel í hverju tveggja metra reglan fælist. Baðst hann afsökunar á því. Þórólfur sagði svo að tveggja metra regluna mætti skilgreina sem hluta af einstaklingsbundnum smit- og sýkingarvörnum, það er að einstaklingar reyni eftir fremsta megni að halda tveggja metra regluna og þá sérstaklega viðkvæmir einstaklingar. „Þetta er það sem ég hef átt við undanfarna daga og átt við um tveggja metra regluna þannig að hún verði örugglega við lýði út árið, þá á ég við þessa einstaklingsbundnu tveggja metra nándarreglu,“ sagði Þórólfur. Síðan væri það sú skilgreining á reglunni að hún væri krafa sem opinberir aðilar setja á ýmsa starfsemi og stofnanir svo viðskiptavinir og einstaklingar geti notið reglunnar eins og hægt er. Þetta hafi verið auglýst og skilgreint í auglýsingu heilbrigðisráðherra í tengslum við fyrstu tilslakanir á samkomubanni. „Þegar afléttingu vindur fram og leyfðir verða stærri hópar þá er ljóst að almennt verður slakað á þessari reglu. Hins vegar er líklegt að í auglýsingu ráðherra á næstu vikum og mánuðum verði staðarhöldurum gert að tryggja að hægt verði að bjóða einstaklingum, og sérstaklega viðkvæmum einstaklingum, tveggja metra nándarregluna. Þannig verður tveggja metra reglan ekki ófrávíkjanleg regla í allri starfsemi,“ sagði Þórólfur. Þannig væri hægt að setja af stað ýmis konar starfsemi ef starfsemin uppfyllir allar þarfir og kröfur með tilliti til tveggja metra reglunnar. Tónleikahald gæti hafist 25. maí Þórólfur var spurður að því á fundinum hvort að það yrði þá hægt að halda tónleika eftir 25. maí þannig að fólk sitji þéttar á meðan þeim sem vilja er boðið að vera í tveggja metra fjarlægð frá næsta manni. „Já, það var einmitt það sem ég var að reyna að útskýra áðan, það eru svona þessi opinberu viðburðir og staðir og starfsemi þar sem auglýsing og beiðni yfirvalda mun verða þannig væntanlega að það verður örugglega ekki hægt að viðhalda þessari tveggja metra reglu alltaf en það verður kannski gerð sú krafa að einstaklingar geti fengið þessa reglu uppfyllta, sérstaklega viðkvæmir hópar," sagði Þórólfur. Aðspurð hvort tónleikahaldarar gætu þar af leiðandi farið að skipuleggja tónleika sem yrðu þá eftir 25. maí svaraði Þórólfur játandi. Tilmæli en ekki regla Þá var Þórólfur jafnframt spurður hvort að tveggja metra reglan væru tilmæli eða regla. „Þetta eru tilmæli. Við erum ekki með reglur á þann veg að við erum ekki með fólk til þess að fylgja því eftir hvort fólk er að fara eftir þessu. Við erum ekki með eftirlit á því hvort fólk er að spritta á sér hendurnar og geri það rétt eða þvoi sér um hendurnar. Þannig höfum við náð þessum árangri vegna þess að við erum með tilmæli og fólk hefur tekið það upp, við erum ekki með boð og bönn,“ sagði Þórólfur og bætti við að það væri alveg ljóst að það væri hægt að halda tónleika og hátíðir. „En við erum að benda á og reyna að skýra út þessa tveggja metra og ég vona að mér hafi tekist það.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Tveggja metra nándarreglan mun ekki vera ófrjávíkjanleg regla í allri starfsemi út árið. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag en þar sagði hann ljóst af umræðunni undanfarna daga að honum hefði ekki tekist að útskýra nægilega vel í hverju tveggja metra reglan fælist. Baðst hann afsökunar á því. Þórólfur sagði svo að tveggja metra regluna mætti skilgreina sem hluta af einstaklingsbundnum smit- og sýkingarvörnum, það er að einstaklingar reyni eftir fremsta megni að halda tveggja metra regluna og þá sérstaklega viðkvæmir einstaklingar. „Þetta er það sem ég hef átt við undanfarna daga og átt við um tveggja metra regluna þannig að hún verði örugglega við lýði út árið, þá á ég við þessa einstaklingsbundnu tveggja metra nándarreglu,“ sagði Þórólfur. Síðan væri það sú skilgreining á reglunni að hún væri krafa sem opinberir aðilar setja á ýmsa starfsemi og stofnanir svo viðskiptavinir og einstaklingar geti notið reglunnar eins og hægt er. Þetta hafi verið auglýst og skilgreint í auglýsingu heilbrigðisráðherra í tengslum við fyrstu tilslakanir á samkomubanni. „Þegar afléttingu vindur fram og leyfðir verða stærri hópar þá er ljóst að almennt verður slakað á þessari reglu. Hins vegar er líklegt að í auglýsingu ráðherra á næstu vikum og mánuðum verði staðarhöldurum gert að tryggja að hægt verði að bjóða einstaklingum, og sérstaklega viðkvæmum einstaklingum, tveggja metra nándarregluna. Þannig verður tveggja metra reglan ekki ófrávíkjanleg regla í allri starfsemi,“ sagði Þórólfur. Þannig væri hægt að setja af stað ýmis konar starfsemi ef starfsemin uppfyllir allar þarfir og kröfur með tilliti til tveggja metra reglunnar. Tónleikahald gæti hafist 25. maí Þórólfur var spurður að því á fundinum hvort að það yrði þá hægt að halda tónleika eftir 25. maí þannig að fólk sitji þéttar á meðan þeim sem vilja er boðið að vera í tveggja metra fjarlægð frá næsta manni. „Já, það var einmitt það sem ég var að reyna að útskýra áðan, það eru svona þessi opinberu viðburðir og staðir og starfsemi þar sem auglýsing og beiðni yfirvalda mun verða þannig væntanlega að það verður örugglega ekki hægt að viðhalda þessari tveggja metra reglu alltaf en það verður kannski gerð sú krafa að einstaklingar geti fengið þessa reglu uppfyllta, sérstaklega viðkvæmir hópar," sagði Þórólfur. Aðspurð hvort tónleikahaldarar gætu þar af leiðandi farið að skipuleggja tónleika sem yrðu þá eftir 25. maí svaraði Þórólfur játandi. Tilmæli en ekki regla Þá var Þórólfur jafnframt spurður hvort að tveggja metra reglan væru tilmæli eða regla. „Þetta eru tilmæli. Við erum ekki með reglur á þann veg að við erum ekki með fólk til þess að fylgja því eftir hvort fólk er að fara eftir þessu. Við erum ekki með eftirlit á því hvort fólk er að spritta á sér hendurnar og geri það rétt eða þvoi sér um hendurnar. Þannig höfum við náð þessum árangri vegna þess að við erum með tilmæli og fólk hefur tekið það upp, við erum ekki með boð og bönn,“ sagði Þórólfur og bætti við að það væri alveg ljóst að það væri hægt að halda tónleika og hátíðir. „En við erum að benda á og reyna að skýra út þessa tveggja metra og ég vona að mér hafi tekist það.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent