Viðar um samninginn í Kína: „Hefði líklega aldrei getað sagt nei“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. maí 2020 20:15 Það voru alvöru peningar sem biðu Viðars í Kína. vísir/s2s Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson gekk árið 2015 til raðir kínverska félagsins Jiangsu Sainty eftir að hafa slegið í gegn með Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni. Samningur var það góður að það var varla hægt að segja nei sagði Viðar. Selfyssingurinn var gestur Sportsins í dag þar sem hann fór yfir ferilinn en hann er nú á mála hjá Yeni Malatyaspor í Tyrkandi. Þar er hann á láni frá Rostov en Viðar hefur komið víða við á ferlinum. Hann sló fyrst í gegn í atvinnumennsku hjá Vålerenga í Noregi þar sem hann skoraði 25 mörk í 29 leikjum. Hann segir að það hafi mörg tilboð komið inn á borð Vålerenga en félagið hafi viljað margar milljónir evra fyrir framherjann. „Það voru margar dyr opnar um sumarið þegar tímabilið var hálfnað en þá var ég ekkert voða stressaður. Ég vildi klára tímabilið og vera markahæstur en þá voru búnir ellefu, tólf leikir og ég kominn með jafn mörg mörk. Mér leið vel þarna og það gekk vel en þá voru ensk lið að fylgjast með mér. Það komu tilboð frá Hollandi og Þýskalandi fyrir fína upphæð en Vålerenga vildi fimm milljónir evra,“ sagði Viðar en liðin voru ekki tilbúin að borga uppsett verð. „Það voru í hverri einustu viku stór lið að horfa á mig. Ég veit alveg að ég var kannski ekkert að fara beint í Premier League en það voru félög þaðan sem voru frekar stórir að horfa. Það var mikill áhugi en liðin sögðu bara að upphæðin hafi verið alltof há,“ en það fór ekki í taugarnar á Viðari. Hann segir að eftir að tímabilinu lauk hafi ekki verið eins mörg lið á eftir honum eins og sumarið. Það var helst Rússland og Kína og þá kölluðu peningarnir. „Svo er tímabilið búið í nóvember og þá eru ekki mörg lið að leita að mönnum. Það er eitthvað aðeins í gangi en þá ertu kominn í rússnesk lið og svo var ég þolinmóður en það var ekkert mikið í gangi. Þú ert ekki búinn að spila þá í tvo mánuði og þetta er erfiður gluggi. Liðið vill að þú komir inn og hafir strax áhrif.“ „Það kom mikill áhugi frá Kína og það er meira að segja það en að segja nei við þeim. Það er metnaður í þeim. Maður er að spila í Noregi og maður taldi sig vera höfðingja að vera bjóða systur sinni út að borða. Þegar tölur koma eins og frá Kínverjunum þá hefði ég séð eftir því ansi lengi ef ég hefði sagt nei.“ „Þetta er fótboltalega séð ekki rétt skref og ég myndi gera þetta öðruvísi í dag en ég sé ekki eftir þessu. Ég hefði líklega aldrei getað sagt nei við þessu sem þau buðu mér. Þetta er ævintýri og allt það en orðinn 25 ára. Ég held ég gæti ekki sagt nei við þessu þó ég gæti breytt einhverju,“ sagði Viðar. Klippa: Sportið í dag - Viðar Örn um Kína ævintýrið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Fótbolti Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Sjá meira
Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson gekk árið 2015 til raðir kínverska félagsins Jiangsu Sainty eftir að hafa slegið í gegn með Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni. Samningur var það góður að það var varla hægt að segja nei sagði Viðar. Selfyssingurinn var gestur Sportsins í dag þar sem hann fór yfir ferilinn en hann er nú á mála hjá Yeni Malatyaspor í Tyrkandi. Þar er hann á láni frá Rostov en Viðar hefur komið víða við á ferlinum. Hann sló fyrst í gegn í atvinnumennsku hjá Vålerenga í Noregi þar sem hann skoraði 25 mörk í 29 leikjum. Hann segir að það hafi mörg tilboð komið inn á borð Vålerenga en félagið hafi viljað margar milljónir evra fyrir framherjann. „Það voru margar dyr opnar um sumarið þegar tímabilið var hálfnað en þá var ég ekkert voða stressaður. Ég vildi klára tímabilið og vera markahæstur en þá voru búnir ellefu, tólf leikir og ég kominn með jafn mörg mörk. Mér leið vel þarna og það gekk vel en þá voru ensk lið að fylgjast með mér. Það komu tilboð frá Hollandi og Þýskalandi fyrir fína upphæð en Vålerenga vildi fimm milljónir evra,“ sagði Viðar en liðin voru ekki tilbúin að borga uppsett verð. „Það voru í hverri einustu viku stór lið að horfa á mig. Ég veit alveg að ég var kannski ekkert að fara beint í Premier League en það voru félög þaðan sem voru frekar stórir að horfa. Það var mikill áhugi en liðin sögðu bara að upphæðin hafi verið alltof há,“ en það fór ekki í taugarnar á Viðari. Hann segir að eftir að tímabilinu lauk hafi ekki verið eins mörg lið á eftir honum eins og sumarið. Það var helst Rússland og Kína og þá kölluðu peningarnir. „Svo er tímabilið búið í nóvember og þá eru ekki mörg lið að leita að mönnum. Það er eitthvað aðeins í gangi en þá ertu kominn í rússnesk lið og svo var ég þolinmóður en það var ekkert mikið í gangi. Þú ert ekki búinn að spila þá í tvo mánuði og þetta er erfiður gluggi. Liðið vill að þú komir inn og hafir strax áhrif.“ „Það kom mikill áhugi frá Kína og það er meira að segja það en að segja nei við þeim. Það er metnaður í þeim. Maður er að spila í Noregi og maður taldi sig vera höfðingja að vera bjóða systur sinni út að borða. Þegar tölur koma eins og frá Kínverjunum þá hefði ég séð eftir því ansi lengi ef ég hefði sagt nei.“ „Þetta er fótboltalega séð ekki rétt skref og ég myndi gera þetta öðruvísi í dag en ég sé ekki eftir þessu. Ég hefði líklega aldrei getað sagt nei við þessu sem þau buðu mér. Þetta er ævintýri og allt það en orðinn 25 ára. Ég held ég gæti ekki sagt nei við þessu þó ég gæti breytt einhverju,“ sagði Viðar. Klippa: Sportið í dag - Viðar Örn um Kína ævintýrið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Fótbolti Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Sjá meira