Þeim sem eru í fjarvinnu heima fjölgar mikið milli ára Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. maí 2020 10:24 Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, sést hér lesa fréttir á Bylgjunni heiman frá sér í apríl. Með henni á myndinni er dóttir hennar, Ísabella Ellen Jónsdóttir. Vísir/Vilhelm Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs fjölgaði þeim verulega sem unnu sitt aðalstarf venjulega eð stundum í fjarvinnu heima sé miðað við síðasta ár. Þetta kemur fram í greiningu Hagstofunnar á vinnumarkaðnum á fyrstu þremur mánuðum 2019 en trúlegt er að áhrifa kórónuveirufaraldursins gæti nokkuð í þessari aukningu. „Á fyrsta ársfjórðungi 2020 vann að jafnaði 39,0% launafólks á aldrinum 25 til 64 ára aðalstarf sitt venjulega eða stundum í fjarvinnu heima. Þar af var launafólk sem vann aðalstarf sitt venjulega í fjarvinnu heima 5,1% en 33,3% launafólks vann stundum í fjarvinnu. Þetta er nokkur aukning frá fyrra ári þegar 31,7% launafólks á aldrinum 25 til 64 ára sinnti í fjarvinnu heima. 4,3% gerðu venjulega og 27,4% gerðu það stundum,“ segir í tilkynningu á vef Hagstofunnar þar sem jafnframt er tekið fram að fjarvinna heima taki aðeins til vinnu sem tengist aðalstarfi einstaklinga en ekki til heimilisstarfa eða annarra starfa heima við. Þá vinna þeir sem eru heima í fjarvinnu fleiri vinnustundir en þeir sem eru aldrei í fjarvinnu: „Þegar vinnustundir á fyrsta ársfjórðungi eru skoðaðar sést að launafólk á aldrinum 25 til 64 ára vann 39,5 klukkustundir að jafnaði í hverri viku. Þeir sem voru eitthvað í fjarvinnu heima unnu 41,4 klukkustundir og þeir sem aldrei eru í fjarvinnu heima unnu 38,1 klukkustund. Til samanburðar vann launafólk á aldrinum 25 til 64 ára að jafnaði 40,9 klukkustundir á fyrsta ársfjórðungi 2019 en þeir sem unnu í fjarvinnu heima 42,9 klukkustundir og þeir sem sögðust aldrei vinna fjarvinnu heima 39,7 klukkustundir. Á fyrsta ársfjórðungi 2020 unnu launamenn, sem eitthvað vinna fjarvinnu heima, að jafnaði 9,8 klukkustundir eða 23,8% af unnum stundum. Á fyrsta ársfjórðungi 2019 vann launafólk, sem eitthvað vinnur í fjarvinnu heima, 6,7 stundir að jafnaði eða 15,9% af unnum stundum,“ segir á vef Hagstofunnar þar sem nánar má lesa um vinnumarkaðinn á fyrsta ársfjórðungi 2020. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs fjölgaði þeim verulega sem unnu sitt aðalstarf venjulega eð stundum í fjarvinnu heima sé miðað við síðasta ár. Þetta kemur fram í greiningu Hagstofunnar á vinnumarkaðnum á fyrstu þremur mánuðum 2019 en trúlegt er að áhrifa kórónuveirufaraldursins gæti nokkuð í þessari aukningu. „Á fyrsta ársfjórðungi 2020 vann að jafnaði 39,0% launafólks á aldrinum 25 til 64 ára aðalstarf sitt venjulega eða stundum í fjarvinnu heima. Þar af var launafólk sem vann aðalstarf sitt venjulega í fjarvinnu heima 5,1% en 33,3% launafólks vann stundum í fjarvinnu. Þetta er nokkur aukning frá fyrra ári þegar 31,7% launafólks á aldrinum 25 til 64 ára sinnti í fjarvinnu heima. 4,3% gerðu venjulega og 27,4% gerðu það stundum,“ segir í tilkynningu á vef Hagstofunnar þar sem jafnframt er tekið fram að fjarvinna heima taki aðeins til vinnu sem tengist aðalstarfi einstaklinga en ekki til heimilisstarfa eða annarra starfa heima við. Þá vinna þeir sem eru heima í fjarvinnu fleiri vinnustundir en þeir sem eru aldrei í fjarvinnu: „Þegar vinnustundir á fyrsta ársfjórðungi eru skoðaðar sést að launafólk á aldrinum 25 til 64 ára vann 39,5 klukkustundir að jafnaði í hverri viku. Þeir sem voru eitthvað í fjarvinnu heima unnu 41,4 klukkustundir og þeir sem aldrei eru í fjarvinnu heima unnu 38,1 klukkustund. Til samanburðar vann launafólk á aldrinum 25 til 64 ára að jafnaði 40,9 klukkustundir á fyrsta ársfjórðungi 2019 en þeir sem unnu í fjarvinnu heima 42,9 klukkustundir og þeir sem sögðust aldrei vinna fjarvinnu heima 39,7 klukkustundir. Á fyrsta ársfjórðungi 2020 unnu launamenn, sem eitthvað vinna fjarvinnu heima, að jafnaði 9,8 klukkustundir eða 23,8% af unnum stundum. Á fyrsta ársfjórðungi 2019 vann launafólk, sem eitthvað vinnur í fjarvinnu heima, 6,7 stundir að jafnaði eða 15,9% af unnum stundum,“ segir á vef Hagstofunnar þar sem nánar má lesa um vinnumarkaðinn á fyrsta ársfjórðungi 2020.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira