„Neita að trúa því að Óskar Hrafn fái fríspil“ Anton Ingi Leifsson skrifar 8. maí 2020 22:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við Blikum í vetur en Róbert Orri Þorkellsson kom frá Aftureldingu í vetur. mynd/blikar Markahrókurinn Atli Viðar Björnsson neitar að trúa því að Óskar Hrafn Þorvaldsson fari pressulaus inn í tímabilið sem þjálfari Blika en Óskar Hrafn tók við af Ágústi Gylfasyni í vetur sem hafði lent í 2. sæti síðustu tvö tímabil. Staða Blika var til umræðu í Sportinu í kvöld þar sem þeir Rikki G, Þorkell Máni Pétursson og Atli Viðar fóru yfir stöðuna í íslenska fótboltanum en flautað verður til leiks þann 13. júní. Þegar talið barst að Blikum fengu spekingarnir þá spurningu hvort að Óskar væri pressulaus vegna þess leikstíls sem hann reynir nú að innleiða í Kópavogi. „Hann verður ekki stikkfrír. Hann fær afslátt. Menn trúa á hugmyndafræðina en ef þeir eru að fara gera einhverjar gloríur aftur og aftur í upphafi móts þá hljóta þeir að þurfa skoða sín mál. Það er krafa um árangur í Breiðabliki og ég neita að trúa því að Óskar Hrafn fái fríspil,“ sagði Atli Viðar áður en Máni tók við boltanum. „Þessi veirufaraldur hittir Blikana á mjög slæmum tíma. Þjálfarateymið vill drilla liðið sitt mjög vel. Þú sérð að þeir fara í leik gegn Skaganum og tapa 5-2 en rústa svo seinni leiknum sem þeir spila. Alveg sama hvernig þetta fer í sumar þá verða Blikarnir að hafa þolinmæði fyrir þessu.“ „Ég held algjörlega að Óskar og Halldór séu að koma með hugmyndafræði sem passar fyrir Breiðablik. Þegar verður búið að drilla þetta upp alla flokka þá er þetta eitthvað sem það sem koma skal. Þessi högg sem þeir fá þegar þeir missa leikmenn og annað, þeir munu geta lokað fyrir þau,“ sagði Máni. Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Breiðablik Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Breiðablik Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Sjá meira
Markahrókurinn Atli Viðar Björnsson neitar að trúa því að Óskar Hrafn Þorvaldsson fari pressulaus inn í tímabilið sem þjálfari Blika en Óskar Hrafn tók við af Ágústi Gylfasyni í vetur sem hafði lent í 2. sæti síðustu tvö tímabil. Staða Blika var til umræðu í Sportinu í kvöld þar sem þeir Rikki G, Þorkell Máni Pétursson og Atli Viðar fóru yfir stöðuna í íslenska fótboltanum en flautað verður til leiks þann 13. júní. Þegar talið barst að Blikum fengu spekingarnir þá spurningu hvort að Óskar væri pressulaus vegna þess leikstíls sem hann reynir nú að innleiða í Kópavogi. „Hann verður ekki stikkfrír. Hann fær afslátt. Menn trúa á hugmyndafræðina en ef þeir eru að fara gera einhverjar gloríur aftur og aftur í upphafi móts þá hljóta þeir að þurfa skoða sín mál. Það er krafa um árangur í Breiðabliki og ég neita að trúa því að Óskar Hrafn fái fríspil,“ sagði Atli Viðar áður en Máni tók við boltanum. „Þessi veirufaraldur hittir Blikana á mjög slæmum tíma. Þjálfarateymið vill drilla liðið sitt mjög vel. Þú sérð að þeir fara í leik gegn Skaganum og tapa 5-2 en rústa svo seinni leiknum sem þeir spila. Alveg sama hvernig þetta fer í sumar þá verða Blikarnir að hafa þolinmæði fyrir þessu.“ „Ég held algjörlega að Óskar og Halldór séu að koma með hugmyndafræði sem passar fyrir Breiðablik. Þegar verður búið að drilla þetta upp alla flokka þá er þetta eitthvað sem það sem koma skal. Þessi högg sem þeir fá þegar þeir missa leikmenn og annað, þeir munu geta lokað fyrir þau,“ sagði Máni. Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Breiðablik Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Breiðablik Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Sjá meira