57 prósent samdráttur í sölu hjá H&M Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2020 09:35 Verslun H&M á Times torgi í New York í Bandaríkjunum. Getty Heildarsala í verslunum H&M hefur dregist saman um 57 prósent í staðbundnum gjaldmiðlum. Mestur er samdrátturinn á tímabilinu sem um ræðir, 1. mars til 6. maí, á mörkuðum á Ítalíu og Spáni. Vegna faraldursins hefur fatarisinn birt uppfærðar tölur um sölu. Í tilkynningu fyrir fyrirtækinu segir að í verslunum hafi sala dregist saman um 57 prósent, en að á sama tíma hafi netverslun aukist um 32 prósent. Aukin netsala hafi þó ekki tekist að fylla upp skarð minnkandi sölu í verslunum. Til að bregðast við ástandinu hefur fyrirtækið gripið til fjölda aðgerða sem snúa meðal annars að innkaupum, fjárfestingum, leigu, mannauð og fjármögnun. H&M hefur lokað um fimm þúsund verslunum vegna veirunnar, eða um 60 prósent verslana. Þar sem verslanir hafi opnað á ný hafa viðskiptin farið hægt af stað. Samdráttur í sölu í verslunum H&M eftir löndum (í tilkynningu frá H&M segir ekkert um verslanir H&M á Íslandi): Þýskaland -46 prósent Bandaríkin -71 prósent Bretland -60 prósent Frakkland -71 prósent Svíþjóð -31 prósent Kína -32 prósent Ítalía -80 prósent Spánn -76 prósent Rússland -47 prósent Pólland -59 prósent Japan -58 prósent Noregur -36 prósent Danmörk -51 prósent Finnland -49 prósent Suður-Kórea -11 prósent Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun H&M Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Heildarsala í verslunum H&M hefur dregist saman um 57 prósent í staðbundnum gjaldmiðlum. Mestur er samdrátturinn á tímabilinu sem um ræðir, 1. mars til 6. maí, á mörkuðum á Ítalíu og Spáni. Vegna faraldursins hefur fatarisinn birt uppfærðar tölur um sölu. Í tilkynningu fyrir fyrirtækinu segir að í verslunum hafi sala dregist saman um 57 prósent, en að á sama tíma hafi netverslun aukist um 32 prósent. Aukin netsala hafi þó ekki tekist að fylla upp skarð minnkandi sölu í verslunum. Til að bregðast við ástandinu hefur fyrirtækið gripið til fjölda aðgerða sem snúa meðal annars að innkaupum, fjárfestingum, leigu, mannauð og fjármögnun. H&M hefur lokað um fimm þúsund verslunum vegna veirunnar, eða um 60 prósent verslana. Þar sem verslanir hafi opnað á ný hafa viðskiptin farið hægt af stað. Samdráttur í sölu í verslunum H&M eftir löndum (í tilkynningu frá H&M segir ekkert um verslanir H&M á Íslandi): Þýskaland -46 prósent Bandaríkin -71 prósent Bretland -60 prósent Frakkland -71 prósent Svíþjóð -31 prósent Kína -32 prósent Ítalía -80 prósent Spánn -76 prósent Rússland -47 prósent Pólland -59 prósent Japan -58 prósent Noregur -36 prósent Danmörk -51 prósent Finnland -49 prósent Suður-Kórea -11 prósent
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun H&M Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira