Breki telur Strætó nota Covid-19 sem skálkaskjól Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2020 11:57 Strætó virðir Breka Karlsson formann Neytendasamtakanna ekki svars. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, telur stjórnendur Strætó, nota farsóttarvarnir sem skálkaskjól til hagræðingar. Hann segir að sú sé eina ályktunin sem draga megi í kjölfar eftirgrennslana samtakanna vegna ábendinga félagsmanna. Samtökin hafa óskað svara við því hvers vegna Strætó hefur skert þjónustu, nú í sex vikur og hefur einungis ekið eftir laugardagsáætlun. Engar tilkynningar hafi verið gefnar út um breytingar á því fyrirkomulagi þrátt fyrir tilslakanir á samkomubanni. „Jafnframt óskuðu samtökin eftir upplýsingum um hvort og þá hvernig Strætó muni koma til móts við notendur sína vegna skertrar þjónustu, til dæmis í formi afsláttar, endurgreiðslu eða framlengingar á tímabilskortum. Engin svör hafa enn borist. Þar til viðhlítandi rök berast er einungis hægt að draga þá ályktun að aðgerðin sé gerð í hagræðingaskyni og farsóttarvarnir sé notuð sem skálkaskjól,“ segir Breki. Hann bendir á að stjórn samtakanna hafi ályktað annan apríl á þann veg að hin skerta þjónusta Strætó komi „hart niður á notendum, meðal annars þeim sem vinna samfélagslega mikilvæg störf og nýta sér almenningssamgöngur í og úr vinnu. Mætti leiða að því rökum að með fækkun ferða ferðist fleiri með hverjum vagni með aukinni smithættu, þvert á rök Strætó um aðgerðir vegna Covid-19.“ Á síðu samtakanna er birt mynd frá félagsmanni sem Breki telur að sýni svo ekki verður um villst að undanþága Strætó vegna tveggja metra reglunnar sé þanin til hins ýtrasta. „Félagsmaðurinn taldi a.m.k. 33 farþega, en Strætó er einungis heimilt að ferðast með 30 manns. Vandinn kristallast í því að skortur er á vögnum þar sem mun færri mega ferðast með hverjum og einum þeirra en áður.“ Strætó Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, telur stjórnendur Strætó, nota farsóttarvarnir sem skálkaskjól til hagræðingar. Hann segir að sú sé eina ályktunin sem draga megi í kjölfar eftirgrennslana samtakanna vegna ábendinga félagsmanna. Samtökin hafa óskað svara við því hvers vegna Strætó hefur skert þjónustu, nú í sex vikur og hefur einungis ekið eftir laugardagsáætlun. Engar tilkynningar hafi verið gefnar út um breytingar á því fyrirkomulagi þrátt fyrir tilslakanir á samkomubanni. „Jafnframt óskuðu samtökin eftir upplýsingum um hvort og þá hvernig Strætó muni koma til móts við notendur sína vegna skertrar þjónustu, til dæmis í formi afsláttar, endurgreiðslu eða framlengingar á tímabilskortum. Engin svör hafa enn borist. Þar til viðhlítandi rök berast er einungis hægt að draga þá ályktun að aðgerðin sé gerð í hagræðingaskyni og farsóttarvarnir sé notuð sem skálkaskjól,“ segir Breki. Hann bendir á að stjórn samtakanna hafi ályktað annan apríl á þann veg að hin skerta þjónusta Strætó komi „hart niður á notendum, meðal annars þeim sem vinna samfélagslega mikilvæg störf og nýta sér almenningssamgöngur í og úr vinnu. Mætti leiða að því rökum að með fækkun ferða ferðist fleiri með hverjum vagni með aukinni smithættu, þvert á rök Strætó um aðgerðir vegna Covid-19.“ Á síðu samtakanna er birt mynd frá félagsmanni sem Breki telur að sýni svo ekki verður um villst að undanþága Strætó vegna tveggja metra reglunnar sé þanin til hins ýtrasta. „Félagsmaðurinn taldi a.m.k. 33 farþega, en Strætó er einungis heimilt að ferðast með 30 manns. Vandinn kristallast í því að skortur er á vögnum þar sem mun færri mega ferðast með hverjum og einum þeirra en áður.“
Strætó Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira