Hvetja Frakka til að hjóla þegar slakað verður á takmörkunum Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2020 14:39 Slakað verður á sumum takmörkunum vegna faraldursins í París á mánudag. Stjórnvöld ráðleggja fólki að hjóla frekar en að nota almenningssamgöngur til þess að draga úr mannmergð þar. AP/Francois Mori Biðraðir hafa myndast við hjólaverslanir og verkstæði í París eftir að frönsk stjórnvöld hvöttu landsmenn til að hjóla til að draga úr mannmergð í almenningssamgöngum þegar slakað verður á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins á mánudag. AP-fréttastofan segir að margir Parísarbúar séu uggandi um að þurfa að nota neðanjarðarlestir eða strætisvagna vegna veirunnar. Því stefni margir að því að hjóla í vinnuna frekar en að nota almenningssamgöngur. Tímabundar hjólaakreinar verða opnaðar í París og bílaumferð verður bönnuð um Rivoli-stræti við Louvre-safnið. Frönsk stjórnvöld segjast ennfremur ætla að niðurgreiða viðgerðir fyrir hjólaeigendur um allt að fimmtíu evrur, jafnvirði tæpra átta þúsund íslenskra króna. Leyft verður að opna grunnskóla og flest fyrirtæki á mánudag. Stjórnvöld hafa hins vegar skipt landinu upp í tvö svæði eftir alvarleika faraldursins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þannig verða takmarkanir áfram í gildi í París þrátt fyrir að þeim verði aflétt annars staðar í næstu viku. Almenningsgarðar verða áfram lokaðir í höfuðborginni. Notendur almenningssamgangna þurfa að nota grímur og verslanir mega krefjast þess að viðskiptavinir noti þær. Tilmæli um félagsforðun verða áfram í gildi. Um 26.000 manns hafa látið lífið á sjúkrahúsum og á hjúkrunarheimilum í faraldrinum í Frakklandi til þessa. Dregið hefur úr nýsmitum og dánartíðninni að undanförnu. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Sjá meira
Biðraðir hafa myndast við hjólaverslanir og verkstæði í París eftir að frönsk stjórnvöld hvöttu landsmenn til að hjóla til að draga úr mannmergð í almenningssamgöngum þegar slakað verður á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins á mánudag. AP-fréttastofan segir að margir Parísarbúar séu uggandi um að þurfa að nota neðanjarðarlestir eða strætisvagna vegna veirunnar. Því stefni margir að því að hjóla í vinnuna frekar en að nota almenningssamgöngur. Tímabundar hjólaakreinar verða opnaðar í París og bílaumferð verður bönnuð um Rivoli-stræti við Louvre-safnið. Frönsk stjórnvöld segjast ennfremur ætla að niðurgreiða viðgerðir fyrir hjólaeigendur um allt að fimmtíu evrur, jafnvirði tæpra átta þúsund íslenskra króna. Leyft verður að opna grunnskóla og flest fyrirtæki á mánudag. Stjórnvöld hafa hins vegar skipt landinu upp í tvö svæði eftir alvarleika faraldursins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þannig verða takmarkanir áfram í gildi í París þrátt fyrir að þeim verði aflétt annars staðar í næstu viku. Almenningsgarðar verða áfram lokaðir í höfuðborginni. Notendur almenningssamgangna þurfa að nota grímur og verslanir mega krefjast þess að viðskiptavinir noti þær. Tilmæli um félagsforðun verða áfram í gildi. Um 26.000 manns hafa látið lífið á sjúkrahúsum og á hjúkrunarheimilum í faraldrinum í Frakklandi til þessa. Dregið hefur úr nýsmitum og dánartíðninni að undanförnu.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Sjá meira