Evrópa þá og nú Stefanía Reynisdóttir skrifar 9. maí 2020 08:00 Í dag er Evrópudagurinn haldinn hátíðlegur um alla Evrópu, þó líklegast með breyttu sniði í ár sökum aðstæðna. Evrópudagurinn er hátíð friðar og samstöðu innan Evrópu og tækifæri til að velta fyrir sér þeim ævintýralegu framförum sem hafa orðið innan álfunnar síðan endir var bundinn á hrylling seinna stríðs. Friður og samvinna í 75 ár Fimm árum eftir að síðari heimstyrjöld lauk fyrir 75 árum, þann 9. maí 1950, setti Robert Schuman, þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, fram Schuman yfirlýsinguna sem markaði fyrsta skrefið í samrunaþróun Evrópu og fæðingarstund Evrópsks samstarfs. 70 ár af evrópskum samruna, samvinnu og samningaviðræðum byrjuðu með stofnun Kola- og stálbandalagsins þar sem sex ríki sameinuðu kola og stál framleiðslu sína. Í dag samanstendur Evrópusambandið af 27 ríkjum sem vinna saman að sameiginlegum markmiðum. 27 ríki sem setjast niður og rökræða við sama borðið frekar en að sitja hvert í sínu horni og há jafnvel stríð sín á milli. Hugsýn Schuman skín enn í gegn í Evrópusambandinu, en hann vildi ekki að samstarfið græfi undan þjóðríkjum sem einingum, heldur vildi hann breyta hugsun okkar og beina sjónum að því sem tengir okkur saman frekar en skilur okkur að. Stofnun Evrópusambandsins er þannig byggð á þeim skilningi að þegar ríki eru aðskilin og fullvalda reynist stutt í ágreininga. Þá reisa ríki viðskiptamúra til að verja hvoru tveggja raunverulega og ímyndaða hagsmuni sína sem stundum tilheyra aðeins litlum valdahópum innann þeirra. Reynsla seinustu áratuga sýnir okkur að evrópsk samvinna stuðlar að friði og velsæld allra sem í henni taka þátt. Sæti við borðið Evrópusambandið í dag byggir á grunngildum frjálslyndis um lýðræði, mannréttindi, og frelsi. Þetta eru allt gildi sem Ísland styður við, bæði hér heima og út í heimi. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki viljað gerast aðilar að sambandinu og standa þess í stað aðeins með annann fótinn inni. Með aðild að Evrópska Efnahagssvæðinu (EES) hefur Ísland fengið að taka þátt í innri markaði sambandsins og því sem oft er kallað fjórfrelsið. Það er Evrópusambandinu að þakka að við getum ferðast auðveldlega í Evrópu, búið þar, stundað nám, og átt frjáls viðskipti. Þjóðkjörnir fulltrúar Íslands koma hinsvegar ekki að ákvörðunartöku um lagaramma og regluverk innri markaðarins, en sökum aðildar Íslands að EES þurfum við að innleiða megnið af þeim lögum og reglum. Með aðild að Evrópusambandinu gætum við Íslendingar fengið sæti við borðið og orðið virkir þátttakendur í evrópskri samvinnu. Við fengjum þannig íslenskan framkvæmdastjóra í Framkvæmdastjórn ESB, íslenska þingmenn á Evrópuþingið og ráðherrar okkar sætu fundi leiðtogaráðsins. Á degi þessum tileinkuðum friði og samvinnu er vert að velta fyrir sér hvort að Ísland eigi ekki einmitt heima í sambandi ríkja sem virða lýðræði, mannréttindi og frjálslyndi. Ísland ætti að eiga sæti við borðið þar sem ákvarðanir er okkur varða eru teknar. Meðan Ísland er í EES vill bara einmitt svo til að borðið er í Brussel. Höfundur er alþjóðafulltrúi Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í dag er Evrópudagurinn haldinn hátíðlegur um alla Evrópu, þó líklegast með breyttu sniði í ár sökum aðstæðna. Evrópudagurinn er hátíð friðar og samstöðu innan Evrópu og tækifæri til að velta fyrir sér þeim ævintýralegu framförum sem hafa orðið innan álfunnar síðan endir var bundinn á hrylling seinna stríðs. Friður og samvinna í 75 ár Fimm árum eftir að síðari heimstyrjöld lauk fyrir 75 árum, þann 9. maí 1950, setti Robert Schuman, þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, fram Schuman yfirlýsinguna sem markaði fyrsta skrefið í samrunaþróun Evrópu og fæðingarstund Evrópsks samstarfs. 70 ár af evrópskum samruna, samvinnu og samningaviðræðum byrjuðu með stofnun Kola- og stálbandalagsins þar sem sex ríki sameinuðu kola og stál framleiðslu sína. Í dag samanstendur Evrópusambandið af 27 ríkjum sem vinna saman að sameiginlegum markmiðum. 27 ríki sem setjast niður og rökræða við sama borðið frekar en að sitja hvert í sínu horni og há jafnvel stríð sín á milli. Hugsýn Schuman skín enn í gegn í Evrópusambandinu, en hann vildi ekki að samstarfið græfi undan þjóðríkjum sem einingum, heldur vildi hann breyta hugsun okkar og beina sjónum að því sem tengir okkur saman frekar en skilur okkur að. Stofnun Evrópusambandsins er þannig byggð á þeim skilningi að þegar ríki eru aðskilin og fullvalda reynist stutt í ágreininga. Þá reisa ríki viðskiptamúra til að verja hvoru tveggja raunverulega og ímyndaða hagsmuni sína sem stundum tilheyra aðeins litlum valdahópum innann þeirra. Reynsla seinustu áratuga sýnir okkur að evrópsk samvinna stuðlar að friði og velsæld allra sem í henni taka þátt. Sæti við borðið Evrópusambandið í dag byggir á grunngildum frjálslyndis um lýðræði, mannréttindi, og frelsi. Þetta eru allt gildi sem Ísland styður við, bæði hér heima og út í heimi. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki viljað gerast aðilar að sambandinu og standa þess í stað aðeins með annann fótinn inni. Með aðild að Evrópska Efnahagssvæðinu (EES) hefur Ísland fengið að taka þátt í innri markaði sambandsins og því sem oft er kallað fjórfrelsið. Það er Evrópusambandinu að þakka að við getum ferðast auðveldlega í Evrópu, búið þar, stundað nám, og átt frjáls viðskipti. Þjóðkjörnir fulltrúar Íslands koma hinsvegar ekki að ákvörðunartöku um lagaramma og regluverk innri markaðarins, en sökum aðildar Íslands að EES þurfum við að innleiða megnið af þeim lögum og reglum. Með aðild að Evrópusambandinu gætum við Íslendingar fengið sæti við borðið og orðið virkir þátttakendur í evrópskri samvinnu. Við fengjum þannig íslenskan framkvæmdastjóra í Framkvæmdastjórn ESB, íslenska þingmenn á Evrópuþingið og ráðherrar okkar sætu fundi leiðtogaráðsins. Á degi þessum tileinkuðum friði og samvinnu er vert að velta fyrir sér hvort að Ísland eigi ekki einmitt heima í sambandi ríkja sem virða lýðræði, mannréttindi og frjálslyndi. Ísland ætti að eiga sæti við borðið þar sem ákvarðanir er okkur varða eru teknar. Meðan Ísland er í EES vill bara einmitt svo til að borðið er í Brussel. Höfundur er alþjóðafulltrúi Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun