Kóresk goðsögn á fimmtugsaldri skoraði fyrsta markið eftir COVID-19 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2020 14:30 Lee Dong-gook fagnaði sigurmarki sínu með Jeonbuk Hyundai Motors með því að þakka heilbrigðsstarfsfólki fyrir á táknmáli. EPA-EFE/JEON HEON-KYUN Suður-Kórea varð í dag fyrsta landið sem byrjaði að spila á nýjan leik eftir að öllum leikjum í deildarkeppni landsins hafði verið frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Fyrsta markið eftir COVID-19 skoraði Suður-Kóreumaðurinn Lee Dong-gook fyrir lið Jeonbuk Hyundai Motors. Lee Dong-gook hélt upp á 41 árs afmælið sitt í lok síðasta mánaðar en hann spilaði bæði í Þýskalandi (Werder Bremen) og Englandi (Middlesbrough) fyrir meira en áratug síðan. Lee Dong-gook kom inn á sem varamaður í leiknum og skoraði sigurmarkið en Jeonbuk Hyundai Motors vann Suwon Bluewings 1-0. Markið kom með skalla á nærstönginni eftir hornspyrnu frá vinstri en markið má sjá hér fyrir neðan. Lee Dong-gook fagnaði markinu með því að þakka heilbrigðisstarfsfólki fyrir á táknmáli. #KLeague Moment Another look at The Lion King, Lee Dong-gook's opening goal. #KLeague | #K | #JEOvSSB pic.twitter.com/GT2dz0Ozeo— K League (@kleague) May 8, 2020 Lee Dong-gook spilaði 105 landsleiki og skoraði í þeim 33 mörk fyrir Suður-Kóreu á árunum 1998 til 2017. Hann var samt ekki valinn í landsliðshópinn þegar Suður-Kóreubúar héldu HM með Japönum árið 2002. Lee Dong-gook var kallaður „Lati snillingurinn“ og hollenski þjálfarinn Guus Hiddink lagði mikið upp úr vinnusemi hjá leikmönnum landsliðsins. Lee Dong-gook tók því mjög illa að vera ekki valinn í hópinn hjá Guus Hiddink og hefur seinna sagt frá því að hann horfði ekki á einn leik í þessu mikla ævintýri þar sem suður-kóreska liðið komst alla leið í undanúrslitin. Ex-Middlesbrough striker Lee Dong-gook celebrated his goal in the K-League season opener by doing hand signals to thank South Korean medical staff for their work during the coronavirus pandemic Watch LIVE: https://t.co/422ZZNu5gU @BBCiPlayer pic.twitter.com/NyjSHh5HYW— Match of the Day (@BBCMOTD) May 8, 2020 Lee Dong-gook kom til Jeonbuk Hyundai Motors árið 2009 og hefur spilað með liðinu síðan. Hann skoraði sitt tvö hundraðasta mark fyrir félagið á síðasta ári. Dong-gook skoraði 9 mörk í 33 leikjum á síðustu leiktíð og vann þá sinn sjöunda meistaratitil með Jeonbuk Hyundai Motors. Lee Dong-gook has now scored in all 22 #KLeague seasons he has played in: 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 202041 years old. pic.twitter.com/qJdLIU96r8— Squawka Football (@Squawka) May 8, 2020 Fótbolti Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Suður-Kórea varð í dag fyrsta landið sem byrjaði að spila á nýjan leik eftir að öllum leikjum í deildarkeppni landsins hafði verið frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Fyrsta markið eftir COVID-19 skoraði Suður-Kóreumaðurinn Lee Dong-gook fyrir lið Jeonbuk Hyundai Motors. Lee Dong-gook hélt upp á 41 árs afmælið sitt í lok síðasta mánaðar en hann spilaði bæði í Þýskalandi (Werder Bremen) og Englandi (Middlesbrough) fyrir meira en áratug síðan. Lee Dong-gook kom inn á sem varamaður í leiknum og skoraði sigurmarkið en Jeonbuk Hyundai Motors vann Suwon Bluewings 1-0. Markið kom með skalla á nærstönginni eftir hornspyrnu frá vinstri en markið má sjá hér fyrir neðan. Lee Dong-gook fagnaði markinu með því að þakka heilbrigðisstarfsfólki fyrir á táknmáli. #KLeague Moment Another look at The Lion King, Lee Dong-gook's opening goal. #KLeague | #K | #JEOvSSB pic.twitter.com/GT2dz0Ozeo— K League (@kleague) May 8, 2020 Lee Dong-gook spilaði 105 landsleiki og skoraði í þeim 33 mörk fyrir Suður-Kóreu á árunum 1998 til 2017. Hann var samt ekki valinn í landsliðshópinn þegar Suður-Kóreubúar héldu HM með Japönum árið 2002. Lee Dong-gook var kallaður „Lati snillingurinn“ og hollenski þjálfarinn Guus Hiddink lagði mikið upp úr vinnusemi hjá leikmönnum landsliðsins. Lee Dong-gook tók því mjög illa að vera ekki valinn í hópinn hjá Guus Hiddink og hefur seinna sagt frá því að hann horfði ekki á einn leik í þessu mikla ævintýri þar sem suður-kóreska liðið komst alla leið í undanúrslitin. Ex-Middlesbrough striker Lee Dong-gook celebrated his goal in the K-League season opener by doing hand signals to thank South Korean medical staff for their work during the coronavirus pandemic Watch LIVE: https://t.co/422ZZNu5gU @BBCiPlayer pic.twitter.com/NyjSHh5HYW— Match of the Day (@BBCMOTD) May 8, 2020 Lee Dong-gook kom til Jeonbuk Hyundai Motors árið 2009 og hefur spilað með liðinu síðan. Hann skoraði sitt tvö hundraðasta mark fyrir félagið á síðasta ári. Dong-gook skoraði 9 mörk í 33 leikjum á síðustu leiktíð og vann þá sinn sjöunda meistaratitil með Jeonbuk Hyundai Motors. Lee Dong-gook has now scored in all 22 #KLeague seasons he has played in: 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 202041 years old. pic.twitter.com/qJdLIU96r8— Squawka Football (@Squawka) May 8, 2020
Fótbolti Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira